Ekki króna í þrotabúi Base parking Árni Sæberg skrifar 13. september 2024 11:29 Bílastæði Base parking í Reykjanesbæ. Vísir/Bjarni Ekki króna fékkst upp í lýstar kröfur í þrotabú Siglt í strand ehf., sem hét áður Base parking ehf.. Lýstar kröfur námu tæpum 59 milljónum króna. Talsverða athygli vakti þegar bílastæðaþjónustan Base parking á Keflavíkurflugvelli var úrskurðuð gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness í maí síðastliðnum. Nafni félagsins hafði þá verið breytt í Siglt í strand ehf. Þjónusta Base Parking fólst í að starfsmenn sáu um að leggja bílum flugfarþega og færa þeim þá aftur við heimkomu. Viðskiptavinir fyrirtækisins kvörtuðu ítrekað undan því lyklar og jafnvel bílar þeirra fyndust ekki þegar þeir ætluðu að fá þá til baka. Í sumum tilfellum lögðu starfsmenn Base Parking bílum í gjaldskyld stæði þannig að viðskiptavinir voru tvírukkaðir fyrir að leggja bílum sínum. Einn viðskiptavinur sá á upptöku úr framrúðumyndavél bíls síns að starfsmaður fyrirtækisins hefði ekið bílnum á 170 kílómetra hraða á klukkustund. Eftir orrahríð ásakana um misjafna viðskiptahætti lagði fyrirtækið upp laupana og félaginu var siglt í strand. Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu segir að skiptum búsins hafi verið lokið þann 12. ágúst án þess að nokkuð fengist upp í lýstar kröfur upp á 58.869.155 krónur. Keflavíkurflugvöllur Bílastæði Neytendur Bílar Gjaldþrot Tengdar fréttir Ófagrar sögur af viðskiptum við Base Parking Eftir að Vísir birti frétt um starfsemi Base Parking á fimmtudag hafa hvolfst yfir ritstjórnina ófagrar sögur af starfseminni. Þær eru flestar með sama sniði en hver með sínu lagi. Ómar Þröstur Hjaltason eigandi fyrirtækisins segir hins vegar að allt kapp sé lagt á að viðskiptin gangi smurt fyrir sig. 16. mars 2024 06:01 Mál tengd Base Parking á borði Neytendasamtakanna í hverjum mánuði Formaður Neytendasamtakanna segir ótrúlegt hversu mörg mál tengd fyrirtækinu Base Parking rati á borð samtakanna. Fyrirtæki verði að vanda til verka þegar neytendur treysti þeim fyrir eigum sínum, sem í þessum tilvikum séu oft á tíðum mjög dýrar bifreiðar. 16. mars 2024 11:22 Hafa haft áhyggjur af starfsemi Base Parking í mörg ár Formaður verkalýðsfélags Keflavíkur og nágrennis segir áhyggjur hafa verið uppi um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli í fjöldamörg ár. Grunur er um að brotið sé á réttindum starfsmanna og að þeir fái greitt undir borðið. Fjölmargir viðskiptavinir lýsa slæmri reynslu sinni af viðskiptum við fyrirtækið. 15. mars 2024 20:33 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Talsverða athygli vakti þegar bílastæðaþjónustan Base parking á Keflavíkurflugvelli var úrskurðuð gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness í maí síðastliðnum. Nafni félagsins hafði þá verið breytt í Siglt í strand ehf. Þjónusta Base Parking fólst í að starfsmenn sáu um að leggja bílum flugfarþega og færa þeim þá aftur við heimkomu. Viðskiptavinir fyrirtækisins kvörtuðu ítrekað undan því lyklar og jafnvel bílar þeirra fyndust ekki þegar þeir ætluðu að fá þá til baka. Í sumum tilfellum lögðu starfsmenn Base Parking bílum í gjaldskyld stæði þannig að viðskiptavinir voru tvírukkaðir fyrir að leggja bílum sínum. Einn viðskiptavinur sá á upptöku úr framrúðumyndavél bíls síns að starfsmaður fyrirtækisins hefði ekið bílnum á 170 kílómetra hraða á klukkustund. Eftir orrahríð ásakana um misjafna viðskiptahætti lagði fyrirtækið upp laupana og félaginu var siglt í strand. Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu segir að skiptum búsins hafi verið lokið þann 12. ágúst án þess að nokkuð fengist upp í lýstar kröfur upp á 58.869.155 krónur.
Keflavíkurflugvöllur Bílastæði Neytendur Bílar Gjaldþrot Tengdar fréttir Ófagrar sögur af viðskiptum við Base Parking Eftir að Vísir birti frétt um starfsemi Base Parking á fimmtudag hafa hvolfst yfir ritstjórnina ófagrar sögur af starfseminni. Þær eru flestar með sama sniði en hver með sínu lagi. Ómar Þröstur Hjaltason eigandi fyrirtækisins segir hins vegar að allt kapp sé lagt á að viðskiptin gangi smurt fyrir sig. 16. mars 2024 06:01 Mál tengd Base Parking á borði Neytendasamtakanna í hverjum mánuði Formaður Neytendasamtakanna segir ótrúlegt hversu mörg mál tengd fyrirtækinu Base Parking rati á borð samtakanna. Fyrirtæki verði að vanda til verka þegar neytendur treysti þeim fyrir eigum sínum, sem í þessum tilvikum séu oft á tíðum mjög dýrar bifreiðar. 16. mars 2024 11:22 Hafa haft áhyggjur af starfsemi Base Parking í mörg ár Formaður verkalýðsfélags Keflavíkur og nágrennis segir áhyggjur hafa verið uppi um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli í fjöldamörg ár. Grunur er um að brotið sé á réttindum starfsmanna og að þeir fái greitt undir borðið. Fjölmargir viðskiptavinir lýsa slæmri reynslu sinni af viðskiptum við fyrirtækið. 15. mars 2024 20:33 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Ófagrar sögur af viðskiptum við Base Parking Eftir að Vísir birti frétt um starfsemi Base Parking á fimmtudag hafa hvolfst yfir ritstjórnina ófagrar sögur af starfseminni. Þær eru flestar með sama sniði en hver með sínu lagi. Ómar Þröstur Hjaltason eigandi fyrirtækisins segir hins vegar að allt kapp sé lagt á að viðskiptin gangi smurt fyrir sig. 16. mars 2024 06:01
Mál tengd Base Parking á borði Neytendasamtakanna í hverjum mánuði Formaður Neytendasamtakanna segir ótrúlegt hversu mörg mál tengd fyrirtækinu Base Parking rati á borð samtakanna. Fyrirtæki verði að vanda til verka þegar neytendur treysti þeim fyrir eigum sínum, sem í þessum tilvikum séu oft á tíðum mjög dýrar bifreiðar. 16. mars 2024 11:22
Hafa haft áhyggjur af starfsemi Base Parking í mörg ár Formaður verkalýðsfélags Keflavíkur og nágrennis segir áhyggjur hafa verið uppi um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli í fjöldamörg ár. Grunur er um að brotið sé á réttindum starfsmanna og að þeir fái greitt undir borðið. Fjölmargir viðskiptavinir lýsa slæmri reynslu sinni af viðskiptum við fyrirtækið. 15. mars 2024 20:33