Gylfi vill halda sæti sínu í landsliðinu og mun skoða aðra kosti en Val í vetur Stefán Árni Pálsson skrifar 5. september 2024 10:02 Gylfi Þór er einn allra besti landsliðsmaður Íslands í sögunni vísir/arnar Gylfi Þór Sigurðsson vill halda sæti sínu í íslenska landsliðinu. Hann segist þurfa að skoða sín mál eftir tímabilið í Bestu-deildinni og þarf mögulega að reyna koma sér í annað lið utan landsteinana. Gylfi Þór samdi við Valsmenn fyrr á þessu ári og hefur leikið með liðinu á tímabilinu. Tímabilið hjá Valsmönnum hefur verið vonbrigði og situr liðið í þriðja sæti deildarinnar, ellefu stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Gylfi hefur skorað níu mörk í fimmtán leikjum. „Maður veltir alveg framtíðinni fyrir sér sérstaklega með landsliðið í huga og tímabilið hér klárast í október. Ef ég horfi bara á landsliðið eru leikir í mars og nóvember. Aðalmarkmiðið hjá mér var að komast í stand og geta spila leiki í hverri viku og líða vel, sem er staðan. Mér líður vel og er algjörlega verkjalaus,“ segir Gylfi og heldur áfram. „Þetta er ekkert þannig að mig langi að labba í burtu frá Val, en ég þarf að hafa plan þegar tímabilið klárast. Til að vera í sem besta standi í nóvember og mars.“ Gylfi segir samt sem áður að einbeiting hans hafi verið hjá Val undanfarið og að koma sér í stand. Næsta stórmót er heimsmeistaramótið 2026. Gylfi þráir ekkert heitar en að komast á það mót með íslenska landsliðinu. „Mig langar það mjög mikið. Það yrði auðvitað algjör draumur að geta endað sinn landsliðsferil á HM. Það yrði frábært og ég veit ekki hvernig ég gæti lýst því betur en að segja bara að það yrði yndislegt.“ Rætt var við Gylfa í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Landslið karla í fótbolta Valur Besta deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sjá meira
Gylfi Þór samdi við Valsmenn fyrr á þessu ári og hefur leikið með liðinu á tímabilinu. Tímabilið hjá Valsmönnum hefur verið vonbrigði og situr liðið í þriðja sæti deildarinnar, ellefu stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Gylfi hefur skorað níu mörk í fimmtán leikjum. „Maður veltir alveg framtíðinni fyrir sér sérstaklega með landsliðið í huga og tímabilið hér klárast í október. Ef ég horfi bara á landsliðið eru leikir í mars og nóvember. Aðalmarkmiðið hjá mér var að komast í stand og geta spila leiki í hverri viku og líða vel, sem er staðan. Mér líður vel og er algjörlega verkjalaus,“ segir Gylfi og heldur áfram. „Þetta er ekkert þannig að mig langi að labba í burtu frá Val, en ég þarf að hafa plan þegar tímabilið klárast. Til að vera í sem besta standi í nóvember og mars.“ Gylfi segir samt sem áður að einbeiting hans hafi verið hjá Val undanfarið og að koma sér í stand. Næsta stórmót er heimsmeistaramótið 2026. Gylfi þráir ekkert heitar en að komast á það mót með íslenska landsliðinu. „Mig langar það mjög mikið. Það yrði auðvitað algjör draumur að geta endað sinn landsliðsferil á HM. Það yrði frábært og ég veit ekki hvernig ég gæti lýst því betur en að segja bara að það yrði yndislegt.“ Rætt var við Gylfa í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi.
Landslið karla í fótbolta Valur Besta deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum