Vilja sýna hluttekningu með frestun á stóru balli Kolbeinn Tumi Daðason og Telma Tómasson skrifa 5. september 2024 15:49 Magnús tók við starfi skólameistara í Fjölbraut í Ármúla árið 2018. Vísir/Vilhelm Skólameistari Fjölbrautarskólans við Ármúla hefur ekki orðið var við hnífaburð nemenda í skólanum. Hann telur nemendur orðna það þroskaða að átta sig á afleiðingum sem slíkt gæti haft í för með sér. Stóru nýnemaballi hefur verið frestað um eina til tvær vikur. Skólameistarar allra framhaldsskólanna komu saman á Teams fundi í gær til að ræða starf í skólunum. Í framhaldi af þeim fundi sátu skólameistarar Fjölbrautarskólanna við Ármúla, Breiðholti og Mosfellsbæ auk Borgarholtsskóla og Tækniskólans áfram og ræddu fyrirhugað sameiginlegt nýnemaball skólanna. „Við áttum góða umræðu og vorum sammála um að þetta væri ekki alveg nógu gott að vera með skólaball, fólk að skemmta sér og gaman í ljósi þessa hörmulega atburðar,“ segir Magnús Ingvason skólameistari í FÁ. Atburðurinn sem Magnús vísar til er hnífsstunga við Skúlagötu í Reykjavík á Menningarnótt sem leiddi til andláts sautján ára stúlku, Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Hún var nemandi við Verzlunarskóla Íslands. Hinn grunaði er sextán ára og sætir gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Sýna hluttekningu Misjafnt sé eflaust eftir skólum hve mikið samráð hafi verið haft við nemendur en nemendur í FÁ sýni ákvörðuninni í það minnsta fullan skilning. Með ákvörðuninni sé fyrst og fremst verið að sýna hluttekningu frekar en að um öryggismál sé að ræða. „Það eru allir slegnir yfir þessu og mjög þungt hljóð í mörgum. Þetta er verulega sorglegur atburður,“ segir Magnús. Kennarar í skólanum ræði mikið við nemendur sína um atburðinn sorglega en sömuleiðis ofbeldi og hnífaburð í þjóðfélaginu. „Það hafa verið mjög góðar og gagnlegar umræður í mörgum tímum hjá okkur. Kennarar segja mér að nemendum sé brugðið og finnist þetta mál allt ömurlegt.“ Frestað um eina til tvær vikur Mikil áhersla sé lögð á forvarnarstarf í framhaldsskólum. Á skólafundi í október verði ofbeldi og hnífaburður til umræðu. Þar munu nemendur koma að umræðunni. „Það eru forvarnarfulltrúar í öllum skólum og stöðug brýning í félagslífinu annars vegar og áföngum og bekkjum hins vegar.“ Hann hefur ekki orðið var við hnífaburð innan veggja skólans. „Ég treysti að þau séu orðin það þroskuð að skilja að það gengur ekki að hafa með sér hnífa í skólann. Þau átta sig á afleiðingunum. Við höfum ekki orðið vör við að það sé einhver með hníf í skólanum.“ Stefnt sé á að halda nýnemaballið eftir eina til tvær vikur. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Skólameistarar allra framhaldsskólanna komu saman á Teams fundi í gær til að ræða starf í skólunum. Í framhaldi af þeim fundi sátu skólameistarar Fjölbrautarskólanna við Ármúla, Breiðholti og Mosfellsbæ auk Borgarholtsskóla og Tækniskólans áfram og ræddu fyrirhugað sameiginlegt nýnemaball skólanna. „Við áttum góða umræðu og vorum sammála um að þetta væri ekki alveg nógu gott að vera með skólaball, fólk að skemmta sér og gaman í ljósi þessa hörmulega atburðar,“ segir Magnús Ingvason skólameistari í FÁ. Atburðurinn sem Magnús vísar til er hnífsstunga við Skúlagötu í Reykjavík á Menningarnótt sem leiddi til andláts sautján ára stúlku, Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Hún var nemandi við Verzlunarskóla Íslands. Hinn grunaði er sextán ára og sætir gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Sýna hluttekningu Misjafnt sé eflaust eftir skólum hve mikið samráð hafi verið haft við nemendur en nemendur í FÁ sýni ákvörðuninni í það minnsta fullan skilning. Með ákvörðuninni sé fyrst og fremst verið að sýna hluttekningu frekar en að um öryggismál sé að ræða. „Það eru allir slegnir yfir þessu og mjög þungt hljóð í mörgum. Þetta er verulega sorglegur atburður,“ segir Magnús. Kennarar í skólanum ræði mikið við nemendur sína um atburðinn sorglega en sömuleiðis ofbeldi og hnífaburð í þjóðfélaginu. „Það hafa verið mjög góðar og gagnlegar umræður í mörgum tímum hjá okkur. Kennarar segja mér að nemendum sé brugðið og finnist þetta mál allt ömurlegt.“ Frestað um eina til tvær vikur Mikil áhersla sé lögð á forvarnarstarf í framhaldsskólum. Á skólafundi í október verði ofbeldi og hnífaburður til umræðu. Þar munu nemendur koma að umræðunni. „Það eru forvarnarfulltrúar í öllum skólum og stöðug brýning í félagslífinu annars vegar og áföngum og bekkjum hins vegar.“ Hann hefur ekki orðið var við hnífaburð innan veggja skólans. „Ég treysti að þau séu orðin það þroskuð að skilja að það gengur ekki að hafa með sér hnífa í skólann. Þau átta sig á afleiðingunum. Við höfum ekki orðið vör við að það sé einhver með hníf í skólanum.“ Stefnt sé á að halda nýnemaballið eftir eina til tvær vikur.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira