Réttum konunni gjallarhornið Yngvi Sighvatsson skrifar 9. september 2024 07:31 Nýverið birti RÚV viðtal við Sigríði Andersen, fyrrum ráðherra, þó ekki bara fyrrum ráðherra, heldur einn af fáum slíkum sem hefur þurft að svara fyrir misgjörðir í starf og misst stöðu sína í kjölfarið. Fréttastofa RÚV vildi grípa gæsina og hamra á dægurfréttum þessarar viku um stofnun DD-lista og ákvað að fá þennanfyrrum ráðherra til þess að kvabba eitthvað út í loftið, um eitthvað – skipti ekki máli um hvað svo sem, bara eitthvað, ef það tengdist DD. Sigríður ákveður að ráðast á nýju húsaleigulögin. Hún vissi að almenn óánægja ríkti með þau og taldi sig hafa þarna tækifæri; aðrir væru nú búnir að gagnrýna þessi lög. En svo hefur hún upp raust sína og út kemur einhver óráðsía sem ekki bara sýnir algjöra – og þá meina ég algjöra – vanþekkingu á málefninu heldur tækifærismennsku í bland við skort á vitsmunum. Hún byrjar á að kjamma um að í þessum lögum sé nú leigubremsa eða þak, sem er fjarri sannleikanum, og í raun átti sér stað hið gagnstæða. Allt tal um sanngjarna leigu var tekið út og þess í stað leigusölum gert kleift að hækka leiguna á einfaldan máta, í raun dregið enn meira úr veikum réttindum leigjenda. Og áfram heldur hún með möntruna um frelsi til að eiga og græða, alveg eins og við mátti búast, lítið nýtt og nákvæmlega ekkert innsæi í það sem í raun hefur gerst á húsnæðismarkaðnum síðustu tvo áratugi. Húsnæðisverð hefur hækkað þrefalt á við launaþróun á rúmum tveimur áratugum, og við höfum brugðist heilli kynslóð sem kemst ekki að heiman og nær ekki að hefja sína eðlilegu leið í lífinu, að eignast fjölskyldu og byggja framtíð fyrir sig og sína. Það er nefnilega svo að þetta „frelsi“ hennar Sigríðar virðist vera tengt efnahag fólks; ef þú átt pening, þá átt þú skilið frelsi. Ef ekki, þá þarftu bara að borga uppsett verð fyrir að fá að lifa hér á landi. Frelsið hennar Siggu felst líka í því að fyrirtækjaeigendur, áður einn stærsti burðarstólpi Sjálfstæðisflokksins, yfirgefa flokkinn í hrönnum út af þeirri einföldu ástæðu að þeir þurfa að borga laun, sífellt hærri laun, til þess að standa undir sífellt hækkandi húsnæðiskostnaði. Við erum samt bara búin að ná upp í 1/3 af hækkun húsnæðis. Eftir hrun hefur æ stærri hluti húsnæðis farið til fjárfesta, eða í brask. Fyrir 15 árum fóru um 60% af íbúðum sem bættust við markaðinn til fjárfesta; það sem af er þessu ári er talan um 90%. Um aldamót bjó um 90% þjóðarinnar í eigin húsnæði. Í dag er þessi tala komin í 61%, sem er bein afleiðing af „frelsi“ sjálfstæðismanna. Að lokum þá langar mig til að spyrja spurninga. Þegar vara er keypt og kaupandinn þarf ekki að borga hana sjálfur, hefur það áhrif á verðmat þess sem kaupir?“ Og í framhaldinu: „Þegar sú vara er húsnæði og er keypt í beinni verðsamkeppni við fjölda annarra fjárfesta, hvaða áhrif hefur það á verðmyndun húsnæðis í landinu?“ Þessi umræða um frelsi er í raun bara hugmyndafræði sem gengur út á að tryggja frelsi þeirra sem eiga fyrir því. Þeir sem sitja eftir, almenningur, eru látnir borga í gegnum hækkandi leigu og húsnæðiskostnað, á meðan fjárfestar og fyrirtæki stinga upp undir sig arðinum. Það er ekki frelsi fyrir alla – það er frelsi fyrir fámenna yfirstétt sem notar markaðinn til að tryggja eigin gróða. Svo má spyrja: Hvernig á unga fólkið að byggja upp framtíð sína í samfélagi þar sem „frelsið“ þeirra felst í því að borga æ hærri leigu og aldrei eignast sitt eigið heimili? Er það þetta samfélag sem Sjálfstæðismenn hafa í huga þegar þeir tala um frelsi? Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Nýverið birti RÚV viðtal við Sigríði Andersen, fyrrum ráðherra, þó ekki bara fyrrum ráðherra, heldur einn af fáum slíkum sem hefur þurft að svara fyrir misgjörðir í starf og misst stöðu sína í kjölfarið. Fréttastofa RÚV vildi grípa gæsina og hamra á dægurfréttum þessarar viku um stofnun DD-lista og ákvað að fá þennanfyrrum ráðherra til þess að kvabba eitthvað út í loftið, um eitthvað – skipti ekki máli um hvað svo sem, bara eitthvað, ef það tengdist DD. Sigríður ákveður að ráðast á nýju húsaleigulögin. Hún vissi að almenn óánægja ríkti með þau og taldi sig hafa þarna tækifæri; aðrir væru nú búnir að gagnrýna þessi lög. En svo hefur hún upp raust sína og út kemur einhver óráðsía sem ekki bara sýnir algjöra – og þá meina ég algjöra – vanþekkingu á málefninu heldur tækifærismennsku í bland við skort á vitsmunum. Hún byrjar á að kjamma um að í þessum lögum sé nú leigubremsa eða þak, sem er fjarri sannleikanum, og í raun átti sér stað hið gagnstæða. Allt tal um sanngjarna leigu var tekið út og þess í stað leigusölum gert kleift að hækka leiguna á einfaldan máta, í raun dregið enn meira úr veikum réttindum leigjenda. Og áfram heldur hún með möntruna um frelsi til að eiga og græða, alveg eins og við mátti búast, lítið nýtt og nákvæmlega ekkert innsæi í það sem í raun hefur gerst á húsnæðismarkaðnum síðustu tvo áratugi. Húsnæðisverð hefur hækkað þrefalt á við launaþróun á rúmum tveimur áratugum, og við höfum brugðist heilli kynslóð sem kemst ekki að heiman og nær ekki að hefja sína eðlilegu leið í lífinu, að eignast fjölskyldu og byggja framtíð fyrir sig og sína. Það er nefnilega svo að þetta „frelsi“ hennar Sigríðar virðist vera tengt efnahag fólks; ef þú átt pening, þá átt þú skilið frelsi. Ef ekki, þá þarftu bara að borga uppsett verð fyrir að fá að lifa hér á landi. Frelsið hennar Siggu felst líka í því að fyrirtækjaeigendur, áður einn stærsti burðarstólpi Sjálfstæðisflokksins, yfirgefa flokkinn í hrönnum út af þeirri einföldu ástæðu að þeir þurfa að borga laun, sífellt hærri laun, til þess að standa undir sífellt hækkandi húsnæðiskostnaði. Við erum samt bara búin að ná upp í 1/3 af hækkun húsnæðis. Eftir hrun hefur æ stærri hluti húsnæðis farið til fjárfesta, eða í brask. Fyrir 15 árum fóru um 60% af íbúðum sem bættust við markaðinn til fjárfesta; það sem af er þessu ári er talan um 90%. Um aldamót bjó um 90% þjóðarinnar í eigin húsnæði. Í dag er þessi tala komin í 61%, sem er bein afleiðing af „frelsi“ sjálfstæðismanna. Að lokum þá langar mig til að spyrja spurninga. Þegar vara er keypt og kaupandinn þarf ekki að borga hana sjálfur, hefur það áhrif á verðmat þess sem kaupir?“ Og í framhaldinu: „Þegar sú vara er húsnæði og er keypt í beinni verðsamkeppni við fjölda annarra fjárfesta, hvaða áhrif hefur það á verðmyndun húsnæðis í landinu?“ Þessi umræða um frelsi er í raun bara hugmyndafræði sem gengur út á að tryggja frelsi þeirra sem eiga fyrir því. Þeir sem sitja eftir, almenningur, eru látnir borga í gegnum hækkandi leigu og húsnæðiskostnað, á meðan fjárfestar og fyrirtæki stinga upp undir sig arðinum. Það er ekki frelsi fyrir alla – það er frelsi fyrir fámenna yfirstétt sem notar markaðinn til að tryggja eigin gróða. Svo má spyrja: Hvernig á unga fólkið að byggja upp framtíð sína í samfélagi þar sem „frelsið“ þeirra felst í því að borga æ hærri leigu og aldrei eignast sitt eigið heimili? Er það þetta samfélag sem Sjálfstæðismenn hafa í huga þegar þeir tala um frelsi? Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar