Bein útsending: Krefjast aðgerða fyrir heimilin strax Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2024 15:35 Skilaboð þessa mótmælenda eru skýr. Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boða til mótmæla á Austurvelli klukkan 16. Á sama tíma hefst fyrsti þingfundur vetrarins. Streymt verður frá mótmælunum á Vísi. „Sýnum samstöðu og krefjumst aðgerða fyrir heimilin! Mótmælum á Austurvelli 10. september, kl. 16:00,“ segir í tilkynningu vegna mótmælanna. Dagskrá hefst kl. 16:30 Ræðufólk: Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis KK mætir og tekur nokkur lög. Andrea Jónsdóttir þeytir skífum. Fundarstjórn: Ragnar Þór Ingólfsson, varaforseti ASÍ „Þrálát verðbólga og háir vextir hafa haft alvarlegar afleiðingar á fjölda heimila landsins vegna síhækkandi verðs á nauðsynjavörum og húsnæðiskostnaðar. Ástandið bitnar verst á þeim sem minnst hafa á milli handanna og rannsóknir sýna að fólk ber ekki von til að ástandið lagist í bráð.“ Ragnar Þór Ingólfsson fundarstjóri og Andrea Jónsdóttir plötusnúður.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að þetta hafi verið brýnasta viðfangsefni stjórnvalda síðustu ár hafi þau með athafnaleysi sínu neitað að axla ábyrgð á efnahagsástandinu og eftirlátið Seðlabankanum algerlega hagstjórnina. Að neðan má sjá beina útsendingu frá Alþingi. „Skattalækkunum og óvæntum meiriháttar útgjöldum hefur ekki verið mætt með tekjuöflun, eftirlit með markaðsöflum er í skötulíki á meðan fákeppni ýtir undir hærra verðlag. Fögrum áformum um uppbyggingu húsnæðis hefur ekki verið fylgt eftir. Allt ýtir þetta undir verðbólguna og afleiðingarnar eru hátt vaxtastig langt umfram það sem heimilin og fyrirtækin geta borið.“ Svona var staðan á Austurvelli rétt fyrir klukkan 16:30.Vísir/Vilhelm Nú mótmæli vinnandi stéttir skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart hárri verðbólgu og vöxtum. „Við sættum okkur ekki við aðgerðaleysið - stjórnvöld verða að sýna samstöðu með heimilum í landinu í verki! Strax!“ Palestínumenn eru meðal þeirra sem mótmæla.Vísir/Vilhelm Fólk er nokkuð vel búið enda kalt í höfuðborginni í dag.Vísir/Vilhelm Alþingi Kjaramál Félagsmál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
„Sýnum samstöðu og krefjumst aðgerða fyrir heimilin! Mótmælum á Austurvelli 10. september, kl. 16:00,“ segir í tilkynningu vegna mótmælanna. Dagskrá hefst kl. 16:30 Ræðufólk: Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis KK mætir og tekur nokkur lög. Andrea Jónsdóttir þeytir skífum. Fundarstjórn: Ragnar Þór Ingólfsson, varaforseti ASÍ „Þrálát verðbólga og háir vextir hafa haft alvarlegar afleiðingar á fjölda heimila landsins vegna síhækkandi verðs á nauðsynjavörum og húsnæðiskostnaðar. Ástandið bitnar verst á þeim sem minnst hafa á milli handanna og rannsóknir sýna að fólk ber ekki von til að ástandið lagist í bráð.“ Ragnar Þór Ingólfsson fundarstjóri og Andrea Jónsdóttir plötusnúður.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að þetta hafi verið brýnasta viðfangsefni stjórnvalda síðustu ár hafi þau með athafnaleysi sínu neitað að axla ábyrgð á efnahagsástandinu og eftirlátið Seðlabankanum algerlega hagstjórnina. Að neðan má sjá beina útsendingu frá Alþingi. „Skattalækkunum og óvæntum meiriháttar útgjöldum hefur ekki verið mætt með tekjuöflun, eftirlit með markaðsöflum er í skötulíki á meðan fákeppni ýtir undir hærra verðlag. Fögrum áformum um uppbyggingu húsnæðis hefur ekki verið fylgt eftir. Allt ýtir þetta undir verðbólguna og afleiðingarnar eru hátt vaxtastig langt umfram það sem heimilin og fyrirtækin geta borið.“ Svona var staðan á Austurvelli rétt fyrir klukkan 16:30.Vísir/Vilhelm Nú mótmæli vinnandi stéttir skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart hárri verðbólgu og vöxtum. „Við sættum okkur ekki við aðgerðaleysið - stjórnvöld verða að sýna samstöðu með heimilum í landinu í verki! Strax!“ Palestínumenn eru meðal þeirra sem mótmæla.Vísir/Vilhelm Fólk er nokkuð vel búið enda kalt í höfuðborginni í dag.Vísir/Vilhelm
Alþingi Kjaramál Félagsmál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira