Af og frá að einhver sé sýndur í neikvæðu ljósi Jón Þór Stefánsson skrifar 7. september 2024 12:50 Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play segir ljóst að flestir hafi skoðun á nýrri auglýsingu félagsins. Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi Ný auglýsingaherferð flugfélagsins Play, þar sem fáklæddir líkamar sjást hoppa og skoppa áður en tilboð er kynnt hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum. Þeir sem gagnrýna auglýsingarnar hafa haldið því fram að í þeim felist hlutgerving og kvenfyrirlitning. „Markmiðið okkar er alltaf að gera skemmtilegar auglýsingar og vekja athygli sem tókst tvímælalaust í þessu tilfelli. Þetta hefur sannarlega vakið athygli, en þetta er auðvitað mjög umdeilt og það er mjög áhugavert að sjá hvernig fólk skiptist í tvær fylkingar í afstöðu sinni til þessara auglýsinga,“ segir Nadine í samtali við fréttastofu. „Og það er allavegana alveg ljóst að flestir hafa skoðun, en eins og ég segi er þetta fyrst og fremst hugsað sem skemmtilega leið til að vekja athygli og umtal en að sjálfsögðu ekki til að særa neinn.“ Að sögn Nadine sker myndefnið í auglýsingum sig ekki frá því sem fólk sér dagsdaglega á samfélagsmiðlum. „Það er nefnilega þannig að mannslíkaminn vekur alltaf athygli og það er tilgangurinn hér. En svo auðvitað fögnum við öðrum sjónarmiðum og það er svo sannarlega á nógu að taka á samfélagsmiðlunum okkar þessa stundina.“ Þá bendir hún á að undanfarið hafi Play sýnt alls konar fólk og styttur í sínu markaðsefni. „Í sumar höfum við sýnt alls konar fólk og styttur í sundfötum í okkar markaðsefni. Við höfum tekið upp á ýmsu í þeim málum og herferðirnar eru auðvitað misdjarfar eftir aðstæðum og markmiðum.“ Sumir þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsingaherferðina segja hana innihalda kvenfyrirlitningu og hlutgervingu. Nadine segir ljóst að enginn sé sýndur í neikvæðu ljósi. „Ef það hallar á eitthvað kyn hérna þá er það að minnsta kosti bæði á karla og konur. Mér finnst einfaldlega bara hæpið að láta eins og það sé einhver sem sé sýndur í neikvæðu ljósi. Það er bara af og frá.“ Hafið þið tekið eftir einhverri breytingu í sölum eftir að auglýsingarnar fóru í loftið? „Salan er bara mjög jákvæð, eins og alltaf þegar við erum með góð tilboð. Ég er gömul fréttakona og mér finnst stóra fréttin hérna vera að við séum með tuttugu prósent afslátt á öllu flugi.“ Auglýsinga- og markaðsmál Play Samfélagsmiðlar Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Ný auglýsingaherferð flugfélagsins Play, þar sem fáklæddir líkamar sjást hoppa og skoppa áður en tilboð er kynnt hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum. Þeir sem gagnrýna auglýsingarnar hafa haldið því fram að í þeim felist hlutgerving og kvenfyrirlitning. „Markmiðið okkar er alltaf að gera skemmtilegar auglýsingar og vekja athygli sem tókst tvímælalaust í þessu tilfelli. Þetta hefur sannarlega vakið athygli, en þetta er auðvitað mjög umdeilt og það er mjög áhugavert að sjá hvernig fólk skiptist í tvær fylkingar í afstöðu sinni til þessara auglýsinga,“ segir Nadine í samtali við fréttastofu. „Og það er allavegana alveg ljóst að flestir hafa skoðun, en eins og ég segi er þetta fyrst og fremst hugsað sem skemmtilega leið til að vekja athygli og umtal en að sjálfsögðu ekki til að særa neinn.“ Að sögn Nadine sker myndefnið í auglýsingum sig ekki frá því sem fólk sér dagsdaglega á samfélagsmiðlum. „Það er nefnilega þannig að mannslíkaminn vekur alltaf athygli og það er tilgangurinn hér. En svo auðvitað fögnum við öðrum sjónarmiðum og það er svo sannarlega á nógu að taka á samfélagsmiðlunum okkar þessa stundina.“ Þá bendir hún á að undanfarið hafi Play sýnt alls konar fólk og styttur í sínu markaðsefni. „Í sumar höfum við sýnt alls konar fólk og styttur í sundfötum í okkar markaðsefni. Við höfum tekið upp á ýmsu í þeim málum og herferðirnar eru auðvitað misdjarfar eftir aðstæðum og markmiðum.“ Sumir þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsingaherferðina segja hana innihalda kvenfyrirlitningu og hlutgervingu. Nadine segir ljóst að enginn sé sýndur í neikvæðu ljósi. „Ef það hallar á eitthvað kyn hérna þá er það að minnsta kosti bæði á karla og konur. Mér finnst einfaldlega bara hæpið að láta eins og það sé einhver sem sé sýndur í neikvæðu ljósi. Það er bara af og frá.“ Hafið þið tekið eftir einhverri breytingu í sölum eftir að auglýsingarnar fóru í loftið? „Salan er bara mjög jákvæð, eins og alltaf þegar við erum með góð tilboð. Ég er gömul fréttakona og mér finnst stóra fréttin hérna vera að við séum með tuttugu prósent afslátt á öllu flugi.“
Auglýsinga- og markaðsmál Play Samfélagsmiðlar Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira