Stefnan er skýr - höldum ótrauð áfram Bragi Bjarnason skrifar 6. september 2024 12:31 Í stóru samfélagi er að mörgu að hyggja. Það veldur óneitanlega áhyggjum þegar fréttir af auknum vopnaburði og ofbeldi barna koma í fjölmiðlum. Við þurfum öll að bregðast við með yfirveguðum hætti með það að markmiði að gera samfélagið okkar öruggara. Við foreldrar erum í lykilhlutverki í að fræða börnin okkar um alvarleika ofbeldis og afleiðingar þess. Fagfólk sveitarfélagsins vinnur nú að fræðslu og vitundarvakningu um málefnið með samstarfsaðilum “Öruggara Suðurlands” og innan forvarnarteymis Árborgar. Áfram er það samvinna heimila, skóla og frístundastofnana sem skiptir höfuðmáli í að tryggja velferð barnanna okkar í Árborg. Á góðri leið en ekki komin í mark Rekstur Svf. Árborgar hefur tekið framförum og jákvæðum breytingum á undanförnum mánuðum. Bæjaryfirvöld hafa með einbeittum vilja snúið við neikvæðri rekstrarstöðu sveitarfélagsins, sem hefur verið ríkjandi frá árinu 2019. Þessi árangur er ekki síst merkjanlegur í bættum rekstrarniðurstöðum bæði A- og B hluta. Það sem af er ári er rekstur bæjarsjóðs og stofnana sveitarfélagsins jákvæður um 1300 milljónir króna. Skuldir fara jafnframt lækkandi. Þrátt fyrir að vera enn ekki komin í mark, eru þessar tölur vitnisburður um að við séum á réttri leið. Stefna meirihluta D- og Á lista er skýr, að leggja áfram áherslu á endurskipulagningu og rekstrarúrbætur sem leiða til enn frekari árangurs. Tekjur af sölu byggingarréttar hafa lagt sitt af mörkum til að styrkja lausafjárstöðuna. Má sem dæmi nefna einskiptistekjur upp á 1200 milljónir króna sem hafa góð áhrif á rekstrarniðurstöðu. Viðbótartekjur sem þessar draga úr þörf fyrir lántöku og aukinni skuldsetningu. Slíkt er mjög mikilvægt skref í átt að sjálfbærni og uppbyggingu innviða. Það er ljóst að með þessum árangri og áframhaldandi áherslu á rekstrarhagkvæmni mun Árborg halda áfram að blómstra sem lifandi og fjölbreytt samfélag. Mynd 1. Rekstrarniðurstaða A- og B hluta hjá Árborg og samþykkt fjárhagsáætlun Sveitarfélagið Árborg hefur því miður, líkt og mynd 1 sýnir, verið rekið með talsverðum halla frá árinu 2019. Slíkt gengur auðvitað ekki við núverandi aðstæður og skýrir áherslur núverandi bæjarstjórnar á endurskipulagningu reksturs. Þetta er vissulega krefjandi verkefni, en er að skila árangri og búast má við að niðurstaða í lok árs verði betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. En betur má ef duga skal. Við höfum ásamt frábæru starfsfólki viðhaldið góðri þjónustu við íbúa sveitarfélagsins en margir finna eðlilega fyrir aðgerðunum í formi hærri gjalda. Mér finnst rétt og heiðarlegt að benda hér á að framundan er umframálag á útsvar, sem kemur til greiðslu með uppgjöri skattsins 1.júní 2025. Mikilvægt er að íbúar séu meðvitaðir um þessar álögur vegna stöðunnar og geti gert ráð fyrir þeim í sínum áætlunum. Við leggjum áherslu á gagnsæi í okkar starfi og upplýsingum til íbúanna, svo sem með þessum pistli. Fjölbreytt lóðaframboð Sveitarfélagið okkar heldur áfram að vaxa og mikilvægt er að lóðaframboð fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi sé fjölbreytt. Slíkt næst fram með samstarfi sveitarfélagsins við öfluga einkaaðila. Frá sveitarfélaginu eru í auglýsingu lóðir undir einbýlishús í grónum hverfum. Í Víkurheiði eru tilbúnar lóðir undir atvinnustarfsemi. Við sem störfum fyrir bæjarfélagið finnum fyrir áframhaldandi áhuga á uppbyggingu víðsvegar í Árborg. Á næstunni verða því áfram auglýstar íbúðalóðir á Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfossi ásamt atvinnulóð við Norðurhóla á Selfossi. Jafnframt hefur lóðaframboð á vegum einkaaðila haldist stöðugt. Tökum vel á móti hausti Margt jákvætt er að gerast sem styður við samfélagið okkar og eykur lífsgæði. Nú styttist í opnun matvöru- og lyfjaverslunar við Eyraveg, golfvöllurinn hefur stækkað í 14 holur, nýtt verslunar- og þjónustuhúsnæði rís og fleiri íbúar bætast í hópinn. Við skulum taka vel á móti þeim. Sumarið er víst á enda, mörgum sem fannst það líklega aldrei byrja. Ég vona að sem flestir hafi náð góðri samveru með sínum nánustu, sem eru verðmætustu stundirnar þegar horft er til baka. Sumarið var viðburðaríkt í Árborg. Bæjarhátíðir, íþróttamót, leikir og aðrir viðburðir í hverri viku og fjöldi gesta nýtti tækifærið til að heimsækja lifandi samfélag Árborgar. Gamla góða rútínan hefur þó sína kosti núna þegar skóla-, frístunda- og annað vetrarstarf er hafið. Njótum haustsins. Höfundur er bæjarstjóri og foreldri í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Bjarnason Árborg Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Í stóru samfélagi er að mörgu að hyggja. Það veldur óneitanlega áhyggjum þegar fréttir af auknum vopnaburði og ofbeldi barna koma í fjölmiðlum. Við þurfum öll að bregðast við með yfirveguðum hætti með það að markmiði að gera samfélagið okkar öruggara. Við foreldrar erum í lykilhlutverki í að fræða börnin okkar um alvarleika ofbeldis og afleiðingar þess. Fagfólk sveitarfélagsins vinnur nú að fræðslu og vitundarvakningu um málefnið með samstarfsaðilum “Öruggara Suðurlands” og innan forvarnarteymis Árborgar. Áfram er það samvinna heimila, skóla og frístundastofnana sem skiptir höfuðmáli í að tryggja velferð barnanna okkar í Árborg. Á góðri leið en ekki komin í mark Rekstur Svf. Árborgar hefur tekið framförum og jákvæðum breytingum á undanförnum mánuðum. Bæjaryfirvöld hafa með einbeittum vilja snúið við neikvæðri rekstrarstöðu sveitarfélagsins, sem hefur verið ríkjandi frá árinu 2019. Þessi árangur er ekki síst merkjanlegur í bættum rekstrarniðurstöðum bæði A- og B hluta. Það sem af er ári er rekstur bæjarsjóðs og stofnana sveitarfélagsins jákvæður um 1300 milljónir króna. Skuldir fara jafnframt lækkandi. Þrátt fyrir að vera enn ekki komin í mark, eru þessar tölur vitnisburður um að við séum á réttri leið. Stefna meirihluta D- og Á lista er skýr, að leggja áfram áherslu á endurskipulagningu og rekstrarúrbætur sem leiða til enn frekari árangurs. Tekjur af sölu byggingarréttar hafa lagt sitt af mörkum til að styrkja lausafjárstöðuna. Má sem dæmi nefna einskiptistekjur upp á 1200 milljónir króna sem hafa góð áhrif á rekstrarniðurstöðu. Viðbótartekjur sem þessar draga úr þörf fyrir lántöku og aukinni skuldsetningu. Slíkt er mjög mikilvægt skref í átt að sjálfbærni og uppbyggingu innviða. Það er ljóst að með þessum árangri og áframhaldandi áherslu á rekstrarhagkvæmni mun Árborg halda áfram að blómstra sem lifandi og fjölbreytt samfélag. Mynd 1. Rekstrarniðurstaða A- og B hluta hjá Árborg og samþykkt fjárhagsáætlun Sveitarfélagið Árborg hefur því miður, líkt og mynd 1 sýnir, verið rekið með talsverðum halla frá árinu 2019. Slíkt gengur auðvitað ekki við núverandi aðstæður og skýrir áherslur núverandi bæjarstjórnar á endurskipulagningu reksturs. Þetta er vissulega krefjandi verkefni, en er að skila árangri og búast má við að niðurstaða í lok árs verði betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. En betur má ef duga skal. Við höfum ásamt frábæru starfsfólki viðhaldið góðri þjónustu við íbúa sveitarfélagsins en margir finna eðlilega fyrir aðgerðunum í formi hærri gjalda. Mér finnst rétt og heiðarlegt að benda hér á að framundan er umframálag á útsvar, sem kemur til greiðslu með uppgjöri skattsins 1.júní 2025. Mikilvægt er að íbúar séu meðvitaðir um þessar álögur vegna stöðunnar og geti gert ráð fyrir þeim í sínum áætlunum. Við leggjum áherslu á gagnsæi í okkar starfi og upplýsingum til íbúanna, svo sem með þessum pistli. Fjölbreytt lóðaframboð Sveitarfélagið okkar heldur áfram að vaxa og mikilvægt er að lóðaframboð fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi sé fjölbreytt. Slíkt næst fram með samstarfi sveitarfélagsins við öfluga einkaaðila. Frá sveitarfélaginu eru í auglýsingu lóðir undir einbýlishús í grónum hverfum. Í Víkurheiði eru tilbúnar lóðir undir atvinnustarfsemi. Við sem störfum fyrir bæjarfélagið finnum fyrir áframhaldandi áhuga á uppbyggingu víðsvegar í Árborg. Á næstunni verða því áfram auglýstar íbúðalóðir á Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfossi ásamt atvinnulóð við Norðurhóla á Selfossi. Jafnframt hefur lóðaframboð á vegum einkaaðila haldist stöðugt. Tökum vel á móti hausti Margt jákvætt er að gerast sem styður við samfélagið okkar og eykur lífsgæði. Nú styttist í opnun matvöru- og lyfjaverslunar við Eyraveg, golfvöllurinn hefur stækkað í 14 holur, nýtt verslunar- og þjónustuhúsnæði rís og fleiri íbúar bætast í hópinn. Við skulum taka vel á móti þeim. Sumarið er víst á enda, mörgum sem fannst það líklega aldrei byrja. Ég vona að sem flestir hafi náð góðri samveru með sínum nánustu, sem eru verðmætustu stundirnar þegar horft er til baka. Sumarið var viðburðaríkt í Árborg. Bæjarhátíðir, íþróttamót, leikir og aðrir viðburðir í hverri viku og fjöldi gesta nýtti tækifærið til að heimsækja lifandi samfélag Árborgar. Gamla góða rútínan hefur þó sína kosti núna þegar skóla-, frístunda- og annað vetrarstarf er hafið. Njótum haustsins. Höfundur er bæjarstjóri og foreldri í Árborg.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun