Danska lögreglan má nú nota andlitsgreiningu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. september 2024 16:43 Lögregla í Danmörku má þó ekki nota slíka tækni við rauntímaandlitsgreiningu. Getty Lögreglan í Danmörku má nú beita svokallaðri andlitsgreiningartækni við rannsókn á sakamálum. Þannig getur lögreglan fundið og fylgst með ferðum fólks sem lýst hefur verið eftir í öryggismyndavélum. Politiken greinir frá því að ríkisstjórn Mette Frederiksen forsætisráðherra hafi náð samkomulagi við fjóra flokka stjórnarandstöðunnar í gær. Lögregla má þó ekki nota slíka tækni í rauntíma. „Nú er lögreglu fyrst um sinn kleift að nota meðal annars andlitsgreiningu í málum þar sem fólki er stefnt í hættu eða þegar um þjóðaröryggi er að ræða,“ er haft eftir Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra. Mikið hefur verið rætt í Danmörku undanfarið um hvort veita eigi lögreglunni leyfi til að beita slíkri tækni sem margir eru andvígir af persónuverndarástæðum. Aukinn þungi færðist í umræðuna eftir að fréttir bárust af því að ungir drengir hefðu verið fluttir frá Svíþjóð til Danmerkur til að taka þátt í erjum danskra glæpagengja. 15 ára og 16 ára drengur hafa meðal annars verið ákærðir fyrir tilraun til manndráps í héraðsdómi Kaupmannahafnar. „Tæknin stórbætir ekki bara rannsóknarvinnuna heldur sparar einnig tíma sem er lykilþáttur í rannsóknarvinnu,“ segir Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra. Flokkurinn sem var hvað mótfallnastur þessum áformum, SF, hefur gengist við að styðja leyfisveitinguna. „Um ræðir öfluga tækni og þess vegna komum við í SF til með að fylgjast vel með hvernig yfirvöld beita henni. Okkur hefur verið lofað mati á tilrauninni,“ er haft eftir Karinu Lorentzen, þingkonu SF. Ásamt SF-liðum studdu Danmerkurdemókratar, Íhaldsflokkurinn og Radikale Venstre leyfisveitinguna einnig. Danmörk Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Politiken greinir frá því að ríkisstjórn Mette Frederiksen forsætisráðherra hafi náð samkomulagi við fjóra flokka stjórnarandstöðunnar í gær. Lögregla má þó ekki nota slíka tækni í rauntíma. „Nú er lögreglu fyrst um sinn kleift að nota meðal annars andlitsgreiningu í málum þar sem fólki er stefnt í hættu eða þegar um þjóðaröryggi er að ræða,“ er haft eftir Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra. Mikið hefur verið rætt í Danmörku undanfarið um hvort veita eigi lögreglunni leyfi til að beita slíkri tækni sem margir eru andvígir af persónuverndarástæðum. Aukinn þungi færðist í umræðuna eftir að fréttir bárust af því að ungir drengir hefðu verið fluttir frá Svíþjóð til Danmerkur til að taka þátt í erjum danskra glæpagengja. 15 ára og 16 ára drengur hafa meðal annars verið ákærðir fyrir tilraun til manndráps í héraðsdómi Kaupmannahafnar. „Tæknin stórbætir ekki bara rannsóknarvinnuna heldur sparar einnig tíma sem er lykilþáttur í rannsóknarvinnu,“ segir Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra. Flokkurinn sem var hvað mótfallnastur þessum áformum, SF, hefur gengist við að styðja leyfisveitinguna. „Um ræðir öfluga tækni og þess vegna komum við í SF til með að fylgjast vel með hvernig yfirvöld beita henni. Okkur hefur verið lofað mati á tilrauninni,“ er haft eftir Karinu Lorentzen, þingkonu SF. Ásamt SF-liðum studdu Danmerkurdemókratar, Íhaldsflokkurinn og Radikale Venstre leyfisveitinguna einnig.
Danmörk Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira