„Góði líttu þér nær!“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. september 2024 22:08 Andrés Ingi Jónsson (t.h.) baunaði allhressilega á formann síns gamla flokks, Guðmund Inga Guðbrandsson (t.v.). Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sagði Guðmundi Inga Guðbrandssyni, formanni VG, að líta sér nær þegar kæmi að aðgerðum í loftslagsmálum. Guðmundur hafði skömmu fyrr sagt í pontu að brýna þyrfti allt samfélagið til aðgerða. Í ræðu sinni í kvöld lagði Andrés Ingi áherslu á annars vegar ungt fólk og hins vegar aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í húsnæðis- og loftslagsmálum. „Á undanförnum vikum höfum við verið óþyrmilega minnt á að unga fólkið okkar býr ekki í nógu öruggu samfélagi. Aukið ofbeldi, félagsleg einangrun og versnandi geðheilsa. Þetta ástand er afleiðing áralangrar vanrækslu á félagslegum innviðum, pólitísk ákvörðun vegna þess að lausnirnar hefur oft verið bent á,“ sagði Andrés meðal annars. Tryggja þyrfti öruggt húsnæði við hæfi, gera fólki auðveldara að komast út úr heimilisofbeldi, tryggja aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og uppræta fátækt. „Fjölskyldur þurfa tíma saman, við aðstæður sem styrkja þær. Sá jarðvegur mun skila varanlegum árangri.“ Baunaði á formann síns gamla flokks Andrés Ingi, sem var í Vinstri grænum en sagði sig úr flokknum árið 2019 og gekk þá til liðs við Pírata, talaði einnig sérstaklega um loftslagsmál sem „þrátt fyrir að vera ein helsta áskorun samtímans rötuðu ekki í stefnuræðu forsætisráðherra. “ Að sögn Andrésar væri baráttan gegn loftslagsbreytingum algjört aukaatriði hjá ríkisstjórninni þegar tölurnar væru skoðaðar. Framlög til umhverfis- og orkumála ykjust um 2,4 milljarða í fjárlagafrumvarpinu, en þar bæri hæst 1,1 milljarðs framlag vegna losunarheimilda sem ráðstafað yrði til flugfélaga. „Aðalaukningin í málaflokknum er sem sagt niðurgreiðsla á mengandi starfsemi.“ „Svo verð ég eiginlega að segja, vegna þess að formaður Vinstri grænna vildi áðan brýna allt samfélagið til aðgerða í loftslagsmálum: Góði líttu þér nær!“ sagði Andrés og brýndi raust sína. „En eins og spunadeilda fjármálaráðherra segir: Þetta er allt að koma. Við erum alveg að fara að losna við þessa vanstilltu ríkisstjórn sem allt of lengi hefur komist upp með að færa í stílinn gagnvart því sem vel gengur og kenna öðrum um eigin afglöp,“ sagði Andrés að lokum. Píratar Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Loftslagsmál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Í ræðu sinni í kvöld lagði Andrés Ingi áherslu á annars vegar ungt fólk og hins vegar aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í húsnæðis- og loftslagsmálum. „Á undanförnum vikum höfum við verið óþyrmilega minnt á að unga fólkið okkar býr ekki í nógu öruggu samfélagi. Aukið ofbeldi, félagsleg einangrun og versnandi geðheilsa. Þetta ástand er afleiðing áralangrar vanrækslu á félagslegum innviðum, pólitísk ákvörðun vegna þess að lausnirnar hefur oft verið bent á,“ sagði Andrés meðal annars. Tryggja þyrfti öruggt húsnæði við hæfi, gera fólki auðveldara að komast út úr heimilisofbeldi, tryggja aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og uppræta fátækt. „Fjölskyldur þurfa tíma saman, við aðstæður sem styrkja þær. Sá jarðvegur mun skila varanlegum árangri.“ Baunaði á formann síns gamla flokks Andrés Ingi, sem var í Vinstri grænum en sagði sig úr flokknum árið 2019 og gekk þá til liðs við Pírata, talaði einnig sérstaklega um loftslagsmál sem „þrátt fyrir að vera ein helsta áskorun samtímans rötuðu ekki í stefnuræðu forsætisráðherra. “ Að sögn Andrésar væri baráttan gegn loftslagsbreytingum algjört aukaatriði hjá ríkisstjórninni þegar tölurnar væru skoðaðar. Framlög til umhverfis- og orkumála ykjust um 2,4 milljarða í fjárlagafrumvarpinu, en þar bæri hæst 1,1 milljarðs framlag vegna losunarheimilda sem ráðstafað yrði til flugfélaga. „Aðalaukningin í málaflokknum er sem sagt niðurgreiðsla á mengandi starfsemi.“ „Svo verð ég eiginlega að segja, vegna þess að formaður Vinstri grænna vildi áðan brýna allt samfélagið til aðgerða í loftslagsmálum: Góði líttu þér nær!“ sagði Andrés og brýndi raust sína. „En eins og spunadeilda fjármálaráðherra segir: Þetta er allt að koma. Við erum alveg að fara að losna við þessa vanstilltu ríkisstjórn sem allt of lengi hefur komist upp með að færa í stílinn gagnvart því sem vel gengur og kenna öðrum um eigin afglöp,“ sagði Andrés að lokum.
Píratar Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Loftslagsmál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira