Ertu að æfa jafnvægið? Ásthildur E. Erlingsdóttir skrifar 5. september 2024 07:31 Sem sálfræðingur og foreldri velti ég fyrir mér samskiptum í nútímaþjóðfélagi og þá sérstaklega foreldra/forráðamanna og barna. Í hraða þjóðfélagsins í dag upplifi ég að margir hafi alveg brjálað að gera í allskonar utan heimilis þegar að vinnudegi líkur eða séu að vinna á fleiri en einum vinnustað. Síðan bætist við misjafnlega tímafrekur ferðatími milli staða og oft streitan við ná á ákveðnum tíma þangað sem verið er að fara. Þegar að heim er komið þarf síðan að sinna grunnþörfum og mögulega heimalærdómi. Tími til að bara vera er oft ekki á dagskránni þar sem eitt verkefni tekur við af öðru og yfir og allt um kring eru síðan samfélagsmiðlarnir. Verkefnalistinn í huganum getur verið langur og fjarlægðin á samfélagsmiðla er stutt, það getur verið erfitt að halda jafnvægi milli þeirra þátta sem við metum eða teljum mikilvæg fyrir okkur og hvað þarf eða verður að gera í dagsins önn. Hvernig er þitt jafnvægi sem foreldri? Erum við foreldrar meðvituð um að gefa okkur og börnum okkar tíma í amstri dagsins? Virkilega gefa okkur tíma til að eiga meðvituð samskipti hér og nú, stoppa við, leggja símann, tölvuna, pottinn eða körfuna með óhreina tauinu meðvitað frá okkur, horfa í andlit barnsins og hlusta þegar talað er við okkur? Gott er að muna að ungmennin okkar eru einnig í þörf fyrir virka hlustun frá foreldrum. Heyrum við spurninguna og gefum okkur augnabliks tíma til að meðtaka hvað er verið að biðja eða spyrja um? Gefum við okkur tíma til að hugsa hvernig við viljum svara og hverju viljum við svara? Hvenær stöldruðum við síðast við sem foreldrar og hugsuðum um hvað barnið mitt hefur fallegt bros, gáfum okkur leyfi til að gleyma okkur í leik eða dansa með þeim á stofugólfinu. Hvenær áttum við síðast samtal um eitthvað annað en skyldur og gáfum okkur tíma til að minna okkur á styrkleika þeirra eins og við minnum okkur á næsta verkefni á listanum? Æfum okkur í jafnvæginu. Höfundur er foreldri og klínískur sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Sem sálfræðingur og foreldri velti ég fyrir mér samskiptum í nútímaþjóðfélagi og þá sérstaklega foreldra/forráðamanna og barna. Í hraða þjóðfélagsins í dag upplifi ég að margir hafi alveg brjálað að gera í allskonar utan heimilis þegar að vinnudegi líkur eða séu að vinna á fleiri en einum vinnustað. Síðan bætist við misjafnlega tímafrekur ferðatími milli staða og oft streitan við ná á ákveðnum tíma þangað sem verið er að fara. Þegar að heim er komið þarf síðan að sinna grunnþörfum og mögulega heimalærdómi. Tími til að bara vera er oft ekki á dagskránni þar sem eitt verkefni tekur við af öðru og yfir og allt um kring eru síðan samfélagsmiðlarnir. Verkefnalistinn í huganum getur verið langur og fjarlægðin á samfélagsmiðla er stutt, það getur verið erfitt að halda jafnvægi milli þeirra þátta sem við metum eða teljum mikilvæg fyrir okkur og hvað þarf eða verður að gera í dagsins önn. Hvernig er þitt jafnvægi sem foreldri? Erum við foreldrar meðvituð um að gefa okkur og börnum okkar tíma í amstri dagsins? Virkilega gefa okkur tíma til að eiga meðvituð samskipti hér og nú, stoppa við, leggja símann, tölvuna, pottinn eða körfuna með óhreina tauinu meðvitað frá okkur, horfa í andlit barnsins og hlusta þegar talað er við okkur? Gott er að muna að ungmennin okkar eru einnig í þörf fyrir virka hlustun frá foreldrum. Heyrum við spurninguna og gefum okkur augnabliks tíma til að meðtaka hvað er verið að biðja eða spyrja um? Gefum við okkur tíma til að hugsa hvernig við viljum svara og hverju viljum við svara? Hvenær stöldruðum við síðast við sem foreldrar og hugsuðum um hvað barnið mitt hefur fallegt bros, gáfum okkur leyfi til að gleyma okkur í leik eða dansa með þeim á stofugólfinu. Hvenær áttum við síðast samtal um eitthvað annað en skyldur og gáfum okkur tíma til að minna okkur á styrkleika þeirra eins og við minnum okkur á næsta verkefni á listanum? Æfum okkur í jafnvæginu. Höfundur er foreldri og klínískur sálfræðingur.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar