Ríkisstjórn í megrun en borðar jafn mikið og hreyfir sig ekkert Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. september 2024 12:08 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýna fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin axlar enga ábyrgð á verðbólgunni að mati formanns flokks Fólksins sem gefur nýju fjárlagafrumvarpi falleinkunn. Þingmaður Viðreisnar segir ráðherra í engum takti við raunveruleikann. „Skilaboð ráðherra og ríkisstjórnar eru að þetta sé allt saman að koma þegar við vitum öll að verðbólga og vextir eru stóra viðfangsefnið. Það er ekki fyrr en haustið 2026 sem er verið að tala um að það eigi að ná einhverjum markmiðum. Þá verðum við að horfa á áttatíu mánaða samfellt verðbólgutímabil,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sem segist hafa hlýtt nokkuð undrandi á kynningu ráðherra í morgun. Ekki nærri landi Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir 4,1 prósenta útgjaldavexti á næsta ári, sem er minni útgjaldaaukning en á síðustu árum. Þorbjörg segir það ekki duga til. „Þetta er eins og að fara í megrun en ætla hvorki að innbyrða færri kaloríur né hreyfa sig meira og segja að árangurinn geti náðst fram. Það er ekki verið að gera það sem þarf að gera, sem er að horfa á reksturinn og skoða hvað sé hægt að kæla. Draga úr útgjöldum til að hjálpa Seðlabankanum að ná niður verðbólgunni til þess að vextir geti lækkað,“ segir Þorbjörg. „Það vantar aðhald og þetta eru ekki markviss skref. Ríkisstjórnin er í raun að setja sér það markmið að fitna aðeins hægar og er ekki í neinni stöðu til að segja við heimili og fyrirtæki að við séum að komast að landi. Það bara einfaldlega er ekki rétt.“ Inga Sæland, formaður Flokksins, er einnig gagnrýnin á fjárlagafrumvarpið og telur það einkennast af ákvarðanafælni. „Yfirskriftin á þeim má segja að sé „þetta reddast allt“ og svo á bara að treysta á guð og lukkuna um að verðbólgan og vaxtaokrið fari niður af sjálfu sér,“ segir Inga. Hún gerir athugasemd við útgjaldavöxt og gagnrýnir forgangsröðun. „Það er ekkert í sambandi við öryggi í húsnæðismálum né heldur verið að taka utan um þá sem þurfa aðstoð að halda. Það er verið að rétta bönkunum áfram heimili landsmanna sem eru skuldug og skuldug lítil og meðalstór fyrirtæki. Það á bara að setja þetta allt í græðgiskjaft bankanna,“ segir Inga ómyrk í máli. „Þau ætla ekki að taka neina ábyrgð heldur bara leyfa seðlabankastjóra að halda áfram með sinn hamar, þar sem öll hans viðfangsefni og allir naglar eru stýrivextir. Þannig að því miður, ég gef þeim algjöra falleinkunn,“ segir Inga Sæland. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Hamraborgarræningi grunaður um hraðbankastuld Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
„Skilaboð ráðherra og ríkisstjórnar eru að þetta sé allt saman að koma þegar við vitum öll að verðbólga og vextir eru stóra viðfangsefnið. Það er ekki fyrr en haustið 2026 sem er verið að tala um að það eigi að ná einhverjum markmiðum. Þá verðum við að horfa á áttatíu mánaða samfellt verðbólgutímabil,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sem segist hafa hlýtt nokkuð undrandi á kynningu ráðherra í morgun. Ekki nærri landi Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir 4,1 prósenta útgjaldavexti á næsta ári, sem er minni útgjaldaaukning en á síðustu árum. Þorbjörg segir það ekki duga til. „Þetta er eins og að fara í megrun en ætla hvorki að innbyrða færri kaloríur né hreyfa sig meira og segja að árangurinn geti náðst fram. Það er ekki verið að gera það sem þarf að gera, sem er að horfa á reksturinn og skoða hvað sé hægt að kæla. Draga úr útgjöldum til að hjálpa Seðlabankanum að ná niður verðbólgunni til þess að vextir geti lækkað,“ segir Þorbjörg. „Það vantar aðhald og þetta eru ekki markviss skref. Ríkisstjórnin er í raun að setja sér það markmið að fitna aðeins hægar og er ekki í neinni stöðu til að segja við heimili og fyrirtæki að við séum að komast að landi. Það bara einfaldlega er ekki rétt.“ Inga Sæland, formaður Flokksins, er einnig gagnrýnin á fjárlagafrumvarpið og telur það einkennast af ákvarðanafælni. „Yfirskriftin á þeim má segja að sé „þetta reddast allt“ og svo á bara að treysta á guð og lukkuna um að verðbólgan og vaxtaokrið fari niður af sjálfu sér,“ segir Inga. Hún gerir athugasemd við útgjaldavöxt og gagnrýnir forgangsröðun. „Það er ekkert í sambandi við öryggi í húsnæðismálum né heldur verið að taka utan um þá sem þurfa aðstoð að halda. Það er verið að rétta bönkunum áfram heimili landsmanna sem eru skuldug og skuldug lítil og meðalstór fyrirtæki. Það á bara að setja þetta allt í græðgiskjaft bankanna,“ segir Inga ómyrk í máli. „Þau ætla ekki að taka neina ábyrgð heldur bara leyfa seðlabankastjóra að halda áfram með sinn hamar, þar sem öll hans viðfangsefni og allir naglar eru stýrivextir. Þannig að því miður, ég gef þeim algjöra falleinkunn,“ segir Inga Sæland.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Hamraborgarræningi grunaður um hraðbankastuld Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira