Ríkisstjórn í megrun en borðar jafn mikið og hreyfir sig ekkert Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. september 2024 12:08 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýna fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin axlar enga ábyrgð á verðbólgunni að mati formanns flokks Fólksins sem gefur nýju fjárlagafrumvarpi falleinkunn. Þingmaður Viðreisnar segir ráðherra í engum takti við raunveruleikann. „Skilaboð ráðherra og ríkisstjórnar eru að þetta sé allt saman að koma þegar við vitum öll að verðbólga og vextir eru stóra viðfangsefnið. Það er ekki fyrr en haustið 2026 sem er verið að tala um að það eigi að ná einhverjum markmiðum. Þá verðum við að horfa á áttatíu mánaða samfellt verðbólgutímabil,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sem segist hafa hlýtt nokkuð undrandi á kynningu ráðherra í morgun. Ekki nærri landi Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir 4,1 prósenta útgjaldavexti á næsta ári, sem er minni útgjaldaaukning en á síðustu árum. Þorbjörg segir það ekki duga til. „Þetta er eins og að fara í megrun en ætla hvorki að innbyrða færri kaloríur né hreyfa sig meira og segja að árangurinn geti náðst fram. Það er ekki verið að gera það sem þarf að gera, sem er að horfa á reksturinn og skoða hvað sé hægt að kæla. Draga úr útgjöldum til að hjálpa Seðlabankanum að ná niður verðbólgunni til þess að vextir geti lækkað,“ segir Þorbjörg. „Það vantar aðhald og þetta eru ekki markviss skref. Ríkisstjórnin er í raun að setja sér það markmið að fitna aðeins hægar og er ekki í neinni stöðu til að segja við heimili og fyrirtæki að við séum að komast að landi. Það bara einfaldlega er ekki rétt.“ Inga Sæland, formaður Flokksins, er einnig gagnrýnin á fjárlagafrumvarpið og telur það einkennast af ákvarðanafælni. „Yfirskriftin á þeim má segja að sé „þetta reddast allt“ og svo á bara að treysta á guð og lukkuna um að verðbólgan og vaxtaokrið fari niður af sjálfu sér,“ segir Inga. Hún gerir athugasemd við útgjaldavöxt og gagnrýnir forgangsröðun. „Það er ekkert í sambandi við öryggi í húsnæðismálum né heldur verið að taka utan um þá sem þurfa aðstoð að halda. Það er verið að rétta bönkunum áfram heimili landsmanna sem eru skuldug og skuldug lítil og meðalstór fyrirtæki. Það á bara að setja þetta allt í græðgiskjaft bankanna,“ segir Inga ómyrk í máli. „Þau ætla ekki að taka neina ábyrgð heldur bara leyfa seðlabankastjóra að halda áfram með sinn hamar, þar sem öll hans viðfangsefni og allir naglar eru stýrivextir. Þannig að því miður, ég gef þeim algjöra falleinkunn,“ segir Inga Sæland. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
„Skilaboð ráðherra og ríkisstjórnar eru að þetta sé allt saman að koma þegar við vitum öll að verðbólga og vextir eru stóra viðfangsefnið. Það er ekki fyrr en haustið 2026 sem er verið að tala um að það eigi að ná einhverjum markmiðum. Þá verðum við að horfa á áttatíu mánaða samfellt verðbólgutímabil,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sem segist hafa hlýtt nokkuð undrandi á kynningu ráðherra í morgun. Ekki nærri landi Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir 4,1 prósenta útgjaldavexti á næsta ári, sem er minni útgjaldaaukning en á síðustu árum. Þorbjörg segir það ekki duga til. „Þetta er eins og að fara í megrun en ætla hvorki að innbyrða færri kaloríur né hreyfa sig meira og segja að árangurinn geti náðst fram. Það er ekki verið að gera það sem þarf að gera, sem er að horfa á reksturinn og skoða hvað sé hægt að kæla. Draga úr útgjöldum til að hjálpa Seðlabankanum að ná niður verðbólgunni til þess að vextir geti lækkað,“ segir Þorbjörg. „Það vantar aðhald og þetta eru ekki markviss skref. Ríkisstjórnin er í raun að setja sér það markmið að fitna aðeins hægar og er ekki í neinni stöðu til að segja við heimili og fyrirtæki að við séum að komast að landi. Það bara einfaldlega er ekki rétt.“ Inga Sæland, formaður Flokksins, er einnig gagnrýnin á fjárlagafrumvarpið og telur það einkennast af ákvarðanafælni. „Yfirskriftin á þeim má segja að sé „þetta reddast allt“ og svo á bara að treysta á guð og lukkuna um að verðbólgan og vaxtaokrið fari niður af sjálfu sér,“ segir Inga. Hún gerir athugasemd við útgjaldavöxt og gagnrýnir forgangsröðun. „Það er ekkert í sambandi við öryggi í húsnæðismálum né heldur verið að taka utan um þá sem þurfa aðstoð að halda. Það er verið að rétta bönkunum áfram heimili landsmanna sem eru skuldug og skuldug lítil og meðalstór fyrirtæki. Það á bara að setja þetta allt í græðgiskjaft bankanna,“ segir Inga ómyrk í máli. „Þau ætla ekki að taka neina ábyrgð heldur bara leyfa seðlabankastjóra að halda áfram með sinn hamar, þar sem öll hans viðfangsefni og allir naglar eru stýrivextir. Þannig að því miður, ég gef þeim algjöra falleinkunn,“ segir Inga Sæland.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira