Gáfu tóndæmi af Barfly í beinni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. september 2024 20:25 Tónleikagestir eiga von á mikilli innlifun hljómsveitameðlimanna í kvöld. Vísir Hljómsveitirnar Dikta og Jeff Who leiða saman hesta sína í Gamla bíó í kvöld og halda tvöfalda tónleika. Tíu ár eru síðan hljómsveitirnar spiluðu síðast saman á tónleikum. „Það eru fyrst og fremst bara góðir menn í báðum hljómsveitum held ég,“ segir Haukur Heiðar Hauksson söngvari Dikta aðspurður hvernig kemur til að hljómsveitirnar séu svo miklir vinir. Fréttamaður tók púlsinn á honum og Elís Péturssyni bassaleikara Jeff Who? í Kvöldfréttum. Hljómsveitirnar hafa iðulega spilað saman í gegn um tíðina. „Við spiluðum mikið af tónleikum saman á Nasa og fleiri góðum stöðum í gegn um árin. En ekki í einhver tíu ár. Þannig að við ákváðum að leiða hesta okkar saman á ný,“ segir Haukur. „Já tíu ára pása. Maður þarf að eignast börn, kaupa sér einhvern bíl og vesenast eitthvað. En svo bara gerðist þetta einhvern veginn núna,“ segir Elís. Hverju eiga gestir von á í kvöld? „Miklu fjöri og skemmtilegheitum,“ segir Haukur. Elís tekur í sama streng. „Við verðum örugglega bara mjög hressir.“ Tvö ár eru síðan Dikta gaf út nýtt lag en sextán ár síðan Jeff Who? gaf út nýtt lag. Haukur segir Diktu vera að vinna í nýrri tónlist og hennar megi vænta á næstu mánuðum. Náið þið núna til unga fólksins sem er núna að fylgjast með eins og þið náðuð í denn? „Það fer eftir því hvernig þú skilgreinir ungt fólk sko. Börnin sem voru mikið að hlusta á útvarpið þegar við vorum vinsælir, þau eru að koma á tónleika núna,“ segir Haukur. Viðtalið endaði með tóndæmi af hinu geysivinsæla lagi Barfly með Jeff Who? eins og sjá má í spilaranum ofar í fréttinni. Tónlist Samkvæmislífið Tónleikar á Íslandi Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Það eru fyrst og fremst bara góðir menn í báðum hljómsveitum held ég,“ segir Haukur Heiðar Hauksson söngvari Dikta aðspurður hvernig kemur til að hljómsveitirnar séu svo miklir vinir. Fréttamaður tók púlsinn á honum og Elís Péturssyni bassaleikara Jeff Who? í Kvöldfréttum. Hljómsveitirnar hafa iðulega spilað saman í gegn um tíðina. „Við spiluðum mikið af tónleikum saman á Nasa og fleiri góðum stöðum í gegn um árin. En ekki í einhver tíu ár. Þannig að við ákváðum að leiða hesta okkar saman á ný,“ segir Haukur. „Já tíu ára pása. Maður þarf að eignast börn, kaupa sér einhvern bíl og vesenast eitthvað. En svo bara gerðist þetta einhvern veginn núna,“ segir Elís. Hverju eiga gestir von á í kvöld? „Miklu fjöri og skemmtilegheitum,“ segir Haukur. Elís tekur í sama streng. „Við verðum örugglega bara mjög hressir.“ Tvö ár eru síðan Dikta gaf út nýtt lag en sextán ár síðan Jeff Who? gaf út nýtt lag. Haukur segir Diktu vera að vinna í nýrri tónlist og hennar megi vænta á næstu mánuðum. Náið þið núna til unga fólksins sem er núna að fylgjast með eins og þið náðuð í denn? „Það fer eftir því hvernig þú skilgreinir ungt fólk sko. Börnin sem voru mikið að hlusta á útvarpið þegar við vorum vinsælir, þau eru að koma á tónleika núna,“ segir Haukur. Viðtalið endaði með tóndæmi af hinu geysivinsæla lagi Barfly með Jeff Who? eins og sjá má í spilaranum ofar í fréttinni.
Tónlist Samkvæmislífið Tónleikar á Íslandi Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira