Ertu að æfa jafnvægið? Ásthildur E. Erlingsdóttir skrifar 5. september 2024 07:31 Sem sálfræðingur og foreldri velti ég fyrir mér samskiptum í nútímaþjóðfélagi og þá sérstaklega foreldra/forráðamanna og barna. Í hraða þjóðfélagsins í dag upplifi ég að margir hafi alveg brjálað að gera í allskonar utan heimilis þegar að vinnudegi líkur eða séu að vinna á fleiri en einum vinnustað. Síðan bætist við misjafnlega tímafrekur ferðatími milli staða og oft streitan við ná á ákveðnum tíma þangað sem verið er að fara. Þegar að heim er komið þarf síðan að sinna grunnþörfum og mögulega heimalærdómi. Tími til að bara vera er oft ekki á dagskránni þar sem eitt verkefni tekur við af öðru og yfir og allt um kring eru síðan samfélagsmiðlarnir. Verkefnalistinn í huganum getur verið langur og fjarlægðin á samfélagsmiðla er stutt, það getur verið erfitt að halda jafnvægi milli þeirra þátta sem við metum eða teljum mikilvæg fyrir okkur og hvað þarf eða verður að gera í dagsins önn. Hvernig er þitt jafnvægi sem foreldri? Erum við foreldrar meðvituð um að gefa okkur og börnum okkar tíma í amstri dagsins? Virkilega gefa okkur tíma til að eiga meðvituð samskipti hér og nú, stoppa við, leggja símann, tölvuna, pottinn eða körfuna með óhreina tauinu meðvitað frá okkur, horfa í andlit barnsins og hlusta þegar talað er við okkur? Gott er að muna að ungmennin okkar eru einnig í þörf fyrir virka hlustun frá foreldrum. Heyrum við spurninguna og gefum okkur augnabliks tíma til að meðtaka hvað er verið að biðja eða spyrja um? Gefum við okkur tíma til að hugsa hvernig við viljum svara og hverju viljum við svara? Hvenær stöldruðum við síðast við sem foreldrar og hugsuðum um hvað barnið mitt hefur fallegt bros, gáfum okkur leyfi til að gleyma okkur í leik eða dansa með þeim á stofugólfinu. Hvenær áttum við síðast samtal um eitthvað annað en skyldur og gáfum okkur tíma til að minna okkur á styrkleika þeirra eins og við minnum okkur á næsta verkefni á listanum? Æfum okkur í jafnvæginu. Höfundur er foreldri og klínískur sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Sem sálfræðingur og foreldri velti ég fyrir mér samskiptum í nútímaþjóðfélagi og þá sérstaklega foreldra/forráðamanna og barna. Í hraða þjóðfélagsins í dag upplifi ég að margir hafi alveg brjálað að gera í allskonar utan heimilis þegar að vinnudegi líkur eða séu að vinna á fleiri en einum vinnustað. Síðan bætist við misjafnlega tímafrekur ferðatími milli staða og oft streitan við ná á ákveðnum tíma þangað sem verið er að fara. Þegar að heim er komið þarf síðan að sinna grunnþörfum og mögulega heimalærdómi. Tími til að bara vera er oft ekki á dagskránni þar sem eitt verkefni tekur við af öðru og yfir og allt um kring eru síðan samfélagsmiðlarnir. Verkefnalistinn í huganum getur verið langur og fjarlægðin á samfélagsmiðla er stutt, það getur verið erfitt að halda jafnvægi milli þeirra þátta sem við metum eða teljum mikilvæg fyrir okkur og hvað þarf eða verður að gera í dagsins önn. Hvernig er þitt jafnvægi sem foreldri? Erum við foreldrar meðvituð um að gefa okkur og börnum okkar tíma í amstri dagsins? Virkilega gefa okkur tíma til að eiga meðvituð samskipti hér og nú, stoppa við, leggja símann, tölvuna, pottinn eða körfuna með óhreina tauinu meðvitað frá okkur, horfa í andlit barnsins og hlusta þegar talað er við okkur? Gott er að muna að ungmennin okkar eru einnig í þörf fyrir virka hlustun frá foreldrum. Heyrum við spurninguna og gefum okkur augnabliks tíma til að meðtaka hvað er verið að biðja eða spyrja um? Gefum við okkur tíma til að hugsa hvernig við viljum svara og hverju viljum við svara? Hvenær stöldruðum við síðast við sem foreldrar og hugsuðum um hvað barnið mitt hefur fallegt bros, gáfum okkur leyfi til að gleyma okkur í leik eða dansa með þeim á stofugólfinu. Hvenær áttum við síðast samtal um eitthvað annað en skyldur og gáfum okkur tíma til að minna okkur á styrkleika þeirra eins og við minnum okkur á næsta verkefni á listanum? Æfum okkur í jafnvæginu. Höfundur er foreldri og klínískur sálfræðingur.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar