Söngvarinn og leikarinn greindi frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum X og ítrekaði að aðeins væri um tímabundið mál að ræða. Söngvarinn er þekktastur fyrir lög á borð við Redbone, 3005, Heartbeat og Feels like Summer. Margir kannast einnig við stjörnuna af skjánum en hann gerði garðinn frægan sem Troy Barnes í Community, Simba í The Lion King og Lando Calrissian í Solo: A Star Wars Story.
hey everyone. unfortunately i have to postpone the rest of the north american tour to focus on my physical health for a few weeks. hold onto your tickets. ALL tickets will be honored for the upcoming dates in north america when they are rescheduled. thanks for the privacy.…
— donald (@donaldglover) September 9, 2024
„Ég þarf að fresta tónleikaferðinni til að einbeita mér að líkamlegri heilsu minni í nokkrar vikur. Haldið í miðana ykkar. Allir miðar munu gilda á komandi tónleika í Norður-Ameríku þegar nýjar dagsetningar liggja fyrir.“
Ákvörðunin hefur áhrif á sextán tónleika sem voru fram undan. Hann þakkaði aðdáendum sínum fyrir að virða friðhelgi einkalífs síns og fyrir stuðninginn. „Takk fyrir ástina,“ sagði söngvarinn víðfrægi í lok færslunnar.