Tryggja selt til Þýskalands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2024 09:57 Smári Ríkarðsson, framkvæmdastjóri Tryggja, Bernd Knof, formaður stjórnar, og Baldvin Samúelsson, stjórnarmaður hjá Tryggja og Leading Brokers United á Íslandi. Tryggja ehf., sem er elsta vátryggingamiðlunin á Íslandi, hefur verið selt til samevrópsku tryggingasamstæðunnar GGW Group í Þýskalandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggja sem verður með sölunni samstarfsfyrirtæki Leading Brokers United. Undir þeim hatti eru vátryggingarmiðlanir GGW Group sameinaðar. „Með innlimun Tryggja í samstæðuna er GGW Group að víkka enn frekar út starfsemi sína í Evrópu og er að fara inn á mjög spennandi vátryggingamarkað að mati forsvarsmanna GGW Group. Við það að ganga til liðs við GGW Group skapast ótal tækifæri fyrir Tryggja til að tengjast fjölbreyttum hópi vátryggingamiðlara og MGA-miðlara hjá GGW Group í Þýskalandi og öðrum Evrópulöndum, einkum og sér í lagi með tilliti til atvinnugreina og sérsviða. Með því að vera „coverholder“ hjá Lloyd’s mun Tryggja jafnframt efla ásýnd GGW-samstæðunnar á markaðnum og auka aðdráttarafl hennar gagnvart innlendum og alþjóðlegum vátryggjendum,“ segir í tilkynningu. Kaupverðið á Tryggja er ekki gefið upp í tilkynningu. „Við hlökkum mikið til að vinna með kollegum okkar hjá GGW Group og þeirra samstarfsfyrirtækjum. Með þeirra sérsniðna vöruframboði og rótgrónum viðskiptasamböndum við atvinnulíf og einkaaðila jafnt sem vátryggjendur, mun Tryggja án efa leggja sitt af mörkum til áframhaldandi velgengni GGW Group,“ segir Baldvin Samúelsson, starfandi stjórnarformaður Tryggja. Smári Ríkarðsson, framkvæmdastjóri Tryggja, bætir við: „Sem rótgróið fyrirtæki á íslenska markaðnum með frábær viðskiptasambönd yfir landamæri, erum við spennt fyrir samrunanum við GGW Group, einn farsælasta og örast vaxandi vátryggingamiðlara í Evrópu.“ Dr. Tobias Warweg, stofnandi og forstjóri GGW Group, er einnig ánægður með viðskiptin. „Baldvin og Smári, með sinni snerpu, framsýnum hugmyndum og kraftmiklu teymi, falla fullkomlega að okkar framtíðarsýn um að gera GGW Group leiðandi á markaðnum í Evrópu,“ segir hann. Tryggja var stofnað árið 1995 og býður fram þjónustu sína sem Lloyd’s coverholder. Hjá fyrirtækinu starfa um 20 manns sem þjónusta fjölbreyttan hóp viðskiptavina úr atvinnulífi og stjórnsýslu. GGW Group eru samtök eigendastýrðra vátryggingamiðlara sem sameinast undir yfirheitinu Leading Brokers United, og MGA-miðlara sem sameinast undir vörumerkinu Wecoy Underwriting. Frá stofnun þess árið 2020 í Þýskalandi hafa meira en 60 samstarfsfyrirtæki gengið til liðs við GGW Group í Þýskalandi og öðrum Evrópulöndum. Rúmlega 1.800 manns starfa nú hjá samstæðunni sem er meðal leiðandi aðila í greininni. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Hamborg. Tryggingar Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
„Með innlimun Tryggja í samstæðuna er GGW Group að víkka enn frekar út starfsemi sína í Evrópu og er að fara inn á mjög spennandi vátryggingamarkað að mati forsvarsmanna GGW Group. Við það að ganga til liðs við GGW Group skapast ótal tækifæri fyrir Tryggja til að tengjast fjölbreyttum hópi vátryggingamiðlara og MGA-miðlara hjá GGW Group í Þýskalandi og öðrum Evrópulöndum, einkum og sér í lagi með tilliti til atvinnugreina og sérsviða. Með því að vera „coverholder“ hjá Lloyd’s mun Tryggja jafnframt efla ásýnd GGW-samstæðunnar á markaðnum og auka aðdráttarafl hennar gagnvart innlendum og alþjóðlegum vátryggjendum,“ segir í tilkynningu. Kaupverðið á Tryggja er ekki gefið upp í tilkynningu. „Við hlökkum mikið til að vinna með kollegum okkar hjá GGW Group og þeirra samstarfsfyrirtækjum. Með þeirra sérsniðna vöruframboði og rótgrónum viðskiptasamböndum við atvinnulíf og einkaaðila jafnt sem vátryggjendur, mun Tryggja án efa leggja sitt af mörkum til áframhaldandi velgengni GGW Group,“ segir Baldvin Samúelsson, starfandi stjórnarformaður Tryggja. Smári Ríkarðsson, framkvæmdastjóri Tryggja, bætir við: „Sem rótgróið fyrirtæki á íslenska markaðnum með frábær viðskiptasambönd yfir landamæri, erum við spennt fyrir samrunanum við GGW Group, einn farsælasta og örast vaxandi vátryggingamiðlara í Evrópu.“ Dr. Tobias Warweg, stofnandi og forstjóri GGW Group, er einnig ánægður með viðskiptin. „Baldvin og Smári, með sinni snerpu, framsýnum hugmyndum og kraftmiklu teymi, falla fullkomlega að okkar framtíðarsýn um að gera GGW Group leiðandi á markaðnum í Evrópu,“ segir hann. Tryggja var stofnað árið 1995 og býður fram þjónustu sína sem Lloyd’s coverholder. Hjá fyrirtækinu starfa um 20 manns sem þjónusta fjölbreyttan hóp viðskiptavina úr atvinnulífi og stjórnsýslu. GGW Group eru samtök eigendastýrðra vátryggingamiðlara sem sameinast undir yfirheitinu Leading Brokers United, og MGA-miðlara sem sameinast undir vörumerkinu Wecoy Underwriting. Frá stofnun þess árið 2020 í Þýskalandi hafa meira en 60 samstarfsfyrirtæki gengið til liðs við GGW Group í Þýskalandi og öðrum Evrópulöndum. Rúmlega 1.800 manns starfa nú hjá samstæðunni sem er meðal leiðandi aðila í greininni. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Hamborg.
Tryggingar Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira