Stal verðmætum fyrir 6,3 milljónir á tveimur árum Jón Þór Stefánsson skrifar 7. september 2024 09:40 Verðmætasta þýfið var eftir þjófnað í verslun í Hafnartorgi í Reykjavíkþegar maðurinn stal ótilgreindum vörum fyrir 560 þúsund krónur ásamt öðrum einstaklingi. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna fjölda brota, en flest þeirra vörðuðu þjófnað. Brotin sem málið varðar náðu frá 14. mars síðasta árs til 15. mars þessa árs, en andvirði þýfis mannsins voru rúmlega 4,5 milljónir króna. Ákæruliðirnir í málinu voru 31 talsins en þar af vörðuðu 27 þjófnað og einn tilraun til þjófnaðar. Hann var einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot og hilmingu. Verðmætasta þýfið var eftir þjófnað í verslun í Hafnartorgi í Reykjavík þegar maðurinn stal ótilgreindum vörum fyrir 560 þúsund krónur ásamt öðrum einstaklingi. Það næst verðmætasta var eftir þjófnað í verslun við Laugaveg þegar hann stal ótilgreindum vörum að andvirði 391 þúsund ásamt öðrum einstaklingi. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til þjófnaðar í verslun í Faxafeni. En í ákæru segir að hann hafi reynt að stela þaðan reiðhjóli hvers verðmæti var 870 þúsund krónur, en honum hafi ekki tekist að brjóta upp hurð verslunarinnar og því farið á brott án reiðhjólsins. Tuttugu skaðabótakröfur voru gerðar í málinu en dómari vísaði átta þeirra frá dómi þar sem að þær voru ekki lagðar fram af forsvarsmönnum fyrirtækisins. Líkt og áður segir hlaut maðurinn átta mánaða fangelsisdóm, en hann játaði sök. Sami maður hlaut sjö mánaða fangelsisdóm í janúar fyrr á þessu ári, en þá var hann ákærður fyrir tólf þjófnaðarbrot framin árin 2022 og 2023. Andvirði þýfisins í því máli hljóðaði upp á tæplega 1,8 milljónir króna. Á tímabili sem náði yfir tæplega tvö ár stal maðurinn verðmætum hvers verðmæti hljóðuðu upp á 6,3 milljónir. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Ákæruliðirnir í málinu voru 31 talsins en þar af vörðuðu 27 þjófnað og einn tilraun til þjófnaðar. Hann var einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot og hilmingu. Verðmætasta þýfið var eftir þjófnað í verslun í Hafnartorgi í Reykjavík þegar maðurinn stal ótilgreindum vörum fyrir 560 þúsund krónur ásamt öðrum einstaklingi. Það næst verðmætasta var eftir þjófnað í verslun við Laugaveg þegar hann stal ótilgreindum vörum að andvirði 391 þúsund ásamt öðrum einstaklingi. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til þjófnaðar í verslun í Faxafeni. En í ákæru segir að hann hafi reynt að stela þaðan reiðhjóli hvers verðmæti var 870 þúsund krónur, en honum hafi ekki tekist að brjóta upp hurð verslunarinnar og því farið á brott án reiðhjólsins. Tuttugu skaðabótakröfur voru gerðar í málinu en dómari vísaði átta þeirra frá dómi þar sem að þær voru ekki lagðar fram af forsvarsmönnum fyrirtækisins. Líkt og áður segir hlaut maðurinn átta mánaða fangelsisdóm, en hann játaði sök. Sami maður hlaut sjö mánaða fangelsisdóm í janúar fyrr á þessu ári, en þá var hann ákærður fyrir tólf þjófnaðarbrot framin árin 2022 og 2023. Andvirði þýfisins í því máli hljóðaði upp á tæplega 1,8 milljónir króna. Á tímabili sem náði yfir tæplega tvö ár stal maðurinn verðmætum hvers verðmæti hljóðuðu upp á 6,3 milljónir.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent