Engin vopn á Ljósanótt og Októberfest Bjarki Sigurðsson skrifar 8. september 2024 13:33 Frá Októberfest í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Töluvert var um ofbeldisbrot og unglingadrykkju á Ljósanótt í Reykjanesbæ um helgina. Tilkynnt var um fjórar líkamsárásir og einn hátíðargestur kýldi tvo lögreglumenn í andlitið. Gestir Októberfest í Reykjavík voru töluvert rólegri. Tvær stórar hátíðir fóru fram um helgina í skugga þess sem virðist ofbeldisalda meðal íslenskra ungmenna. Bæjarhátíðin Ljósanótt fór fram í Reykjanesbæ en eftir þrjár líkamsárásir á föstudagskvöldi hátíðarinnar var viðbúnaður lögreglu á svæðinu tvöfaldaður. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir löggæslu hafa almennt gengið vel yfir helgina. Enginn var tekinn með hníf eða annað vopn. „Svona í samanburði við venjulegar lögregluvaktir um helgar, þá var þetta ekki mjög stórt,“ segir Bjarney. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/Egill Það var tilkynnt um þrjár líkamsárásir á föstudeginum og eina í gær. Hjálpaði það að þið tvöfölduðuð viðbúnaðinn í gærkvöldi? „Ég vona það. Ég trúi því en það getur líka alltaf eitthvað komið eftir helgina. Það er oft sem það gerist eftir helgar að það koma tilkynningar um líkamsárásir. Einhver sem leitaði ekki eftir aðstoð lögreglu þegar það gerðist. Þannig við sjáum til á morgun og hinn,“ segir Bjarney. Skipuleggjendum Októberfest, árlegs fögnuðar stúdentaráðs Háskóla Íslands, barst engin tilkynning um ofbeldisbrot á hátíðinni. Daníel Hjörvar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs, segir hátíðina almennt hafa gengið afar vel. „Ég heyrði meira að segja að það hafi í rauninni ekki að hafa nein afskipti af gestunum. Við viljum fyrst og fremst þakka öllum sem komu að þessu og gestum fyrir frábæra hátíð,“ segir Daníel Hjörvar. Viðhorf fólks gagnvart hvoru öðru hafi fyrst og fremst skilað því að hátíðin hafi farið friðsamlega fram. „Eini sem þurfti eitthvað að hafa afskipti af var fíkniefnasali sem var gripinn við innganginn og afhentur lögreglu,“ segir Daníel. Daníel Hjörvar Guðmundsson er framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Málmleitartækin, gripu þau einhverja sem ætluðu að mæta vopnaðir? „Nei, engin vopn. Það voru alls konar skemmtilegir aðskotahlutir. Ég heyrði einhvers staðar skeiðar og annað slíkt. Samkvæmt okkar upplýsingum gerði enginn tilraun til að koma með vopn inn á hátíðarsvæðið,“ segir Daníel Hjörvar. Næturlíf Reykjanesbær Háskólar Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Ljósanótt Reykjavík Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Tvær stórar hátíðir fóru fram um helgina í skugga þess sem virðist ofbeldisalda meðal íslenskra ungmenna. Bæjarhátíðin Ljósanótt fór fram í Reykjanesbæ en eftir þrjár líkamsárásir á föstudagskvöldi hátíðarinnar var viðbúnaður lögreglu á svæðinu tvöfaldaður. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir löggæslu hafa almennt gengið vel yfir helgina. Enginn var tekinn með hníf eða annað vopn. „Svona í samanburði við venjulegar lögregluvaktir um helgar, þá var þetta ekki mjög stórt,“ segir Bjarney. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/Egill Það var tilkynnt um þrjár líkamsárásir á föstudeginum og eina í gær. Hjálpaði það að þið tvöfölduðuð viðbúnaðinn í gærkvöldi? „Ég vona það. Ég trúi því en það getur líka alltaf eitthvað komið eftir helgina. Það er oft sem það gerist eftir helgar að það koma tilkynningar um líkamsárásir. Einhver sem leitaði ekki eftir aðstoð lögreglu þegar það gerðist. Þannig við sjáum til á morgun og hinn,“ segir Bjarney. Skipuleggjendum Októberfest, árlegs fögnuðar stúdentaráðs Háskóla Íslands, barst engin tilkynning um ofbeldisbrot á hátíðinni. Daníel Hjörvar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs, segir hátíðina almennt hafa gengið afar vel. „Ég heyrði meira að segja að það hafi í rauninni ekki að hafa nein afskipti af gestunum. Við viljum fyrst og fremst þakka öllum sem komu að þessu og gestum fyrir frábæra hátíð,“ segir Daníel Hjörvar. Viðhorf fólks gagnvart hvoru öðru hafi fyrst og fremst skilað því að hátíðin hafi farið friðsamlega fram. „Eini sem þurfti eitthvað að hafa afskipti af var fíkniefnasali sem var gripinn við innganginn og afhentur lögreglu,“ segir Daníel. Daníel Hjörvar Guðmundsson er framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Málmleitartækin, gripu þau einhverja sem ætluðu að mæta vopnaðir? „Nei, engin vopn. Það voru alls konar skemmtilegir aðskotahlutir. Ég heyrði einhvers staðar skeiðar og annað slíkt. Samkvæmt okkar upplýsingum gerði enginn tilraun til að koma með vopn inn á hátíðarsvæðið,“ segir Daníel Hjörvar.
Næturlíf Reykjanesbær Háskólar Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Ljósanótt Reykjavík Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira