Vilja sýna hluttekningu með frestun á stóru balli Kolbeinn Tumi Daðason og Telma Tómasson skrifa 5. september 2024 15:49 Magnús tók við starfi skólameistara í Fjölbraut í Ármúla árið 2018. Vísir/Vilhelm Skólameistari Fjölbrautarskólans við Ármúla hefur ekki orðið var við hnífaburð nemenda í skólanum. Hann telur nemendur orðna það þroskaða að átta sig á afleiðingum sem slíkt gæti haft í för með sér. Stóru nýnemaballi hefur verið frestað um eina til tvær vikur. Skólameistarar allra framhaldsskólanna komu saman á Teams fundi í gær til að ræða starf í skólunum. Í framhaldi af þeim fundi sátu skólameistarar Fjölbrautarskólanna við Ármúla, Breiðholti og Mosfellsbæ auk Borgarholtsskóla og Tækniskólans áfram og ræddu fyrirhugað sameiginlegt nýnemaball skólanna. „Við áttum góða umræðu og vorum sammála um að þetta væri ekki alveg nógu gott að vera með skólaball, fólk að skemmta sér og gaman í ljósi þessa hörmulega atburðar,“ segir Magnús Ingvason skólameistari í FÁ. Atburðurinn sem Magnús vísar til er hnífsstunga við Skúlagötu í Reykjavík á Menningarnótt sem leiddi til andláts sautján ára stúlku, Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Hún var nemandi við Verzlunarskóla Íslands. Hinn grunaði er sextán ára og sætir gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Sýna hluttekningu Misjafnt sé eflaust eftir skólum hve mikið samráð hafi verið haft við nemendur en nemendur í FÁ sýni ákvörðuninni í það minnsta fullan skilning. Með ákvörðuninni sé fyrst og fremst verið að sýna hluttekningu frekar en að um öryggismál sé að ræða. „Það eru allir slegnir yfir þessu og mjög þungt hljóð í mörgum. Þetta er verulega sorglegur atburður,“ segir Magnús. Kennarar í skólanum ræði mikið við nemendur sína um atburðinn sorglega en sömuleiðis ofbeldi og hnífaburð í þjóðfélaginu. „Það hafa verið mjög góðar og gagnlegar umræður í mörgum tímum hjá okkur. Kennarar segja mér að nemendum sé brugðið og finnist þetta mál allt ömurlegt.“ Frestað um eina til tvær vikur Mikil áhersla sé lögð á forvarnarstarf í framhaldsskólum. Á skólafundi í október verði ofbeldi og hnífaburður til umræðu. Þar munu nemendur koma að umræðunni. „Það eru forvarnarfulltrúar í öllum skólum og stöðug brýning í félagslífinu annars vegar og áföngum og bekkjum hins vegar.“ Hann hefur ekki orðið var við hnífaburð innan veggja skólans. „Ég treysti að þau séu orðin það þroskuð að skilja að það gengur ekki að hafa með sér hnífa í skólann. Þau átta sig á afleiðingunum. Við höfum ekki orðið vör við að það sé einhver með hníf í skólanum.“ Stefnt sé á að halda nýnemaballið eftir eina til tvær vikur. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Skólameistarar allra framhaldsskólanna komu saman á Teams fundi í gær til að ræða starf í skólunum. Í framhaldi af þeim fundi sátu skólameistarar Fjölbrautarskólanna við Ármúla, Breiðholti og Mosfellsbæ auk Borgarholtsskóla og Tækniskólans áfram og ræddu fyrirhugað sameiginlegt nýnemaball skólanna. „Við áttum góða umræðu og vorum sammála um að þetta væri ekki alveg nógu gott að vera með skólaball, fólk að skemmta sér og gaman í ljósi þessa hörmulega atburðar,“ segir Magnús Ingvason skólameistari í FÁ. Atburðurinn sem Magnús vísar til er hnífsstunga við Skúlagötu í Reykjavík á Menningarnótt sem leiddi til andláts sautján ára stúlku, Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Hún var nemandi við Verzlunarskóla Íslands. Hinn grunaði er sextán ára og sætir gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Sýna hluttekningu Misjafnt sé eflaust eftir skólum hve mikið samráð hafi verið haft við nemendur en nemendur í FÁ sýni ákvörðuninni í það minnsta fullan skilning. Með ákvörðuninni sé fyrst og fremst verið að sýna hluttekningu frekar en að um öryggismál sé að ræða. „Það eru allir slegnir yfir þessu og mjög þungt hljóð í mörgum. Þetta er verulega sorglegur atburður,“ segir Magnús. Kennarar í skólanum ræði mikið við nemendur sína um atburðinn sorglega en sömuleiðis ofbeldi og hnífaburð í þjóðfélaginu. „Það hafa verið mjög góðar og gagnlegar umræður í mörgum tímum hjá okkur. Kennarar segja mér að nemendum sé brugðið og finnist þetta mál allt ömurlegt.“ Frestað um eina til tvær vikur Mikil áhersla sé lögð á forvarnarstarf í framhaldsskólum. Á skólafundi í október verði ofbeldi og hnífaburður til umræðu. Þar munu nemendur koma að umræðunni. „Það eru forvarnarfulltrúar í öllum skólum og stöðug brýning í félagslífinu annars vegar og áföngum og bekkjum hins vegar.“ Hann hefur ekki orðið var við hnífaburð innan veggja skólans. „Ég treysti að þau séu orðin það þroskuð að skilja að það gengur ekki að hafa með sér hnífa í skólann. Þau átta sig á afleiðingunum. Við höfum ekki orðið vör við að það sé einhver með hníf í skólanum.“ Stefnt sé á að halda nýnemaballið eftir eina til tvær vikur.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira