„Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil“ Lovísa Arnardóttir skrifar 11. september 2024 13:29 Samtökin Aldin hafa mótmælt við flugvöllinn með því að setja upp borða til að vekja athygli á mengun. Mynd/Aldin gegn loftslagsvá Samtökin Landvernd og Aldin gegn loftslagsvá krefjast þess að flugi með einkaþotum og þyrluflugi um Reykjavíkurflugvöll verði settar skorður og fellt undir mengunarbótareglu Ríó-sáttmálans. „Við viljum að stjórnvöld framfylgi loftslagsmarkmiðum í allra þágu og að þeir sem losa mest axli ábyrgð á sinni mengun,“ segir í sameiginlegri tilkynningu frá samtökunum. Þar kemur einnig fram að samtökin lýsi yfir stuðningi við Hljóðmörk, nýstofnuð íbúasamtök gegn hljóðmengandi flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Krafa Hljóðmarka er að óþarfa umferð einkaþota og þyrlna hverfi frá Reykjavíkurflugvelli. Í samtökunum er fólk sem býr í Vesturbæ Reykjavíkur, miðbæ og á Kársnesi. Í sameiginlegri tilkynningu frá Landvernd og Aldin kemur fram að þau vilji, eins og Hljóðmörk, að íbúar fái beina aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun um notkun Reykjavíkurflugvallar í ljósi vaxandi mengunar af flugi. „Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil, hvort heldur hér á landi eða í veröldinni allri, á kostnað andrúmsloftsins, líffræðilegs fjölbreytileika og þar með lífsskilyrða núlifandi og komandi kynslóða,“ segir í tilkynningunni. Fimmtán einkaþotur á dag Þá er bent á að Aldin hafi mótmælt umferð einkaþota á flugvellinum með því að hengja upp borða við flughlaðið þar sem flugvélarnar standa. Í tilkynningu samtakanna segir að um flugvöllinn fari á hverjum degi allt að fimmtán einkaþotur og að þær greiði ekkert fyrir hávaðamengun og koltvísýringslosun. Í því samhengi er bent á að hver farþegi í einkaþotu vald tí- til fimmtánfaldri koltvísýringsmengun samanborið við farþega í áætlunarflugi. Þá kemur einnig fram að í júlí í fyrra hafi sautján þúsund farþegar farið um flugvöllinn sem sé fjölgun frá árinu á undan. Þá sé ótalin vaxandi þyrluumferð og annað útsýnisflug um flugvöllinn. Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. 11. september 2024 08:02 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
„Við viljum að stjórnvöld framfylgi loftslagsmarkmiðum í allra þágu og að þeir sem losa mest axli ábyrgð á sinni mengun,“ segir í sameiginlegri tilkynningu frá samtökunum. Þar kemur einnig fram að samtökin lýsi yfir stuðningi við Hljóðmörk, nýstofnuð íbúasamtök gegn hljóðmengandi flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Krafa Hljóðmarka er að óþarfa umferð einkaþota og þyrlna hverfi frá Reykjavíkurflugvelli. Í samtökunum er fólk sem býr í Vesturbæ Reykjavíkur, miðbæ og á Kársnesi. Í sameiginlegri tilkynningu frá Landvernd og Aldin kemur fram að þau vilji, eins og Hljóðmörk, að íbúar fái beina aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun um notkun Reykjavíkurflugvallar í ljósi vaxandi mengunar af flugi. „Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil, hvort heldur hér á landi eða í veröldinni allri, á kostnað andrúmsloftsins, líffræðilegs fjölbreytileika og þar með lífsskilyrða núlifandi og komandi kynslóða,“ segir í tilkynningunni. Fimmtán einkaþotur á dag Þá er bent á að Aldin hafi mótmælt umferð einkaþota á flugvellinum með því að hengja upp borða við flughlaðið þar sem flugvélarnar standa. Í tilkynningu samtakanna segir að um flugvöllinn fari á hverjum degi allt að fimmtán einkaþotur og að þær greiði ekkert fyrir hávaðamengun og koltvísýringslosun. Í því samhengi er bent á að hver farþegi í einkaþotu vald tí- til fimmtánfaldri koltvísýringsmengun samanborið við farþega í áætlunarflugi. Þá kemur einnig fram að í júlí í fyrra hafi sautján þúsund farþegar farið um flugvöllinn sem sé fjölgun frá árinu á undan. Þá sé ótalin vaxandi þyrluumferð og annað útsýnisflug um flugvöllinn.
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. 11. september 2024 08:02 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. 11. september 2024 08:02