Tveir af þremur sem voru handteknir eru undir 18 ára.
Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar.
Þar segir einnig að mál sé í rannsókn þar sem nokkrir eru grunaðir í tengslum við hótanir og skemmdarverk. Þá var einn handtekinn í tengslum við húsbrot og annar eftirlýstur vegna ráns og líkamsárásar.
Lögregla vísaði einnig „góðkunningjum“ úr stigagangi þar sem þeir höfðu hreiðrað um sig og hafði afskipti af tveimur öðrum en annar var óvelkomin á öldurhúsi og hin með járnstöng og meint þýfi.
Þessu til viðbótar voru afskipti höfð af ungmennum sem voru staðin að þjófnaði í matvöruverslun og nokkrir stöðvaðir í umferðinni.