Að loknum flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins Ragnar Sigurðsson skrifar 14. september 2024 20:31 Nýafstaðinn flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins var afar vel heppnaður. Með metþátttöku 370 fulltrúa varð fundurinn sá fjölmennasta frá upphafi. Kraftmikill og uppbyggilegur, þar sem fundarmenn fengu tækifæri til að ræða forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni, auk þess sem horft var til komandi kosninga. Á fundinum var skerpt á mikilvægustu málefnum sem flokkurinn mun leggja áherslu á, bæði innan ríkisstjórnar og í kosningabaráttunni. Forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar væri að stuðla að lægri verðbólgu og lækkun vaxta. Það yrði einungis gert með aðhaldi í opinberum fjármálum, hóflegum kjarasamningum á vinnumarkaði og meira jafnvægi á húsnæðismarkaði. Sjálfstæðisstefnan sameinar Auðvitað tókust menn hart á um menn og málefni. Slakt fylgi í könnunum ýtti þar undir. En það vakti sérstaka athygli mína er sú eining sem ríkir um grunnstefnu flokksins. Þrátt fyrir margvíslegan málefnaágreining var enginn að draga í efa grunnstef sjálfstæðisstefnunnar um mikilvægi einstaklingsfrelsi, eignarréttar, jafnra tækifæra og velferðar fyrir alla. Flokkurinn stendur enn sem öflug máttarstoð fyrir kjósendur með skýra stefnu og staðfestu um virðingu fyrir lögum og rétti, bæði innanlands og í samskiptum við önnur ríki. Árið 2024 markar 80 ára afmæli lýðveldisins, og Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá stofnun þess verið leiðandi afl í íslensku samfélagi. Við höfum verið leiðandi í að byggja eitt mesta velferðarsamfélag jarðar. Við höfum verið lykilþáttur í mótun gróskumikils samfélags þar sem atvinnulíf, nýsköpun, menntun og menning blómstra. Efnahagslegur stöðugleiki hefur verið tryggður, heilbrigðisþjónustan efld og félagslegt öryggi borgara verið eitt af megináherslumálum okkar. Þéttum raðirnar Stefna flokksins er skýr og á sér hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Við sjáum mikilvægi þess að nýta síðasta ár kjörtímabilsins vel, þétta raðirnar og tryggja að hægri stjórn verði áfram leiðandi í stjórnmálum landsins. Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins sýndi að hann stendur enn sterkur og reiðubúinn til að leiða áfram. Við eigum enn sterkt erindi við kjósendur með skýra stefnu um frelsi, ábyrgð og velferð. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og formaður sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Sigurðsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nýafstaðinn flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins var afar vel heppnaður. Með metþátttöku 370 fulltrúa varð fundurinn sá fjölmennasta frá upphafi. Kraftmikill og uppbyggilegur, þar sem fundarmenn fengu tækifæri til að ræða forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni, auk þess sem horft var til komandi kosninga. Á fundinum var skerpt á mikilvægustu málefnum sem flokkurinn mun leggja áherslu á, bæði innan ríkisstjórnar og í kosningabaráttunni. Forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar væri að stuðla að lægri verðbólgu og lækkun vaxta. Það yrði einungis gert með aðhaldi í opinberum fjármálum, hóflegum kjarasamningum á vinnumarkaði og meira jafnvægi á húsnæðismarkaði. Sjálfstæðisstefnan sameinar Auðvitað tókust menn hart á um menn og málefni. Slakt fylgi í könnunum ýtti þar undir. En það vakti sérstaka athygli mína er sú eining sem ríkir um grunnstefnu flokksins. Þrátt fyrir margvíslegan málefnaágreining var enginn að draga í efa grunnstef sjálfstæðisstefnunnar um mikilvægi einstaklingsfrelsi, eignarréttar, jafnra tækifæra og velferðar fyrir alla. Flokkurinn stendur enn sem öflug máttarstoð fyrir kjósendur með skýra stefnu og staðfestu um virðingu fyrir lögum og rétti, bæði innanlands og í samskiptum við önnur ríki. Árið 2024 markar 80 ára afmæli lýðveldisins, og Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá stofnun þess verið leiðandi afl í íslensku samfélagi. Við höfum verið leiðandi í að byggja eitt mesta velferðarsamfélag jarðar. Við höfum verið lykilþáttur í mótun gróskumikils samfélags þar sem atvinnulíf, nýsköpun, menntun og menning blómstra. Efnahagslegur stöðugleiki hefur verið tryggður, heilbrigðisþjónustan efld og félagslegt öryggi borgara verið eitt af megináherslumálum okkar. Þéttum raðirnar Stefna flokksins er skýr og á sér hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Við sjáum mikilvægi þess að nýta síðasta ár kjörtímabilsins vel, þétta raðirnar og tryggja að hægri stjórn verði áfram leiðandi í stjórnmálum landsins. Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins sýndi að hann stendur enn sterkur og reiðubúinn til að leiða áfram. Við eigum enn sterkt erindi við kjósendur með skýra stefnu um frelsi, ábyrgð og velferð. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og formaður sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar