Í riðli okkar Íslendinga mætti Wales til Svartfjallalands og byrjaði af gríðarlegum krafti. Eftir aðeins þriggja mínútna leik var staðan orðin 2-0 gestunum í vil. Kieffer Moore skoraði fyrra markið eftir undirbúning Harry Wilson sem skoraði svo sjálfur annað markið eftir undirbúning Neco Williams.
Moore 1' ⚽
— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 9, 2024
Wilson 3'⚽
A rapid start from @Cymru 🔥#NationsLeague pic.twitter.com/BN3uQ7g2Uh
Driton Camaj minnkaði muninn fyrir heimamenn í síðari hálfleik en það dugði ekki til og lokatölur 1-2. Það þýðir að staðan í riðli 4 er þannig að Svartfjallaland er án stiga, Ísland með þrjú stig eftir tap í Tyrklandi í kvöld. Tyrkland og Wales eru svo á toppnum með fjögur stig.
Í riðli 3 var Austurríki í heimsókn hjá Noregi. Heimamönnum hefur gengið illa undanfarið en Felix Myhre kom Norðmönnum yfir snemma leiks en Marcel Sabitzer svaraði fyrir gestina áður en fyrri hálfleik lauk, staðan 1-1 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja.
Markamaskínan Erling Haaland tryggði Noregi nokkuð óvæntan sigur þegar tíu mínútur lifðu leiks, lokatölur 2-1 Noreig í vil. Þá vann Slóvenía sannfærandi sigur á Kasakstan í sama riðli. Staðan var 2-0 í hálfleik eftir tvennu Benjamin Šeško. Hann var svo aftur á ferðinni í síðari hálfleik og fullkomnaði þrennu sína.
Make that ⚽️⚽️⚽️#NationsLeague https://t.co/LagCVjjkxF pic.twitter.com/x9DnwNSKn9
— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 9, 2024
Staðan í riðli 3 er þannig að Noregur og Slóvenía eru með fjögur stig. Á sama tíma eru Austurríki og Kasakstan með eitt stig hvort.