„Vináttan sem þú hélst að væri harðari en grjót reyndist byggð á sandi“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. september 2024 13:33 Sigmar Vilhjálmsson segir frá því þegar náinn vinur hans yfirgaf hann þegar hann stóð í miðjum skilnaði árið 2018. Vísir/Vilhelm Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, opnaði sig í vikunni um skilnaðinn sinn. Eitt það erfiðasta í ferlinu hafi verið að horfa á eftir nákomnum vini sem sleit vinskap þeirra í kjölfar skilnaðarins. Sigmar heldur úti hlaðvarpinu 70 mínútum með Huga Halldórssyni, betur þekktum sem Ofur-Huga. Í þætti sem birtist í síðustu viku ræddu félagarnir meðal annars um skilnaði en þeir eru báðir fráskildir. Sigmar og Bryndís Björg Einarsdóttir skildu árið 2018 eftir tuttugu ára samband en þau eiga þrjá drengi saman. Hugi og Ástrós Signýjardóttir skildu árið 2023 eftir sextán ára samband. Simmi sagði að sér þætti vænt um hvað menn leituðu oft til hans fyrir ráð um skilnaði. Hann sagði það skiljanlegt enda hefði skilnaður þeirra hjóna vakið athygli vegna þess hve vel hann tókst. „Við erum best fráskilda fólk á Íslandi,“ sagði hann af því tilefni. „Þetta er alveg ömurlegur tími“ Þeir ræddu síðan almennt um skilnaði og hvernig best sé að haga sér í slíku ferli. „Börn átta sig á því að þau eru helmingur þú og helmingur konan mín. Ef þú ert að tala illa um konuna þína við börnin þín þá ertu að tala illa til þeirra,“ segir Simmi. Það sé stóri áttavitinn í hverjum skilnaði. „Hvað er ég að sýna barninu mínu í samskiptum við móður þeirra?“ „Ég lokaði mig af í nokkra mánuði,“ segir Simmi þegar hann rifjar upp skilnaðinn sinn. „Ég valdi það að flytja út, það var ákvörðunin að ég myndi flytja út og ég vildi kaupa húsnæði í sama hverfi og það var ekki hægt í ákveðinn tíma. Þannig ég fékk inni hjá bæði vini mínum Ómari og bróður mínum.“ Simmi bjó þá í barnaherbergi í Grafarholti í nokkra mánuði og gat ekki tekið á móti börnum sínum á meðan. „Það er ekki hátt á þér risið. Þegar við eigum börn þá erum við með samviskubit yfir börnunum okkar alltaf, hvað þá í svona aðstæðum. Samviskubitið étur mann að innan,“ segir Simmi og bætir við „Þetta er alveg ömurlegur tími.“ Annað sorgarferli að missa vininn Hugi segist sjálfur hafa tapað milljónum króna, þurft að leggja niður fyrirtæki og sjónvarpsstöð, misst nákomna. Ekkert komi þó nálægt því að ganga í gegnum skilnað, það sé langerfiðast. Simmi segir skilnað einnig vera ákveðinn hreinsunareld og bætir við „í þessum aðstæðum þá stíga sumir inn, nær þér í vinahópinn þinn og sumir stíga bara algjörlega út.“ „Ég átti nokkur rogastans-sörpræs í þessum hreinsunareldi. Og ég átti ekki von á því að nákominn vinur minn stígi algjörlega út og gott betur. Af því bissness skiptir ekki máli, peningar koma, peningar fara og það er nóg af peningum þarna út,“ segir hann um einn vina sinna sem hann vill þó ekki nefna á nafn. „Sorgarferli tvö er bara að vináttan sem þú hélst að væri harðari en grjót reyndist byggð á sandi,“ segir Simmi að lokum um vinslitin. Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Simmi Vill frumsýnir nýju kærustuna Sigmar Vilhjálmsson, athafna- og veitingamaðurinn geðþekki er genginn út. Simmi deildi mynd af sér og nýju dönsku kærustunni, Julie Christensen á Instagram í dag. 18. september 2022 19:40 Hugi og Unnur fögnuðu ástinni á Tenerife Fjölmiðlamaðurinn Hugi Halldórsson og Unnur Helgadóttir, hlaðvarpsstjarna og mannauðsstjóri í Seðlabankanum, eru nýjasta par landsins. Þau hafa notið lífsins saman undanfarið í sólinni á Tenerife. 12. mars 2024 11:37 Simmi Vill býður fyrrverandi eiginkonu sinni í mat á jólunum Vala Matt leit við hjá athafnarmanninum Sigmari Vilhjálmssyni á dögunum en hann segir að mikilvægt sé við skilnað að foreldrar reyni að halda góðum samskiptum sín á milli, barnanna vegna. 4. desember 2020 10:31 Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Sigmar heldur úti hlaðvarpinu 70 mínútum með Huga Halldórssyni, betur þekktum sem Ofur-Huga. Í þætti sem birtist í síðustu viku ræddu félagarnir meðal annars um skilnaði en þeir eru báðir fráskildir. Sigmar og Bryndís Björg Einarsdóttir skildu árið 2018 eftir tuttugu ára samband en þau eiga þrjá drengi saman. Hugi og Ástrós Signýjardóttir skildu árið 2023 eftir sextán ára samband. Simmi sagði að sér þætti vænt um hvað menn leituðu oft til hans fyrir ráð um skilnaði. Hann sagði það skiljanlegt enda hefði skilnaður þeirra hjóna vakið athygli vegna þess hve vel hann tókst. „Við erum best fráskilda fólk á Íslandi,“ sagði hann af því tilefni. „Þetta er alveg ömurlegur tími“ Þeir ræddu síðan almennt um skilnaði og hvernig best sé að haga sér í slíku ferli. „Börn átta sig á því að þau eru helmingur þú og helmingur konan mín. Ef þú ert að tala illa um konuna þína við börnin þín þá ertu að tala illa til þeirra,“ segir Simmi. Það sé stóri áttavitinn í hverjum skilnaði. „Hvað er ég að sýna barninu mínu í samskiptum við móður þeirra?“ „Ég lokaði mig af í nokkra mánuði,“ segir Simmi þegar hann rifjar upp skilnaðinn sinn. „Ég valdi það að flytja út, það var ákvörðunin að ég myndi flytja út og ég vildi kaupa húsnæði í sama hverfi og það var ekki hægt í ákveðinn tíma. Þannig ég fékk inni hjá bæði vini mínum Ómari og bróður mínum.“ Simmi bjó þá í barnaherbergi í Grafarholti í nokkra mánuði og gat ekki tekið á móti börnum sínum á meðan. „Það er ekki hátt á þér risið. Þegar við eigum börn þá erum við með samviskubit yfir börnunum okkar alltaf, hvað þá í svona aðstæðum. Samviskubitið étur mann að innan,“ segir Simmi og bætir við „Þetta er alveg ömurlegur tími.“ Annað sorgarferli að missa vininn Hugi segist sjálfur hafa tapað milljónum króna, þurft að leggja niður fyrirtæki og sjónvarpsstöð, misst nákomna. Ekkert komi þó nálægt því að ganga í gegnum skilnað, það sé langerfiðast. Simmi segir skilnað einnig vera ákveðinn hreinsunareld og bætir við „í þessum aðstæðum þá stíga sumir inn, nær þér í vinahópinn þinn og sumir stíga bara algjörlega út.“ „Ég átti nokkur rogastans-sörpræs í þessum hreinsunareldi. Og ég átti ekki von á því að nákominn vinur minn stígi algjörlega út og gott betur. Af því bissness skiptir ekki máli, peningar koma, peningar fara og það er nóg af peningum þarna út,“ segir hann um einn vina sinna sem hann vill þó ekki nefna á nafn. „Sorgarferli tvö er bara að vináttan sem þú hélst að væri harðari en grjót reyndist byggð á sandi,“ segir Simmi að lokum um vinslitin.
Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Simmi Vill frumsýnir nýju kærustuna Sigmar Vilhjálmsson, athafna- og veitingamaðurinn geðþekki er genginn út. Simmi deildi mynd af sér og nýju dönsku kærustunni, Julie Christensen á Instagram í dag. 18. september 2022 19:40 Hugi og Unnur fögnuðu ástinni á Tenerife Fjölmiðlamaðurinn Hugi Halldórsson og Unnur Helgadóttir, hlaðvarpsstjarna og mannauðsstjóri í Seðlabankanum, eru nýjasta par landsins. Þau hafa notið lífsins saman undanfarið í sólinni á Tenerife. 12. mars 2024 11:37 Simmi Vill býður fyrrverandi eiginkonu sinni í mat á jólunum Vala Matt leit við hjá athafnarmanninum Sigmari Vilhjálmssyni á dögunum en hann segir að mikilvægt sé við skilnað að foreldrar reyni að halda góðum samskiptum sín á milli, barnanna vegna. 4. desember 2020 10:31 Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Simmi Vill frumsýnir nýju kærustuna Sigmar Vilhjálmsson, athafna- og veitingamaðurinn geðþekki er genginn út. Simmi deildi mynd af sér og nýju dönsku kærustunni, Julie Christensen á Instagram í dag. 18. september 2022 19:40
Hugi og Unnur fögnuðu ástinni á Tenerife Fjölmiðlamaðurinn Hugi Halldórsson og Unnur Helgadóttir, hlaðvarpsstjarna og mannauðsstjóri í Seðlabankanum, eru nýjasta par landsins. Þau hafa notið lífsins saman undanfarið í sólinni á Tenerife. 12. mars 2024 11:37
Simmi Vill býður fyrrverandi eiginkonu sinni í mat á jólunum Vala Matt leit við hjá athafnarmanninum Sigmari Vilhjálmssyni á dögunum en hann segir að mikilvægt sé við skilnað að foreldrar reyni að halda góðum samskiptum sín á milli, barnanna vegna. 4. desember 2020 10:31