„Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil“ Lovísa Arnardóttir skrifar 11. september 2024 13:29 Samtökin Aldin hafa mótmælt við flugvöllinn með því að setja upp borða til að vekja athygli á mengun. Mynd/Aldin gegn loftslagsvá Samtökin Landvernd og Aldin gegn loftslagsvá krefjast þess að flugi með einkaþotum og þyrluflugi um Reykjavíkurflugvöll verði settar skorður og fellt undir mengunarbótareglu Ríó-sáttmálans. „Við viljum að stjórnvöld framfylgi loftslagsmarkmiðum í allra þágu og að þeir sem losa mest axli ábyrgð á sinni mengun,“ segir í sameiginlegri tilkynningu frá samtökunum. Þar kemur einnig fram að samtökin lýsi yfir stuðningi við Hljóðmörk, nýstofnuð íbúasamtök gegn hljóðmengandi flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Krafa Hljóðmarka er að óþarfa umferð einkaþota og þyrlna hverfi frá Reykjavíkurflugvelli. Í samtökunum er fólk sem býr í Vesturbæ Reykjavíkur, miðbæ og á Kársnesi. Í sameiginlegri tilkynningu frá Landvernd og Aldin kemur fram að þau vilji, eins og Hljóðmörk, að íbúar fái beina aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun um notkun Reykjavíkurflugvallar í ljósi vaxandi mengunar af flugi. „Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil, hvort heldur hér á landi eða í veröldinni allri, á kostnað andrúmsloftsins, líffræðilegs fjölbreytileika og þar með lífsskilyrða núlifandi og komandi kynslóða,“ segir í tilkynningunni. Fimmtán einkaþotur á dag Þá er bent á að Aldin hafi mótmælt umferð einkaþota á flugvellinum með því að hengja upp borða við flughlaðið þar sem flugvélarnar standa. Í tilkynningu samtakanna segir að um flugvöllinn fari á hverjum degi allt að fimmtán einkaþotur og að þær greiði ekkert fyrir hávaðamengun og koltvísýringslosun. Í því samhengi er bent á að hver farþegi í einkaþotu vald tí- til fimmtánfaldri koltvísýringsmengun samanborið við farþega í áætlunarflugi. Þá kemur einnig fram að í júlí í fyrra hafi sautján þúsund farþegar farið um flugvöllinn sem sé fjölgun frá árinu á undan. Þá sé ótalin vaxandi þyrluumferð og annað útsýnisflug um flugvöllinn. Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. 11. september 2024 08:02 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
„Við viljum að stjórnvöld framfylgi loftslagsmarkmiðum í allra þágu og að þeir sem losa mest axli ábyrgð á sinni mengun,“ segir í sameiginlegri tilkynningu frá samtökunum. Þar kemur einnig fram að samtökin lýsi yfir stuðningi við Hljóðmörk, nýstofnuð íbúasamtök gegn hljóðmengandi flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Krafa Hljóðmarka er að óþarfa umferð einkaþota og þyrlna hverfi frá Reykjavíkurflugvelli. Í samtökunum er fólk sem býr í Vesturbæ Reykjavíkur, miðbæ og á Kársnesi. Í sameiginlegri tilkynningu frá Landvernd og Aldin kemur fram að þau vilji, eins og Hljóðmörk, að íbúar fái beina aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun um notkun Reykjavíkurflugvallar í ljósi vaxandi mengunar af flugi. „Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil, hvort heldur hér á landi eða í veröldinni allri, á kostnað andrúmsloftsins, líffræðilegs fjölbreytileika og þar með lífsskilyrða núlifandi og komandi kynslóða,“ segir í tilkynningunni. Fimmtán einkaþotur á dag Þá er bent á að Aldin hafi mótmælt umferð einkaþota á flugvellinum með því að hengja upp borða við flughlaðið þar sem flugvélarnar standa. Í tilkynningu samtakanna segir að um flugvöllinn fari á hverjum degi allt að fimmtán einkaþotur og að þær greiði ekkert fyrir hávaðamengun og koltvísýringslosun. Í því samhengi er bent á að hver farþegi í einkaþotu vald tí- til fimmtánfaldri koltvísýringsmengun samanborið við farþega í áætlunarflugi. Þá kemur einnig fram að í júlí í fyrra hafi sautján þúsund farþegar farið um flugvöllinn sem sé fjölgun frá árinu á undan. Þá sé ótalin vaxandi þyrluumferð og annað útsýnisflug um flugvöllinn.
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. 11. september 2024 08:02 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. 11. september 2024 08:02