Grunur um íbúðir í óleyfi stoppar frekari framkvæmdir Lovísa Arnardóttir skrifar 5. september 2024 10:00 Eigandi vill stækka húsið en nágrannar segja hann hafa breytt húsinu án leyfis í þrjá íbúðir hið minnsta. Samsett Theódóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Viðreisnar í Kópavogi, segir mikilvægt að byggingafulltrúi fái heimild til að skoða hús að Melgerði á Kársnesi áður en gefið verður leyfi til að byggja við húsið. Eigandi hefur óskað eftir leyfi til að stækka húsið þannig það verði tvær íbúðir. Skipulagsráð frestaði í vikunni afgreiðslu málsins. „Þetta er einbýlishús skráð en eigandi er að sækja um og byggja við og gera aðra íbúð. Þannig að það verði tvær íbúðir,“ segir Theódóra en hún ræddi skipulagsmál í Kópavogi, og þetta hús, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir húsið á svæði þar sem sé aðeins í gildi aðalskipulag og viðmiðin sem til séu fyrir byggingu séu í rammahluta. Hún segir tillögur eiganda ekki alltaf hafa fallið að rammahlutanum en í honum séu til dæmis viðmið um fjölda bílastæða sem sé vandamál að koma fyrir og einhver viðmið um hæð húsa og hverju innarlega eða utarlega húsið megi vera. Hún segir bendir á að þetta svæði sé á þeim hluta bæjarins þar sem eigi að leggja Borgarlínu og því verði að stíga varlega til jarðar. Ljóst sé að svæðið eigi eftir að taka miklum breytingum. Í fundargerð skipulagsráð Kópavogsbæjar frá því 2. september, á mánudag, kemur fram að eigandi hafi sótt um leyfi fyrir viðbyggingu með einni íbúð á tveimur hæðum við vesturhlið íbúðarhússins samtals 126,5 m² að flatarmáli. „Bílastæðum á lóðinni fjölgar úr einu í tvö. Fyrir er á lóðinni steinsteypt 160 m² einbýlishús á tveimur hæðum byggt 1954 auk 40,2 m² bílgeymslu, byggðri 1972. Byggingarmagn á lóðinni hækkar úr 200,2 m² í 326,7 m² við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,42. Fjöldi íbúða eykst úr einni í tvær,“ segir í fundargerðinni. Ákvörðun byggingarfulltrúa felld úr gildi Þar er einnig lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar um að hafna veitingu byggingarleyfis er felld úr gildi. Einnig eru lögð fram tvö minnisblöð, frá lögfræði- og skipulagsdeild. En afgreiðslu málsins svo frestað. Í bókun minnihlutans segir að í grenndarkynningu hafi komið fram athugasemdir um að húsið hafi verið hólfað niður í fleiri íbúðir án þess að aflað væri samþykkis byggingarfulltrúa. „Í umsögn skipulagsdeildar var það staðfest. Samkvæmt mannvirkjalögum er óheimilt að breyta notkun mannvirkis án leyfis byggingarfulltrúa. Fyrir liggur að byggingarfulltrúi hefur ekki kannað breytta nýtingu hússins. Staðfest er að 14 einstaklingar eru skráðir þar með lögheimili og breytingar m.a. á bílskúr voru gerðar í óleyfi. Byggingarfulltrúi hefur víðtækar heimildir til að kanna slíka hluti,“ segir í bókuninni. Minnihlutinn telji því nauðsynlegt að málið verði skoðað áður en veittar verða heimildir til frekari byggingarframkvæmda á lóðinni. Gerð er krafa um að byggingarfulltrúi skoði húsið áður en tekin verður ákvörðun og að, með tilliti til fordæmisgildis, áréttuð krafa um að skipulagsráð fái samantekt um aðrar umsóknir um stækkun bygginga við Melgerði eða á nærsvæðum síðasta áratug. Á borði bæjarins frá 2018 Fjallað var um málið á vef DV í gær en þar kom fram að málið hafi verið á borði bæjaryfirvalda frá árinu 2018 en þá sótti eigandi um leyfi til að byggja 150 fermetra viðbyggingu við húsið og bæta þannig við tveimur íbúðum. Þá ætlaði hann að fjölga bílastæðum úr einu í sex. Tillögunni var hafnað sem og öðrum sem hafa síðan verið lagðar fram. Íbúar í nærliggjandi húsum hafa mótmælt framkvæmdinni og sent inn sínar athugasemdir. Þau segja breytingarnar „viðbætur á óskráðu fjölbýlishúsi“ og að þegar hafi húsinu verið hlutað niður í þrjár íbúðir. Theódóra segir bókun minnihlutans snúa að athugasemdum íbúa um að þarna séu fleiri íbúðir og að þetta sé óleyfisframkvæmd. Þess vegna hafi þau óskað þess að umræðu sé frestað í skipulagsráði þar til eigandi geti skilað inn teikningum og byggingarfulltrúi beiti sér fyrir því að vita hvernig svæðið er byggt upp og húsið sjálft. Að þar hafi ekki farið fram óleyfisframkvæmdir. Theódóra segir byggingarfulltrúa hafa heimild til að taka húsið út fái hann ábendingu um óleyfisframkvæmd en að það sé ekki hægt að miða við að skipulagsráð sé eitt síló og byggingarfulltrúi annað og að þau vinni ekki saman. Sama verði að gilda um alla Hún segir ráðið hafa beðið byggingarfulltrúa um þetta en að þeim hafi fundist ástæða til að bóka um þetta og fá frestun. Theódóra segir að það sama verði að gilda um alla íbúa og að allir verði að fylgja sömu reglum. Það þurfi að tryggja öryggi, brunavarnir og annað. „Við þurfum að gæta almannahagsmuna í öllu sem við gerum. Það er á okkar ábyrgð að það sé farið eftir þessu öllu,“ segir hún og að það sé áríðandi að fá þetta á hreint áður en lengra er haldið. Theódóra segir það hlutverk byggingafulltrúa að tryggja að það sé ekki óleyfisframkvæmdir. Hún segir þurfa skýrari sýn. Það sé til dæmis í þessu hverfi, Kársnesinu, sem sé gamalt rótgróið hverfi, einungis aðalskipulag með rammahluta. Hvorki hverfis- né deiliskipulag bara áætlanir. Mikil uppbygging fer fram á Kársnesi.Vísir/Vilhelm „Það væri best ef það væri hverfisskipulag fyrir Kársnesið til að skýra og skerpa á þeim heimildum og viðmiðum sem við erum með. Þannig fólk viti hvað það má gera,“ segir Theódóra og að hún hafi lagt fram tillögur þess efnis. Auk þess væri deiliskipulag sterkasti kosturinn fyrir Kópavog en það þurfi að styrkja skipulagsdeildina í bænum. Hún segir að í nýrri hverfum séu deiliskipulag en ekki í þessum gömlu hverfum. Það sé áríðandi að gera slíkt skipulag svo að það þróist ekki áfram með fjölda óleyfisframkvæmda. Hún tekur þó skýrt fram að hún viti ekki hvort það sé að gerast en hún hafi þó fengið ábendingar um það frá íbúum. Kópavogur Skipulag Bítið Sveitarstjórnarmál Borgarlína Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Þetta er einbýlishús skráð en eigandi er að sækja um og byggja við og gera aðra íbúð. Þannig að það verði tvær íbúðir,“ segir Theódóra en hún ræddi skipulagsmál í Kópavogi, og þetta hús, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir húsið á svæði þar sem sé aðeins í gildi aðalskipulag og viðmiðin sem til séu fyrir byggingu séu í rammahluta. Hún segir tillögur eiganda ekki alltaf hafa fallið að rammahlutanum en í honum séu til dæmis viðmið um fjölda bílastæða sem sé vandamál að koma fyrir og einhver viðmið um hæð húsa og hverju innarlega eða utarlega húsið megi vera. Hún segir bendir á að þetta svæði sé á þeim hluta bæjarins þar sem eigi að leggja Borgarlínu og því verði að stíga varlega til jarðar. Ljóst sé að svæðið eigi eftir að taka miklum breytingum. Í fundargerð skipulagsráð Kópavogsbæjar frá því 2. september, á mánudag, kemur fram að eigandi hafi sótt um leyfi fyrir viðbyggingu með einni íbúð á tveimur hæðum við vesturhlið íbúðarhússins samtals 126,5 m² að flatarmáli. „Bílastæðum á lóðinni fjölgar úr einu í tvö. Fyrir er á lóðinni steinsteypt 160 m² einbýlishús á tveimur hæðum byggt 1954 auk 40,2 m² bílgeymslu, byggðri 1972. Byggingarmagn á lóðinni hækkar úr 200,2 m² í 326,7 m² við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,42. Fjöldi íbúða eykst úr einni í tvær,“ segir í fundargerðinni. Ákvörðun byggingarfulltrúa felld úr gildi Þar er einnig lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar um að hafna veitingu byggingarleyfis er felld úr gildi. Einnig eru lögð fram tvö minnisblöð, frá lögfræði- og skipulagsdeild. En afgreiðslu málsins svo frestað. Í bókun minnihlutans segir að í grenndarkynningu hafi komið fram athugasemdir um að húsið hafi verið hólfað niður í fleiri íbúðir án þess að aflað væri samþykkis byggingarfulltrúa. „Í umsögn skipulagsdeildar var það staðfest. Samkvæmt mannvirkjalögum er óheimilt að breyta notkun mannvirkis án leyfis byggingarfulltrúa. Fyrir liggur að byggingarfulltrúi hefur ekki kannað breytta nýtingu hússins. Staðfest er að 14 einstaklingar eru skráðir þar með lögheimili og breytingar m.a. á bílskúr voru gerðar í óleyfi. Byggingarfulltrúi hefur víðtækar heimildir til að kanna slíka hluti,“ segir í bókuninni. Minnihlutinn telji því nauðsynlegt að málið verði skoðað áður en veittar verða heimildir til frekari byggingarframkvæmda á lóðinni. Gerð er krafa um að byggingarfulltrúi skoði húsið áður en tekin verður ákvörðun og að, með tilliti til fordæmisgildis, áréttuð krafa um að skipulagsráð fái samantekt um aðrar umsóknir um stækkun bygginga við Melgerði eða á nærsvæðum síðasta áratug. Á borði bæjarins frá 2018 Fjallað var um málið á vef DV í gær en þar kom fram að málið hafi verið á borði bæjaryfirvalda frá árinu 2018 en þá sótti eigandi um leyfi til að byggja 150 fermetra viðbyggingu við húsið og bæta þannig við tveimur íbúðum. Þá ætlaði hann að fjölga bílastæðum úr einu í sex. Tillögunni var hafnað sem og öðrum sem hafa síðan verið lagðar fram. Íbúar í nærliggjandi húsum hafa mótmælt framkvæmdinni og sent inn sínar athugasemdir. Þau segja breytingarnar „viðbætur á óskráðu fjölbýlishúsi“ og að þegar hafi húsinu verið hlutað niður í þrjár íbúðir. Theódóra segir bókun minnihlutans snúa að athugasemdum íbúa um að þarna séu fleiri íbúðir og að þetta sé óleyfisframkvæmd. Þess vegna hafi þau óskað þess að umræðu sé frestað í skipulagsráði þar til eigandi geti skilað inn teikningum og byggingarfulltrúi beiti sér fyrir því að vita hvernig svæðið er byggt upp og húsið sjálft. Að þar hafi ekki farið fram óleyfisframkvæmdir. Theódóra segir byggingarfulltrúa hafa heimild til að taka húsið út fái hann ábendingu um óleyfisframkvæmd en að það sé ekki hægt að miða við að skipulagsráð sé eitt síló og byggingarfulltrúi annað og að þau vinni ekki saman. Sama verði að gilda um alla Hún segir ráðið hafa beðið byggingarfulltrúa um þetta en að þeim hafi fundist ástæða til að bóka um þetta og fá frestun. Theódóra segir að það sama verði að gilda um alla íbúa og að allir verði að fylgja sömu reglum. Það þurfi að tryggja öryggi, brunavarnir og annað. „Við þurfum að gæta almannahagsmuna í öllu sem við gerum. Það er á okkar ábyrgð að það sé farið eftir þessu öllu,“ segir hún og að það sé áríðandi að fá þetta á hreint áður en lengra er haldið. Theódóra segir það hlutverk byggingafulltrúa að tryggja að það sé ekki óleyfisframkvæmdir. Hún segir þurfa skýrari sýn. Það sé til dæmis í þessu hverfi, Kársnesinu, sem sé gamalt rótgróið hverfi, einungis aðalskipulag með rammahluta. Hvorki hverfis- né deiliskipulag bara áætlanir. Mikil uppbygging fer fram á Kársnesi.Vísir/Vilhelm „Það væri best ef það væri hverfisskipulag fyrir Kársnesið til að skýra og skerpa á þeim heimildum og viðmiðum sem við erum með. Þannig fólk viti hvað það má gera,“ segir Theódóra og að hún hafi lagt fram tillögur þess efnis. Auk þess væri deiliskipulag sterkasti kosturinn fyrir Kópavog en það þurfi að styrkja skipulagsdeildina í bænum. Hún segir að í nýrri hverfum séu deiliskipulag en ekki í þessum gömlu hverfum. Það sé áríðandi að gera slíkt skipulag svo að það þróist ekki áfram með fjölda óleyfisframkvæmda. Hún tekur þó skýrt fram að hún viti ekki hvort það sé að gerast en hún hafi þó fengið ábendingar um það frá íbúum.
Kópavogur Skipulag Bítið Sveitarstjórnarmál Borgarlína Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira