„Á meðan ég er ætlum við að vera ódýrust“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2024 12:33 Gréta María Grétarsdóttir er framkvæmdastjóri Prís. Framkvæmdastjóri matvöruverslunarinnar Prís segist sannfærð um tækifæri til að lækka matvöruverð hér á landi. Sindri Sindrason kíkti í kaffi til körfuboltakempunnar sem lofar lægsta verðinu meðan hún ráði þar ríkjum. „Ég elst að mestu leyti upp á Flateyri, en mamma mín er úr Reykjavík og hún er alinn upp hérna í Vesturbænum. Reykjavík kallaði alltaf á hana aftur og við vorum stundum svona á milli staða. En svo þegar ég varð ellefu ára þá eignast mamma tvíbura og hún var svona frekar „gömul“ þá en samt bara 39 ára,“ segir Gréta og hlær. „Á Flateyri var enginn læknir, heldur bara hjúkrunarfræðingur og þannig að við flytjum í bæinn þegar hún eignast tvíburana 1991 og þá flytjum við í Seljahverfið,“ segir Greta sem fór mikið í körfuboltann í Breiðholtinu og er það enn stór hluti af hennar lífi. „Ég var mjög góð, þó ég sé ekkert að monta mig. Ég var mjög efnileg og var alltaf að þjálfa með,“ segir Gréta sem þjálfar enn í dag körfubolta. Aftur í bransann Gréta útskrifaðist úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og lærði véla- og iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands. „Eftir það fer ég í bankageirann og er inni í þeim geira til ársins 2016,“ segir Gréta sem varð meðal annars fjármálastjóri Festi, en hætti þar árið 2020. Leið Grétu lá til sjávarútvegsfyrirtækisins Brims og síðan í ferðaþjónustuna með Arctic Adventures. Þá kom kallið að snúa aftur í matvörubransann og ganga til liðs við Prís. Verslunin opnaði dyr sínar þann 16. ágúst en verslunin er í rekstri Heimkaupa sem tilheyra Skel. „Samkeppni er af hinu góða og þegar þú ert á markaði þar sem fáir eru þá lendir þetta bara í stöðu sem öllum finnst þægileg. Svo kemur inn nýr aðili og við værum ekkert að koma inn nema við teldum að það væri svigrúm til að bjóða lægsta verðið. Við höfum séð hvernig markaðurinn hefur þróast undanfarin ár og sjáum að núna er tækifæri til að sveigja sér þarna undir. Þar ætlum við að staðsetja okkur. Á meðan ég er ætlum við að vera ódýrust á markaði.“ Sindri kíkti í morgunkaffi til Grétu á fallegt heimili hennar og fjölskyldunnar og má sjá innslagið hér að neðan. Ísland í dag Matvöruverslun Verslun Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
„Ég elst að mestu leyti upp á Flateyri, en mamma mín er úr Reykjavík og hún er alinn upp hérna í Vesturbænum. Reykjavík kallaði alltaf á hana aftur og við vorum stundum svona á milli staða. En svo þegar ég varð ellefu ára þá eignast mamma tvíbura og hún var svona frekar „gömul“ þá en samt bara 39 ára,“ segir Gréta og hlær. „Á Flateyri var enginn læknir, heldur bara hjúkrunarfræðingur og þannig að við flytjum í bæinn þegar hún eignast tvíburana 1991 og þá flytjum við í Seljahverfið,“ segir Greta sem fór mikið í körfuboltann í Breiðholtinu og er það enn stór hluti af hennar lífi. „Ég var mjög góð, þó ég sé ekkert að monta mig. Ég var mjög efnileg og var alltaf að þjálfa með,“ segir Gréta sem þjálfar enn í dag körfubolta. Aftur í bransann Gréta útskrifaðist úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og lærði véla- og iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands. „Eftir það fer ég í bankageirann og er inni í þeim geira til ársins 2016,“ segir Gréta sem varð meðal annars fjármálastjóri Festi, en hætti þar árið 2020. Leið Grétu lá til sjávarútvegsfyrirtækisins Brims og síðan í ferðaþjónustuna með Arctic Adventures. Þá kom kallið að snúa aftur í matvörubransann og ganga til liðs við Prís. Verslunin opnaði dyr sínar þann 16. ágúst en verslunin er í rekstri Heimkaupa sem tilheyra Skel. „Samkeppni er af hinu góða og þegar þú ert á markaði þar sem fáir eru þá lendir þetta bara í stöðu sem öllum finnst þægileg. Svo kemur inn nýr aðili og við værum ekkert að koma inn nema við teldum að það væri svigrúm til að bjóða lægsta verðið. Við höfum séð hvernig markaðurinn hefur þróast undanfarin ár og sjáum að núna er tækifæri til að sveigja sér þarna undir. Þar ætlum við að staðsetja okkur. Á meðan ég er ætlum við að vera ódýrust á markaði.“ Sindri kíkti í morgunkaffi til Grétu á fallegt heimili hennar og fjölskyldunnar og má sjá innslagið hér að neðan.
Ísland í dag Matvöruverslun Verslun Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira