Átta réðust á einn og höfðu af honum gleraugun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2024 06:24 Lögregla sinnti fjölbreyttum verkefnum á vaktinni í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti meðal annars fimm útköllum vegna líkamsárása á vaktinni i gærkvöldi og nótt og þremur vegna heimilisofbeldis. Ekki er gerð grein fyrir öllum málunum í tilkynningu lögreglu yfir verkefni næturinnar og sérstaklega tekið fram að lögregla veiti ekki upplýsingar um sérstaklega viðkvæm mál á þessu stigi. Hins vegar eru nokkur mál rakin, meðal annars útkall sem barst vegna manns sem hafði slegið annan mann í andlitið með golfkylfu, nánar tiltekið 5-tré. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu og kylfan haldlögð. Árásarþoli hlaut minniháttar áverka á andliti en sagðist ekki nenna að fara á slysadeild. Lögregla var einnig kölluð til vegna ógnandi manns í bílakjallara en sá reyndist hafa brotið framrúðu í bifreið og rænt fjármunum af tilkynnanda með því að hóta honum barsmíðum með flösku. Maðurinn var handtekinn og á honum fundust ætluð fíkniefni og ætlað þýfi. Annar maður sem tók þátt í ráninu og hafði í hótunum með eggvopni var farinn þegar lögreglu bar að og hefur ekki fundist. Lögregla sinnti einnig útkalli þar sem aðstoðar var óskað vegna ráns en þar voru átta sagðir hafa ráðist að einum og tekið af honum gleraugun. Árásarþoli sagði mennina hafa kýlt sig í höfuðið, dregið sig niður í jörðina og sparkað í hnakka og bak. Flestir sem komu að málum eru óþekktir og allir eru ófundnir. Málið er í rannsókn. Ein eftirför var farin í gær þegar ökumaður freistaði þess að komast undan lögreglu. Stöðvaði hann loks bifreið sína en hljóp í burtu í gegnum garða við íbúðarhús. Lögreglumenn náðu manninum og yfirbuguðu . Hann reyndist ölvaður og undir áhrifum kókaíns og þá fundust fíkniefni í bifreiðinni. Lögreglumál Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Ekki er gerð grein fyrir öllum málunum í tilkynningu lögreglu yfir verkefni næturinnar og sérstaklega tekið fram að lögregla veiti ekki upplýsingar um sérstaklega viðkvæm mál á þessu stigi. Hins vegar eru nokkur mál rakin, meðal annars útkall sem barst vegna manns sem hafði slegið annan mann í andlitið með golfkylfu, nánar tiltekið 5-tré. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu og kylfan haldlögð. Árásarþoli hlaut minniháttar áverka á andliti en sagðist ekki nenna að fara á slysadeild. Lögregla var einnig kölluð til vegna ógnandi manns í bílakjallara en sá reyndist hafa brotið framrúðu í bifreið og rænt fjármunum af tilkynnanda með því að hóta honum barsmíðum með flösku. Maðurinn var handtekinn og á honum fundust ætluð fíkniefni og ætlað þýfi. Annar maður sem tók þátt í ráninu og hafði í hótunum með eggvopni var farinn þegar lögreglu bar að og hefur ekki fundist. Lögregla sinnti einnig útkalli þar sem aðstoðar var óskað vegna ráns en þar voru átta sagðir hafa ráðist að einum og tekið af honum gleraugun. Árásarþoli sagði mennina hafa kýlt sig í höfuðið, dregið sig niður í jörðina og sparkað í hnakka og bak. Flestir sem komu að málum eru óþekktir og allir eru ófundnir. Málið er í rannsókn. Ein eftirför var farin í gær þegar ökumaður freistaði þess að komast undan lögreglu. Stöðvaði hann loks bifreið sína en hljóp í burtu í gegnum garða við íbúðarhús. Lögreglumenn náðu manninum og yfirbuguðu . Hann reyndist ölvaður og undir áhrifum kókaíns og þá fundust fíkniefni í bifreiðinni.
Lögreglumál Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira