Kom út og sá alelda Rebeccu hlaupa í áttina að sér Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. september 2024 17:21 Rebecca Cheptegei var frábær hlaupakona sem meðal annars keppti í maraþoni á Ólympíuleikunum í París. Getty/Jiang Qiming „Þegar ég kom út sá ég Rebeccu hlaupa alelda í áttina að húsinu mínu hrópandi ‚hjálpaðu mér‘,“ segir Agnes Barabara, nágranni úgöndsku hlaupakonunnar Rebeccu Cheptegei sem lést eftir að fyrrverandi kærasti kveikti í henni. Fyrir utan hús hinnar 33 ára Cheptegei í norðvestur-Kenýa hafa blóm verið lögð á brunnið grasið þar sem hún rúllaði sér á jörðinni í von um að slökkva eldinn sem umlék hana. Cheptegei lést á fimmtudag af brunasárum sínum eftir að fyrrverandi kærasti hennar hafði nokkrum dögum fyrr hellti bensíni yfir hana og kveikt í henni. „Um leið og ég fór að leita að vatni og hóf að kalla á hjálp, birtist árásarmaðurinn að nýju og hellti meira bensíni yfir hana,“ rifjar Barabara upp í viðtali við BBC. Hins vegar hafi líka kviknað í honum sem hafi gefið nágrönnunum tækifæri til að reyna að hjálpa Rebeccu. Gat ekki borðað í marga daga Barabara segist aldrei hafa séð nokkurn brenna lifandi áður og að hún hafi ekki getað borðað í marga daga eftir atvikið. „Hún var mjög góður nágranni og var nýbúinn að sýna mér maísinn úr nýjustu uppskeru sinni,“ bætir Barabara við. Cheptegei var flutt á neyðarmóttöku sjúkrahúss í Eldoret í Kenía eftir árásina og var þá með brunasár á 75 prósent líkamans. Hún hafði verið við æfingar í borginni, þar sem hún á heima, eftir að hafa keppt í maraþoni á Ólympíuleikunum í París í ágúst. Lögregla rannsakar andlát Rebeccu sem morð af hálfu fyrrverandi kærastans, sem sagður er heita Dickson Ndiema. Hann verður dreginn fyrir dóm eftir að hann útskrifast af spítala þar sem hann er enn að jafna sig af áverkum sem hann hlaut við morðið. Deildi við kærastann fyrrverandi um landspildu Cheptegei var dáð sem hlaupakona í heimalandi sínu en að sögn ættingja og vina var einkalíf hennar stormasamt. Gamall bekkjarfélagi Rebeccu sagði hana ekki hafa „fengið neinn frið“ vegna deilna sem hófust á síðasta ári við kærastann fyrrverandi. „Þau bjuggu áður saman en áttu í deilum vegna penings,“ sagði Jacob, bróðir Rebeccu, í samtali við fjölmiðla í vikunni. Í samtali við keníska fjölmiðilinn The Star sagði faðir Rebeccu að hún hefði átt í illdeilum við kærastann fyrrverandi vegna landsvæðis sem var í hennar eigu. Þriðja hlaupakonan myrt á þremur árum Cheptegei varð í 44. sæti í maraþoninu í París á Ólympíuleikunum. Hún vann gullverðlaun á bæði heimsmeistaramótinu í fjallahlaupi í Taílandi árið 2022 og maraþonið í Padova á Ítalíu sama ár. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem hlaupakona er myrt í Kenía. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda og nokkrum mánuðum fyrr hafði Agnes Tirop verið stungin til bana. Í báðum tilvikum beinist grunur að mökum þeirra, eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð en leit stendur yfir að kærasta Mutua. Rebecca Cheptegei verður lögð til hinstu hvílu 14. september næstkomandi á ættfeðraheimili sínu í Bukwo í Úganda. Úganda Kenía Frjálsar íþróttir Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Fyrir utan hús hinnar 33 ára Cheptegei í norðvestur-Kenýa hafa blóm verið lögð á brunnið grasið þar sem hún rúllaði sér á jörðinni í von um að slökkva eldinn sem umlék hana. Cheptegei lést á fimmtudag af brunasárum sínum eftir að fyrrverandi kærasti hennar hafði nokkrum dögum fyrr hellti bensíni yfir hana og kveikt í henni. „Um leið og ég fór að leita að vatni og hóf að kalla á hjálp, birtist árásarmaðurinn að nýju og hellti meira bensíni yfir hana,“ rifjar Barabara upp í viðtali við BBC. Hins vegar hafi líka kviknað í honum sem hafi gefið nágrönnunum tækifæri til að reyna að hjálpa Rebeccu. Gat ekki borðað í marga daga Barabara segist aldrei hafa séð nokkurn brenna lifandi áður og að hún hafi ekki getað borðað í marga daga eftir atvikið. „Hún var mjög góður nágranni og var nýbúinn að sýna mér maísinn úr nýjustu uppskeru sinni,“ bætir Barabara við. Cheptegei var flutt á neyðarmóttöku sjúkrahúss í Eldoret í Kenía eftir árásina og var þá með brunasár á 75 prósent líkamans. Hún hafði verið við æfingar í borginni, þar sem hún á heima, eftir að hafa keppt í maraþoni á Ólympíuleikunum í París í ágúst. Lögregla rannsakar andlát Rebeccu sem morð af hálfu fyrrverandi kærastans, sem sagður er heita Dickson Ndiema. Hann verður dreginn fyrir dóm eftir að hann útskrifast af spítala þar sem hann er enn að jafna sig af áverkum sem hann hlaut við morðið. Deildi við kærastann fyrrverandi um landspildu Cheptegei var dáð sem hlaupakona í heimalandi sínu en að sögn ættingja og vina var einkalíf hennar stormasamt. Gamall bekkjarfélagi Rebeccu sagði hana ekki hafa „fengið neinn frið“ vegna deilna sem hófust á síðasta ári við kærastann fyrrverandi. „Þau bjuggu áður saman en áttu í deilum vegna penings,“ sagði Jacob, bróðir Rebeccu, í samtali við fjölmiðla í vikunni. Í samtali við keníska fjölmiðilinn The Star sagði faðir Rebeccu að hún hefði átt í illdeilum við kærastann fyrrverandi vegna landsvæðis sem var í hennar eigu. Þriðja hlaupakonan myrt á þremur árum Cheptegei varð í 44. sæti í maraþoninu í París á Ólympíuleikunum. Hún vann gullverðlaun á bæði heimsmeistaramótinu í fjallahlaupi í Taílandi árið 2022 og maraþonið í Padova á Ítalíu sama ár. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem hlaupakona er myrt í Kenía. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda og nokkrum mánuðum fyrr hafði Agnes Tirop verið stungin til bana. Í báðum tilvikum beinist grunur að mökum þeirra, eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð en leit stendur yfir að kærasta Mutua. Rebecca Cheptegei verður lögð til hinstu hvílu 14. september næstkomandi á ættfeðraheimili sínu í Bukwo í Úganda.
Úganda Kenía Frjálsar íþróttir Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira