Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 07:42 Camilla Herrem og Þórir Hergeirsson hafa unnið fimmtán verðlaun saman á stórmótum með norska kvennalandsliðinu í handbolta. Getty/Igor Soban/Maja Hitij Norska handboltakonan Camilla Herrem þekkir það betur en flestir að spila undir stjórn Þóris Hergeirssonar með norska handboltalandsliðinu og hún hrósar íslenska þjálfaranum mikið. Þórir tilkynnti í gær að hann ætli að hætta með norska landsliðið eftir Evrópumótið í desember. Hann hefur þjálfað liðið í fimmtán ár og var þar á undan aðstoðarþjálfari liðsins í mörg ár. Herrem tók þátt bæði í fyrsta titli liðsins undir Þóris (EM 2010) og síðasta titlinum (ÓL í París 2014). Hún hefur alls verið með í fimmtán af sextán verðlaunaliðum norska handboltalandsiðsins undir stjórn Þóris. Vissi ekki hver ákvörðun hans var Herrem vissi ekki um ákvörðun hans fyrir fram og var mikið niðri fyrir þegar hún frétti af ákvörðun Selfyssingsins. Það þarf sérstakan þjálfara til að vinna svo lengi með sama lið og ná á sama tíma svo stöðugum árangri. Það er líka ljóst á viðtali við Herrem að það er persónan Þórir sem á risastóran þátt í árangrinum. Þórir er auðvitað frábær handboltaþjálfari sem gjörþekkir íþróttina. Hann er líka gríðarlega sterkur í samskiptum við leikmenn. Hann setur kröfur á leikmenn sína en þær geta um leið alltaf leitað til hans. Þórir Hergeirsson fylgist hér með norska liðinu á Ólympíuleikunum í París.Getty/Steph Chambers Ekki auðvelt fylla í hans skó „Hann hefur gert ótrúlega góða hluti fyrir handboltann og landsliðið. Hann er stór maður og það verður ekki auðvelt fylla í hans skó,“ sagði Camilla Herrem í viðtali við Verdens Gang. Hún spurð hvað væri það besta við Þóri? „Hans leiðtogahæfileikar og hans persónuleiki. Hann er svo ótrúlega góð manneskja. Það er gott að tala við hann og þér líður eins og þú getir sagt honum allt. Ég get ekki sagt það sama með marga þjálfara, sagði Herrem. „Það er mikið traust í gangi og þú getur verið opinská og hreinskilin. Hann er mjög vingjarnlegur maður og ótrúlega góður leiðtogi, sagði Herrem. Hrikalega sorglegt Kom það henni á óvart að Þórir hafi ákveðið að hætta? „Bæði og. Ég veit að hann hugsaði mikið um þetta. Eins og hann sagði þá komst hann að þessari niðurstöðu eftir að rykið settist eftir Ólympíuleikana, sagði Herrem. „Það er enginn landsliðsþjálfari sem hefur verið í starfi sínu frá 2009. Hvað þá að ná þessum árangri á þessum tíma. Ég fékk hnút í magann þegar ég frétti þetta. Þetta er hrikalega sorglegt, sagði Herrem. Getty/Sanjin Strukic Norski handboltinn EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Fleiri fréttir Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Sjá meira
Þórir tilkynnti í gær að hann ætli að hætta með norska landsliðið eftir Evrópumótið í desember. Hann hefur þjálfað liðið í fimmtán ár og var þar á undan aðstoðarþjálfari liðsins í mörg ár. Herrem tók þátt bæði í fyrsta titli liðsins undir Þóris (EM 2010) og síðasta titlinum (ÓL í París 2014). Hún hefur alls verið með í fimmtán af sextán verðlaunaliðum norska handboltalandsiðsins undir stjórn Þóris. Vissi ekki hver ákvörðun hans var Herrem vissi ekki um ákvörðun hans fyrir fram og var mikið niðri fyrir þegar hún frétti af ákvörðun Selfyssingsins. Það þarf sérstakan þjálfara til að vinna svo lengi með sama lið og ná á sama tíma svo stöðugum árangri. Það er líka ljóst á viðtali við Herrem að það er persónan Þórir sem á risastóran þátt í árangrinum. Þórir er auðvitað frábær handboltaþjálfari sem gjörþekkir íþróttina. Hann er líka gríðarlega sterkur í samskiptum við leikmenn. Hann setur kröfur á leikmenn sína en þær geta um leið alltaf leitað til hans. Þórir Hergeirsson fylgist hér með norska liðinu á Ólympíuleikunum í París.Getty/Steph Chambers Ekki auðvelt fylla í hans skó „Hann hefur gert ótrúlega góða hluti fyrir handboltann og landsliðið. Hann er stór maður og það verður ekki auðvelt fylla í hans skó,“ sagði Camilla Herrem í viðtali við Verdens Gang. Hún spurð hvað væri það besta við Þóri? „Hans leiðtogahæfileikar og hans persónuleiki. Hann er svo ótrúlega góð manneskja. Það er gott að tala við hann og þér líður eins og þú getir sagt honum allt. Ég get ekki sagt það sama með marga þjálfara, sagði Herrem. „Það er mikið traust í gangi og þú getur verið opinská og hreinskilin. Hann er mjög vingjarnlegur maður og ótrúlega góður leiðtogi, sagði Herrem. Hrikalega sorglegt Kom það henni á óvart að Þórir hafi ákveðið að hætta? „Bæði og. Ég veit að hann hugsaði mikið um þetta. Eins og hann sagði þá komst hann að þessari niðurstöðu eftir að rykið settist eftir Ólympíuleikana, sagði Herrem. „Það er enginn landsliðsþjálfari sem hefur verið í starfi sínu frá 2009. Hvað þá að ná þessum árangri á þessum tíma. Ég fékk hnút í magann þegar ég frétti þetta. Þetta er hrikalega sorglegt, sagði Herrem. Getty/Sanjin Strukic
Norski handboltinn EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Fleiri fréttir Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Sjá meira