Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa 9. september 2024 09:01 Einstæð móðir á örorkubótum hefur með harðfylgi og útsjónarsemi náð að eignast og halda íbúð. Hún festi vexti fyrir nokkrum árum og hefur greitt 120.000 krónur á mánuði af lánunum. En svo „féll snjóhengjan“, vextirnir losnuðu og núna á hún að greiða 270.000 krónur í hverjum mánuði. Það er ljóst að hún stendur ekki undir því. Að auki er ekki einu sinni víst að hún fái greiðslumat til þess að skuldbreyta yfir í verðtryggt lán því afborgun á því til 25 ára er orðin 155.000 krónur, sem samsvarar 6% vöxtum á óverðtryggðu láni. Henni standa því fáir kostir til boða og engir þeirra góðir. Hvernig er þetta ekki glæpsamlegt ofbeldi? Hvernig getur ríkisstjórn með snefil af sómakennd, látið svona áhlaup á heimilin í þágu bankanna, líðast á sinni vakt? Hvernig getur fólk sem engin hefur kjörið en vinnur í Seðlabankanum, komið svona fram við fólkið í landinu? Þessi kona er bara ein af tugþúsundum. Það er fyrir fólk eins og hana sem við höfum barist af öllum okkar mætti undanfarin tvö ár. Svo er það fólkið sem hefur horft á afborganir lánsins hækka úr 230.000 krónum í 475.000 krónur, eða um meira en 100% frá því í apríl 2022. Þetta lán er hjá lífeyrissjóði þar sem fastir vextir voru ekki í boði, þannig að þau voru ekki hluti af „snjóhengjunni“ heldur þeim 30% sem hafa borið þessar byrðar allan tímann síðan þessi geðveiki hófst. Þau eru bara eitt annað lítið dæmi. Í stað þess að greiða 2,8 milljónir á ári, hafa þau greitt 5,7 milljónir á ári. Mismunurinn er 2,9 milljónir á einu ári. Við berjumst fyrir þau. Svo er það fólkið á leigumarkaði sem er varnarlaust gagnvart hækkunum stóru leigufélaganna sem hafa nýtt sér vaxtahækkanir Seðlabankans út í ystu æsar, til að hækka þegar svimandi háa leigu. Við berjumst fyrir þau. Vaxtahækkanirnar hafa farið illa með alla, nema kannski þau sem minnst skulda og mest eiga. Tugþúsundir standa ekki lengur undir húsnæðiskostnaði sem er kominn langt út fyrir öll skynsamleg viðmið. Ef við ætlum að breyta einhverju verðum við að standa saman og MÆTA á Austurvöll klukkan 16 á þingsetningardegi. Fyrir okkur sjálf, framtíðina og börnin okkar. Það á aldrei að líða ofbeldi Við getum kallað vaxtahækkanir Seðlabankans ofbeldi eða glæp. Vaxtahækkanir sem tæki til að hamla verðbólgu, eru löngu gengnar sér til húðar og farnar að snúast upp í andhverfu sína og það hefur ENGINN, hvort sem hann er ráðherra eða Seðlabankastjóri, rétt til að níðast með þessum hætti á heimilum landsins. Samkvæmt lögum á Seðlabankinn að stuðla að verðstöðugleika. Það er ekki hlutverk hans að tryggja fjármagnseigendum jákvæða raunvexti. Hann hefur hins vegar snúið þessu við, verðstöðugleiki er enginn en fjármagnseigendur eru að fá jákvæða raunvexti enda hefur ítrekað mátt skilja á máli Seðlabankastjóra að samúð hans liggi hjá þeim. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa hugmynd um þetta og líta þannig á Seðlabankinn hafi alræðisvald yfir afkomu bæði heimila og fyrirtækja. Hún hefur þannig algjörlega brugðist heimilum landsins með undirlægjuhætti sínum gagnvart honum. Afleiðingar hinna svokölluðu „aðgerða gegn verðbólgunni“ eru hræðilegar eins og dæmin hér fyrir ofan vitna um, og þannig aðgerðir geta aldrei verið réttlætanlegar, alveg sama hversu göfugan búning reynt er að klæða þær í. Þetta er einfaldlega glæpsamlegt ofbeldi sem verið er beita heimili landsins. Það væri eins hægt að beina að þeim byssu og segja „peningana eða lífið“. Ríkisstjórnin hefur stutt þetta ofbeldi með því að standa aðgerðarlaus hjá á meðan Seðlabankinn afhentir bönkunum stórvirk vopn til að ræna heimilin. Áhrifin eru margvísleg því þegar fjármunirnir hverfa versnar afkoman og þegar afkoman versnar hverfa möguleikarnir og draumarnir brotna. Þegar lífið fer að snúast um að halda sjó og reyna að verja heimilið fyrir ásókn bankanna, og aldrei sér fyrir endann á ofbeldinu, eiga margir erfitt með að halda í vonina og þegar hún hverfur, koma sprungur í undirstöður fjölskyldna, oft með skelfilegum afleiðingum. Hvernig stuðlar það að fjármálastöðugleika að hrekja fólk í vanskil? Vaxtahækkanir urðu 14 sinnum í röð og enn hafa vextir ekki lækkað. Seðlabankastjóri hefur ítrekað verið svo ósvífinn að hvetja fólk til að ræða við bankana um endurfjármögnun og sagt að margir gætu átt möguleika, þar sem húsnæði hefur hækkað á pappír, til að skuldsetja sig meira. Foringi þessara stjórnlausa vaxtafíkla hefur sem sagt ítrekað hvatt fólk að skuldsetja sig meira til að greiða fyrir okurvextina sem honum væri í lófa lagið að lækka. En þegar hann hvetur fólk í vanda til að leita til bankanna er hann í aðalatriðum að hvetja fólk til að skipta yfir í verðtryggð lán sem er eins og að segja við fórnarlambið að það megi velja á milli þess að deyja strax eða taka hægvirkandi eitur. Á meðan verið er að reka stóran hluta þjóðarinnar í þessa gildru hefur ríkisstjórnin staðið aðgerðarlaus hjá. Hún þykist ekkert geta gert til að stöðva stjórnlausan Seðlabanka því hann á að vera „sjálfstæður í störfum sínum“. Hræðslan við að „móðga“ Seðlabankann er meiri en óttinn um afdrif heimilanna, hvað þá að það örli á einhverri smá umhyggju eða ábyrgðartilfinningu gagnvart þeim. Ofbeldinu verður að linna. Mörg heimili munu aldrei bíða þess bætur eða ná aftur fyrri styrk, vegna þessa stjórnlausa vaxtabrjálæðis sem á þeim hefur dunið. Ríkisstjórn sem ekki ver heimilin fyrir árásum sem þessum er vanhæf ríkisstjórn. Hvert er erindi ríkisstjórnar sem lætur þetta glæpsamlega ofbeldi líðast á sinni vakt? Til hvers eru ráðherrar hennar og þingmenn eiginlega í pólitík, ef þetta ofbeldi og eignaupptaka er ekki nóg til að vekja þau af svefni? Ef þessi eignaupptaka ætti sér stað gagnvart fjárfestum, væruð þau fyrir löngu búin að snúast þeim til varnar. En þegar þetta eru heimilin, heyrist ekki múkk í þeim. Hlutverk ríkisstjórnarinnar er fyrst og fremst að standa með heimilunum, en hún hefur þegar sýnt með hverjum hún stendur, fjármagnseigendum og bönkum. Vilji ríkisstjórnarflokkarnir eiga möguleika á að bjarga mannorði sínu og fylgi, þurfa þeir að setja neyðarlög og sjá til þess að vaxtalækkunnarferli fari strax í gang og tryggt verði að engin missi heimili sitt vegna þessara vaxtahækkana. Það er lágmark, því það á aldrei að líða ofbeldi! Sagan er að endurtaka sig Við höfum bæði barist fyrir heimilin frá bankahruninu 2008 með einum eða öðrum hætti og þekkjum þau mál betur en flestir. Markmið okkar beggja hefur verið að koma í veg fyrir að sagan endurtæki sig en þó aðstæður séu aðrar núna en þá, er sagan að endurtaka sig. ÞÁ voru fjármunir heimilanna færðir til bankanna undir svokallaðri „skjaldborg heimilanna“ sem ein og sér olli því að þúsundum voru allar bjargir bannaðar. Á næstu árum fóru a.m.k. 15.000 heimili í gin bankanna, yfirleitt með ólöglegum hætti, eitthvað sem hefur hvorki fengist skoðað né rannsakað. NÚ er um að ræða „aðgerðir gegn verðbólgu“, sem hafa þau áhrif að fé heimilanna eru flutt í bílförmum á færibandi beint í fjárhirslur bankanna (sem verið er að selja). ÞÁ voru heimilin „snöggsteikt“. Allt gerðist hratt; það varð hrun, sett voru (ó)lög, og strax ljóst að fjölmörg heimili ættu enga von. NÚ eru heimilin „hægelduð“. Þeim hafa verið boðnar „lausnir“ eins og að hækka yfirdráttinn og taka meiri lán sem mörg hafa svigrúm fyrir (standist þau greiðslumat) vegna „góðrar eiginfjárstöðu“ sem mikið er klifað á sem mjög jákvæðum hlut þó hún sé það í raun ekki ef grannt er skoðað, enda stafar hún fyrst og fremst af (tilbúnum) skorti af húsnæði sem hefur hækkað fasteignaverð á pappír, sem engin græðir neitt á þegar upp er staðið. ÞÁbirtust mörg fyrirmenni í fjölmiðlum, eins og t.d. ráðherrar og Seðlabankastjóri og töluðu ábúðarfullir og alvarlegir um ábyrgðaleysi heimilanna sem höfðu „reist sér hurðarás um öxl“ auk þess að hafa áhyggjur af „lélegu fjármálalæsi þeirra“. Þeir ræddu hins vegar ekkert um ábyrgðarleysi, hurðarás, eða lélegt fjármálalæsi bankanna sem þó höfðu valdið öllum þessum vandræðum heimilanna án þess að taka nokkra ábyrgð á því. NÚ er fólk hvatt til að reisa sér hurðarás um öxl til að greiða hækkaðar skuldir vegna forsendubrests sem ekkert þeirra ber ábyrgð á (frekar en þá). Þannig að ef allt fer á versta veg, verður staðan vegna „lausnanna“ verri en annars og fólk fastara í gildrunni en það hefði þurft að vera. ÞÁ voru flest þeirra heimila sem bankarnir hirtu með verðtryggð lán. Höggið kom ekki jafn hratt á verðtryggðu heimilin og þau sem voru með gengistryggð lán, en það kom og þá var enga miskunn að finna. NÚ er Lausnin verðtryggð lán(!) Það er eina „lausnin“ sem bankarnir bjóða og því miður, munu fjölmargir sem núna neyðast til að hoppa í „skjól“ þeirra, finna út að það skjól er gert úr lélegum pappa sem fýkur burt um leið og blása fer. Höggið mun líka koma þó síðar verði. Við biðjum ykkur öll að hugleiða það sem er að gerast. Hver sem persónulega staða þín er hvetjum við þig til að mæta með okkur á Austurvöll, sýna samstöðu og krefjast vaxtalækkana áður en staðan versnar enn. Við skuldum börnunum okkar að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Ragnar Þór Ingólfsson Húsnæðismál Efnahagsmál Félagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stéttarfélög Flokkur fólksins Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Einstæð móðir á örorkubótum hefur með harðfylgi og útsjónarsemi náð að eignast og halda íbúð. Hún festi vexti fyrir nokkrum árum og hefur greitt 120.000 krónur á mánuði af lánunum. En svo „féll snjóhengjan“, vextirnir losnuðu og núna á hún að greiða 270.000 krónur í hverjum mánuði. Það er ljóst að hún stendur ekki undir því. Að auki er ekki einu sinni víst að hún fái greiðslumat til þess að skuldbreyta yfir í verðtryggt lán því afborgun á því til 25 ára er orðin 155.000 krónur, sem samsvarar 6% vöxtum á óverðtryggðu láni. Henni standa því fáir kostir til boða og engir þeirra góðir. Hvernig er þetta ekki glæpsamlegt ofbeldi? Hvernig getur ríkisstjórn með snefil af sómakennd, látið svona áhlaup á heimilin í þágu bankanna, líðast á sinni vakt? Hvernig getur fólk sem engin hefur kjörið en vinnur í Seðlabankanum, komið svona fram við fólkið í landinu? Þessi kona er bara ein af tugþúsundum. Það er fyrir fólk eins og hana sem við höfum barist af öllum okkar mætti undanfarin tvö ár. Svo er það fólkið sem hefur horft á afborganir lánsins hækka úr 230.000 krónum í 475.000 krónur, eða um meira en 100% frá því í apríl 2022. Þetta lán er hjá lífeyrissjóði þar sem fastir vextir voru ekki í boði, þannig að þau voru ekki hluti af „snjóhengjunni“ heldur þeim 30% sem hafa borið þessar byrðar allan tímann síðan þessi geðveiki hófst. Þau eru bara eitt annað lítið dæmi. Í stað þess að greiða 2,8 milljónir á ári, hafa þau greitt 5,7 milljónir á ári. Mismunurinn er 2,9 milljónir á einu ári. Við berjumst fyrir þau. Svo er það fólkið á leigumarkaði sem er varnarlaust gagnvart hækkunum stóru leigufélaganna sem hafa nýtt sér vaxtahækkanir Seðlabankans út í ystu æsar, til að hækka þegar svimandi háa leigu. Við berjumst fyrir þau. Vaxtahækkanirnar hafa farið illa með alla, nema kannski þau sem minnst skulda og mest eiga. Tugþúsundir standa ekki lengur undir húsnæðiskostnaði sem er kominn langt út fyrir öll skynsamleg viðmið. Ef við ætlum að breyta einhverju verðum við að standa saman og MÆTA á Austurvöll klukkan 16 á þingsetningardegi. Fyrir okkur sjálf, framtíðina og börnin okkar. Það á aldrei að líða ofbeldi Við getum kallað vaxtahækkanir Seðlabankans ofbeldi eða glæp. Vaxtahækkanir sem tæki til að hamla verðbólgu, eru löngu gengnar sér til húðar og farnar að snúast upp í andhverfu sína og það hefur ENGINN, hvort sem hann er ráðherra eða Seðlabankastjóri, rétt til að níðast með þessum hætti á heimilum landsins. Samkvæmt lögum á Seðlabankinn að stuðla að verðstöðugleika. Það er ekki hlutverk hans að tryggja fjármagnseigendum jákvæða raunvexti. Hann hefur hins vegar snúið þessu við, verðstöðugleiki er enginn en fjármagnseigendur eru að fá jákvæða raunvexti enda hefur ítrekað mátt skilja á máli Seðlabankastjóra að samúð hans liggi hjá þeim. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa hugmynd um þetta og líta þannig á Seðlabankinn hafi alræðisvald yfir afkomu bæði heimila og fyrirtækja. Hún hefur þannig algjörlega brugðist heimilum landsins með undirlægjuhætti sínum gagnvart honum. Afleiðingar hinna svokölluðu „aðgerða gegn verðbólgunni“ eru hræðilegar eins og dæmin hér fyrir ofan vitna um, og þannig aðgerðir geta aldrei verið réttlætanlegar, alveg sama hversu göfugan búning reynt er að klæða þær í. Þetta er einfaldlega glæpsamlegt ofbeldi sem verið er beita heimili landsins. Það væri eins hægt að beina að þeim byssu og segja „peningana eða lífið“. Ríkisstjórnin hefur stutt þetta ofbeldi með því að standa aðgerðarlaus hjá á meðan Seðlabankinn afhentir bönkunum stórvirk vopn til að ræna heimilin. Áhrifin eru margvísleg því þegar fjármunirnir hverfa versnar afkoman og þegar afkoman versnar hverfa möguleikarnir og draumarnir brotna. Þegar lífið fer að snúast um að halda sjó og reyna að verja heimilið fyrir ásókn bankanna, og aldrei sér fyrir endann á ofbeldinu, eiga margir erfitt með að halda í vonina og þegar hún hverfur, koma sprungur í undirstöður fjölskyldna, oft með skelfilegum afleiðingum. Hvernig stuðlar það að fjármálastöðugleika að hrekja fólk í vanskil? Vaxtahækkanir urðu 14 sinnum í röð og enn hafa vextir ekki lækkað. Seðlabankastjóri hefur ítrekað verið svo ósvífinn að hvetja fólk til að ræða við bankana um endurfjármögnun og sagt að margir gætu átt möguleika, þar sem húsnæði hefur hækkað á pappír, til að skuldsetja sig meira. Foringi þessara stjórnlausa vaxtafíkla hefur sem sagt ítrekað hvatt fólk að skuldsetja sig meira til að greiða fyrir okurvextina sem honum væri í lófa lagið að lækka. En þegar hann hvetur fólk í vanda til að leita til bankanna er hann í aðalatriðum að hvetja fólk til að skipta yfir í verðtryggð lán sem er eins og að segja við fórnarlambið að það megi velja á milli þess að deyja strax eða taka hægvirkandi eitur. Á meðan verið er að reka stóran hluta þjóðarinnar í þessa gildru hefur ríkisstjórnin staðið aðgerðarlaus hjá. Hún þykist ekkert geta gert til að stöðva stjórnlausan Seðlabanka því hann á að vera „sjálfstæður í störfum sínum“. Hræðslan við að „móðga“ Seðlabankann er meiri en óttinn um afdrif heimilanna, hvað þá að það örli á einhverri smá umhyggju eða ábyrgðartilfinningu gagnvart þeim. Ofbeldinu verður að linna. Mörg heimili munu aldrei bíða þess bætur eða ná aftur fyrri styrk, vegna þessa stjórnlausa vaxtabrjálæðis sem á þeim hefur dunið. Ríkisstjórn sem ekki ver heimilin fyrir árásum sem þessum er vanhæf ríkisstjórn. Hvert er erindi ríkisstjórnar sem lætur þetta glæpsamlega ofbeldi líðast á sinni vakt? Til hvers eru ráðherrar hennar og þingmenn eiginlega í pólitík, ef þetta ofbeldi og eignaupptaka er ekki nóg til að vekja þau af svefni? Ef þessi eignaupptaka ætti sér stað gagnvart fjárfestum, væruð þau fyrir löngu búin að snúast þeim til varnar. En þegar þetta eru heimilin, heyrist ekki múkk í þeim. Hlutverk ríkisstjórnarinnar er fyrst og fremst að standa með heimilunum, en hún hefur þegar sýnt með hverjum hún stendur, fjármagnseigendum og bönkum. Vilji ríkisstjórnarflokkarnir eiga möguleika á að bjarga mannorði sínu og fylgi, þurfa þeir að setja neyðarlög og sjá til þess að vaxtalækkunnarferli fari strax í gang og tryggt verði að engin missi heimili sitt vegna þessara vaxtahækkana. Það er lágmark, því það á aldrei að líða ofbeldi! Sagan er að endurtaka sig Við höfum bæði barist fyrir heimilin frá bankahruninu 2008 með einum eða öðrum hætti og þekkjum þau mál betur en flestir. Markmið okkar beggja hefur verið að koma í veg fyrir að sagan endurtæki sig en þó aðstæður séu aðrar núna en þá, er sagan að endurtaka sig. ÞÁ voru fjármunir heimilanna færðir til bankanna undir svokallaðri „skjaldborg heimilanna“ sem ein og sér olli því að þúsundum voru allar bjargir bannaðar. Á næstu árum fóru a.m.k. 15.000 heimili í gin bankanna, yfirleitt með ólöglegum hætti, eitthvað sem hefur hvorki fengist skoðað né rannsakað. NÚ er um að ræða „aðgerðir gegn verðbólgu“, sem hafa þau áhrif að fé heimilanna eru flutt í bílförmum á færibandi beint í fjárhirslur bankanna (sem verið er að selja). ÞÁ voru heimilin „snöggsteikt“. Allt gerðist hratt; það varð hrun, sett voru (ó)lög, og strax ljóst að fjölmörg heimili ættu enga von. NÚ eru heimilin „hægelduð“. Þeim hafa verið boðnar „lausnir“ eins og að hækka yfirdráttinn og taka meiri lán sem mörg hafa svigrúm fyrir (standist þau greiðslumat) vegna „góðrar eiginfjárstöðu“ sem mikið er klifað á sem mjög jákvæðum hlut þó hún sé það í raun ekki ef grannt er skoðað, enda stafar hún fyrst og fremst af (tilbúnum) skorti af húsnæði sem hefur hækkað fasteignaverð á pappír, sem engin græðir neitt á þegar upp er staðið. ÞÁbirtust mörg fyrirmenni í fjölmiðlum, eins og t.d. ráðherrar og Seðlabankastjóri og töluðu ábúðarfullir og alvarlegir um ábyrgðaleysi heimilanna sem höfðu „reist sér hurðarás um öxl“ auk þess að hafa áhyggjur af „lélegu fjármálalæsi þeirra“. Þeir ræddu hins vegar ekkert um ábyrgðarleysi, hurðarás, eða lélegt fjármálalæsi bankanna sem þó höfðu valdið öllum þessum vandræðum heimilanna án þess að taka nokkra ábyrgð á því. NÚ er fólk hvatt til að reisa sér hurðarás um öxl til að greiða hækkaðar skuldir vegna forsendubrests sem ekkert þeirra ber ábyrgð á (frekar en þá). Þannig að ef allt fer á versta veg, verður staðan vegna „lausnanna“ verri en annars og fólk fastara í gildrunni en það hefði þurft að vera. ÞÁ voru flest þeirra heimila sem bankarnir hirtu með verðtryggð lán. Höggið kom ekki jafn hratt á verðtryggðu heimilin og þau sem voru með gengistryggð lán, en það kom og þá var enga miskunn að finna. NÚ er Lausnin verðtryggð lán(!) Það er eina „lausnin“ sem bankarnir bjóða og því miður, munu fjölmargir sem núna neyðast til að hoppa í „skjól“ þeirra, finna út að það skjól er gert úr lélegum pappa sem fýkur burt um leið og blása fer. Höggið mun líka koma þó síðar verði. Við biðjum ykkur öll að hugleiða það sem er að gerast. Hver sem persónulega staða þín er hvetjum við þig til að mæta með okkur á Austurvöll, sýna samstöðu og krefjast vaxtalækkana áður en staðan versnar enn. Við skuldum börnunum okkar að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun