Sannleikurinn um Evrópusambandið III: Eflum álfuna okkar, Evrópu, og þar með ESB, barnanna okkar vegna! Ole Anton Bieldtvedt skrifar 8. september 2024 07:02 Undirritaður bjó í miðju Evrópusambandinu, Þýzkalandi, í 27 ár og fylgdist gjörla með þróun ríkjasambandsins allan þennan tíma, reyndar fyrir og eftir á líka, svo og með tilkomu Evrunnar og þróun þessa sameiginlega gjaldmiðils nú 26 þjóða. Allt gerðist þetta innan frá; ég upplifði atburðarásina á staðnum. Hægri öfgamenn, þjóðernissinnar með þrönga sýn, popúlistar, liggja í því, að skrifa óhróður um Evrópusambandið, ESB, mikið þá í formi hálfsannleika og rangfærslna, þar sem staðreyndir eru slitnar úr samhengi, bútum skeytt saman, þannig, að rétt mynd afskræmist og sannleikur bjagast. Fyrir suma virkar þetta vel, fer vel í þá, en forsendan er auðvitað sú, að menn kunna ekki góð skil á efninu, hafi ekki upplifað eða sett sig vel inn í málið, og falla sumir í gryfju rangfærslnanna og taka þær sem góðar og gildar. Þessi óhróðurskrif hafa líka farið fram hér Vísi, þessum ágæta miðli, og það í stórum stíl, einkum síðasta misserið. Ég tel, að þessi skrif tengist félagasamtökunum Heimssýn, en, ef Heimssýn væri stjórnmálaflokkur, myndi hann að mínu mati flokkast með Brexit-sinnum, AfD í Þýzkalandi, Front National/Le Pen í Frakklandi, Lega Nord eða FdI á Ítalíu, en þessi síðastnefndu stjórnmálasamtök eiga rætur að rekja til PNF, Partitio Nazionale Fascista, sem Mussolini stofnaði. Í stað þessa að elta frekari ólar við einstakar rangfærslur, sem líka eru endurteknar sífellt, eins og um slitna plötu væri að ræða, hef ég ákveðið, að skrifa upplýsandi greinar um Evrópu, ESB og Evruna. Hér kemur sú 3., III, en hinar 2 birtust 19.08. og 29.08. sl.: Hver var staðan í Evrópu fyrir 100 árum? Fyrir 100 árum voru jarðarbúar 2 milljarðar. Voru Evrópubúar, er þar átt við vestari hlutann, um 500 milljónir. 25% jarðarbúa. Verulegur hluti. Staðan og horfur nú? Nú eru þessar tölur 8 milljarðar jarðarbúa, en Evrópubúum hefur ekki fjölgað. Eru enn 500 milljónir. Hlutfall er því komið niður í 6-7%. Um næstu aldamót er talið, að jarðarbúar verði komnir í 11-12 milljarða, en ekki er búizt við að Evrópubúum fjölgi. Þeir verða því aðeins 4% jarðarbúa um næstu aldamót. Miðstöð mannréttinda, velferðar og öryggis Á sama tíma er Evrópa miðstöð lýðræðis, bráttunnar gegn spillingu, mannréttinda, virðingar við jörðina, velferðar og öryggis. Er ljóst, að margur maðurinn í Asíu, Afríku eða S-Ameríku muni renna hýru auga til Evrópu og þeirrar velferðar, frelsis og þess öryggis, sem hér má finna, á komandi áratugum. Þessi staða er nú þegar komin upp í formi flóttamanna frá Miðausturlöndum, Asíu og Afríku, svo að ekki sé talað um Úkraínumenn, sem reyndar eru að flýja innan Evrópu, en vilja ekkert frekar, en verða hluti af hinni eiginlegu Evrópu, Evrópusambandinu, ESB. Enn eru þetta mest einstaklingar, sem eru að flýja stríðshörmungar, atvinnuleysi, fátækt, kúgun, vonleysi og ófrelsi. Ekki öflug lið eða skipulegar fylkingar trúarhópa eða árásargjarnra þjóða eða kynþátta. Hvað kennir mankynssagan okkur? Mannkynssagan einkennist af baráttu um auðæfi, land og kosti þess, völd og trúarbrögð. Þrátt fyrir viðleitni til samskipta og samstarfs á grundvelli skilnings og samhjálpar, er hætt við, að mannkynssagan muni endurtaka sig. Eitt er sjálfsbjargarhvöt manna og endalaus leit að betra lífi, annað er valda- og yfirráðasókn valdagráðugra þjóðarleiðtoga og ofstækisfullra trúarleiðtoga í heimi minnkandi auðlinda og dvínandi lífsgæða. Höldum vöku okkar fyrir börnin okkar Það væri ótrúleg grunnhyggja, ef við, Evrópubúar, héldum, að við gætum setið að mannréttindum okkar, allsnægtum og öryggi, í ró og friði, meðan aðrir hlutar mannkyns svelta, líða og þjást, og, að þeir, sem eiga undir högg að sækja, muni einfaldlega nema staðar við línu á landakortinu. Hvernig mætti uppskipting og ágreiningur vera til góðs? Til eru þeir menn, sem virðast halda, að Evrópa sé bezt komin í uppskiptingu og ágreiningi. Það er hryggilegt, að jafnvel íslenzkir forystumenn, margur maðurinn í D og B, svo að ekki sé talað um M, skuli, vegna þjóðerniskenndar sinnar og skammsýni, músarholusjónarmiða, aðhyllast og beinlínis styðja þessi sjónarmið og tilraunir til niðurrifs og uppskiptingar, veikingar, eyðileggingar Evrópu. Margir þessara manna koma einmitt saman í Heimssýn. Sterk Evrópa og aðgerðarplan til hjálpar eina leiðin! Til að tryggja hagsmuni og öryggi Evrópu, þarf þetta til að koma: Skilningur á þessari stöðu og þeirri hættu, sem fram undan leynist. Fullkomin samstaða og bezta möguleg samvinna allra þjóða og afla innan Evrópu, Evrópusambandsins, Ísland auðvitað meðtalið. Evrópa þarf að fara af stað með öfluga áætlun og aðgerðaplan til að styrkja og byggja upp fátækar þjóðir heims, einkum í Afríku og Asíu, og hjálpa þeim þannig til sjálfsbjargar, en heima hjá þeim. Vettvangur fyrir þetta lífsnauðsynlega samstarf og aðgerðir er vitaskuld Evrópusambandið, ESB, sem, Guði sé lof, er komið vel á veg með að friða, sameina og styrkja Evrópu, viðskiptalega og efnahagslega, og sér þörfina nú á hernaðarlegri styrkingu og sjálfstæði. NATO fínt, en veitir í núverandi formi ekki framtíðaröryggi Menn hafa í sambandi við öryggi Evrópu talið, að NATO myndi tryggja hagsmuni hennar og varnir, en, því miður hafa Evrópubúar treyst um of á hernaðarmátt Bandaríkjanna í NATO og þar með vanrækt sjálfstæðar varnir sínar og hernaðarmátt Evrópu sjálfar. Úr þessu er nú loks verið að bæta, svo kaldhæðnislegt, sem það er, þökk sé Pútín. Framtíðarstyrk Evrópu liggur í sameinuðu ríkjasambandi ESB og NATO, en þjóðirnar, sem að þeim standa, eru mikið þær sömu. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Undirritaður bjó í miðju Evrópusambandinu, Þýzkalandi, í 27 ár og fylgdist gjörla með þróun ríkjasambandsins allan þennan tíma, reyndar fyrir og eftir á líka, svo og með tilkomu Evrunnar og þróun þessa sameiginlega gjaldmiðils nú 26 þjóða. Allt gerðist þetta innan frá; ég upplifði atburðarásina á staðnum. Hægri öfgamenn, þjóðernissinnar með þrönga sýn, popúlistar, liggja í því, að skrifa óhróður um Evrópusambandið, ESB, mikið þá í formi hálfsannleika og rangfærslna, þar sem staðreyndir eru slitnar úr samhengi, bútum skeytt saman, þannig, að rétt mynd afskræmist og sannleikur bjagast. Fyrir suma virkar þetta vel, fer vel í þá, en forsendan er auðvitað sú, að menn kunna ekki góð skil á efninu, hafi ekki upplifað eða sett sig vel inn í málið, og falla sumir í gryfju rangfærslnanna og taka þær sem góðar og gildar. Þessi óhróðurskrif hafa líka farið fram hér Vísi, þessum ágæta miðli, og það í stórum stíl, einkum síðasta misserið. Ég tel, að þessi skrif tengist félagasamtökunum Heimssýn, en, ef Heimssýn væri stjórnmálaflokkur, myndi hann að mínu mati flokkast með Brexit-sinnum, AfD í Þýzkalandi, Front National/Le Pen í Frakklandi, Lega Nord eða FdI á Ítalíu, en þessi síðastnefndu stjórnmálasamtök eiga rætur að rekja til PNF, Partitio Nazionale Fascista, sem Mussolini stofnaði. Í stað þessa að elta frekari ólar við einstakar rangfærslur, sem líka eru endurteknar sífellt, eins og um slitna plötu væri að ræða, hef ég ákveðið, að skrifa upplýsandi greinar um Evrópu, ESB og Evruna. Hér kemur sú 3., III, en hinar 2 birtust 19.08. og 29.08. sl.: Hver var staðan í Evrópu fyrir 100 árum? Fyrir 100 árum voru jarðarbúar 2 milljarðar. Voru Evrópubúar, er þar átt við vestari hlutann, um 500 milljónir. 25% jarðarbúa. Verulegur hluti. Staðan og horfur nú? Nú eru þessar tölur 8 milljarðar jarðarbúa, en Evrópubúum hefur ekki fjölgað. Eru enn 500 milljónir. Hlutfall er því komið niður í 6-7%. Um næstu aldamót er talið, að jarðarbúar verði komnir í 11-12 milljarða, en ekki er búizt við að Evrópubúum fjölgi. Þeir verða því aðeins 4% jarðarbúa um næstu aldamót. Miðstöð mannréttinda, velferðar og öryggis Á sama tíma er Evrópa miðstöð lýðræðis, bráttunnar gegn spillingu, mannréttinda, virðingar við jörðina, velferðar og öryggis. Er ljóst, að margur maðurinn í Asíu, Afríku eða S-Ameríku muni renna hýru auga til Evrópu og þeirrar velferðar, frelsis og þess öryggis, sem hér má finna, á komandi áratugum. Þessi staða er nú þegar komin upp í formi flóttamanna frá Miðausturlöndum, Asíu og Afríku, svo að ekki sé talað um Úkraínumenn, sem reyndar eru að flýja innan Evrópu, en vilja ekkert frekar, en verða hluti af hinni eiginlegu Evrópu, Evrópusambandinu, ESB. Enn eru þetta mest einstaklingar, sem eru að flýja stríðshörmungar, atvinnuleysi, fátækt, kúgun, vonleysi og ófrelsi. Ekki öflug lið eða skipulegar fylkingar trúarhópa eða árásargjarnra þjóða eða kynþátta. Hvað kennir mankynssagan okkur? Mannkynssagan einkennist af baráttu um auðæfi, land og kosti þess, völd og trúarbrögð. Þrátt fyrir viðleitni til samskipta og samstarfs á grundvelli skilnings og samhjálpar, er hætt við, að mannkynssagan muni endurtaka sig. Eitt er sjálfsbjargarhvöt manna og endalaus leit að betra lífi, annað er valda- og yfirráðasókn valdagráðugra þjóðarleiðtoga og ofstækisfullra trúarleiðtoga í heimi minnkandi auðlinda og dvínandi lífsgæða. Höldum vöku okkar fyrir börnin okkar Það væri ótrúleg grunnhyggja, ef við, Evrópubúar, héldum, að við gætum setið að mannréttindum okkar, allsnægtum og öryggi, í ró og friði, meðan aðrir hlutar mannkyns svelta, líða og þjást, og, að þeir, sem eiga undir högg að sækja, muni einfaldlega nema staðar við línu á landakortinu. Hvernig mætti uppskipting og ágreiningur vera til góðs? Til eru þeir menn, sem virðast halda, að Evrópa sé bezt komin í uppskiptingu og ágreiningi. Það er hryggilegt, að jafnvel íslenzkir forystumenn, margur maðurinn í D og B, svo að ekki sé talað um M, skuli, vegna þjóðerniskenndar sinnar og skammsýni, músarholusjónarmiða, aðhyllast og beinlínis styðja þessi sjónarmið og tilraunir til niðurrifs og uppskiptingar, veikingar, eyðileggingar Evrópu. Margir þessara manna koma einmitt saman í Heimssýn. Sterk Evrópa og aðgerðarplan til hjálpar eina leiðin! Til að tryggja hagsmuni og öryggi Evrópu, þarf þetta til að koma: Skilningur á þessari stöðu og þeirri hættu, sem fram undan leynist. Fullkomin samstaða og bezta möguleg samvinna allra þjóða og afla innan Evrópu, Evrópusambandsins, Ísland auðvitað meðtalið. Evrópa þarf að fara af stað með öfluga áætlun og aðgerðaplan til að styrkja og byggja upp fátækar þjóðir heims, einkum í Afríku og Asíu, og hjálpa þeim þannig til sjálfsbjargar, en heima hjá þeim. Vettvangur fyrir þetta lífsnauðsynlega samstarf og aðgerðir er vitaskuld Evrópusambandið, ESB, sem, Guði sé lof, er komið vel á veg með að friða, sameina og styrkja Evrópu, viðskiptalega og efnahagslega, og sér þörfina nú á hernaðarlegri styrkingu og sjálfstæði. NATO fínt, en veitir í núverandi formi ekki framtíðaröryggi Menn hafa í sambandi við öryggi Evrópu talið, að NATO myndi tryggja hagsmuni hennar og varnir, en, því miður hafa Evrópubúar treyst um of á hernaðarmátt Bandaríkjanna í NATO og þar með vanrækt sjálfstæðar varnir sínar og hernaðarmátt Evrópu sjálfar. Úr þessu er nú loks verið að bæta, svo kaldhæðnislegt, sem það er, þökk sé Pútín. Framtíðarstyrk Evrópu liggur í sameinuðu ríkjasambandi ESB og NATO, en þjóðirnar, sem að þeim standa, eru mikið þær sömu. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun