„Ég er mjög spenntur fyrir þessu fyrirkomulagi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2024 10:03 Jude Bellingham vann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid en margir af liðsfélögum hans höfðu unnið hana margoft á síðustu árum. Getty/Alex Livesey Meistaradeild Evrópu í fótbolta hefst í næstu viku en keppnin fer að þessu sinni fram með nýju og gjörólíku fyrirkomulagi. Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans hituðu upp fyrir Meistaradeildartímabilið í sérstökum upphitunarþætti sem má nú sjá inn á Vísi. Kjartan Atli fékk þá Albert Brynjar Ingason og Kjartan Henry Finnbogason til sín til að ræða breytingarnar og væntingar þeirra til Meistaradeildarinnar 2024-25. Öll liðin í Meistaradeildinni eru nú saman í einni deild og spila öll átta leiki í deildarkeppninni. Átta efstu liðin komast áfram í sextán liða úrslit en liðin í 9. til 24. sæti eru síðan dregin saman og sigurvegarinn úr þeim leikjum kemst í sextán liða úrslitin. Markmiðið er þessu er að halda spennunni lengur í fyrsta hlutanum og að fá fleiri stóra leiki. Sérfræðingunum líst vel á þetta. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu fyrirkomulagi. Þetta býður upp á stærri leiki og við erum strax að fara sjá það í fyrstu umferð,“ sagði Albert. Hugnast þessi svissneska leið líka Kjartani Henry? „Já, já. Ég er alveg opinn fyrir breytingum. Mér fannst þessi riðlakeppni vera orðin svolítið þreytt. Við vorum hér á fullu að horfa á alla leikina í fyrra og þetta var svolítið lengi í gang,“ sagði Kjartan Henry. „Liðin voru búin að klára riðilinn og tryggja sig áfram áður en leikirnir voru búnir. Nú er að prófa eitthvað nýtt og hrista aðeins upp í þessu,“ sagði Kjartan Henry. „Stóru fréttirnar fyrir þessa nýja tímabil er þetta nýja fyrirkomulag,“ sagði Kjartan Atli og kallaði í sjálfan Zlatan Ibrahimovic til að útskýra þetta betur. Það má sjá þá útskýringu frá Zlatan sem og allan upphitunarþáttinn hér fyrir neðan. Klippa: Upphitunarþáttur fyrir Meistaradeild Evrópu 2024-25 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Kjartan Atli fékk þá Albert Brynjar Ingason og Kjartan Henry Finnbogason til sín til að ræða breytingarnar og væntingar þeirra til Meistaradeildarinnar 2024-25. Öll liðin í Meistaradeildinni eru nú saman í einni deild og spila öll átta leiki í deildarkeppninni. Átta efstu liðin komast áfram í sextán liða úrslit en liðin í 9. til 24. sæti eru síðan dregin saman og sigurvegarinn úr þeim leikjum kemst í sextán liða úrslitin. Markmiðið er þessu er að halda spennunni lengur í fyrsta hlutanum og að fá fleiri stóra leiki. Sérfræðingunum líst vel á þetta. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu fyrirkomulagi. Þetta býður upp á stærri leiki og við erum strax að fara sjá það í fyrstu umferð,“ sagði Albert. Hugnast þessi svissneska leið líka Kjartani Henry? „Já, já. Ég er alveg opinn fyrir breytingum. Mér fannst þessi riðlakeppni vera orðin svolítið þreytt. Við vorum hér á fullu að horfa á alla leikina í fyrra og þetta var svolítið lengi í gang,“ sagði Kjartan Henry. „Liðin voru búin að klára riðilinn og tryggja sig áfram áður en leikirnir voru búnir. Nú er að prófa eitthvað nýtt og hrista aðeins upp í þessu,“ sagði Kjartan Henry. „Stóru fréttirnar fyrir þessa nýja tímabil er þetta nýja fyrirkomulag,“ sagði Kjartan Atli og kallaði í sjálfan Zlatan Ibrahimovic til að útskýra þetta betur. Það má sjá þá útskýringu frá Zlatan sem og allan upphitunarþáttinn hér fyrir neðan. Klippa: Upphitunarþáttur fyrir Meistaradeild Evrópu 2024-25
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira