Austurfrétt greinir frá. Vopnfirðingar hafa boðað til athafnar við setubekk yst á Hafnarbyggðinni klukkan 18. Þar verða flutt minningarorð og tónlist.
Í Fjarðabyggð eru áfallamiðstöðvar áfram opnar vegna þeirra áfalla sem samfélagið þar varð fyrir með stuttu millibili í ágúst. Áfallamiðstöð er opin í grunnskólanum í Breiðdal frá klukkan 16-19 í dag og á sama tíma í Egilsbúð í Neskaupstað á morgun.
Áföllin hafa dunið yfir í Neskaupsstað undanfarna mánuði. Tveggja ára gamalt barn lést í byrjun sumars eftir bráð veikindi og faðir þess varð fyrir voðaskoti í ágúst og lést. Eldri hjón fundust látin nokkrum dögum síðar í Neskaupsstað og er karlmaður í haldi grunaður um manndráp.
Austfirðingar hafa ýmsar leiðir til að leita sér aðstoðar á þessum erfiðum tímum.
Hjálparsími Rauða Krossins er opinn allan sólarhringinn í síma 1717. Hægt er að fá samband við geðheilbrigðisteymi HSA með tölvupósti á netfangið afallahjalp@hsa.is. Prestar svara í gegnum netfangið afallahjalp@kirkjan.is og þá svarar félagsþjónusta Fjarðabyggðar í síma 470 9000. Þá má senda póst á netfangið fjardabyggd@fjardabyggd.is.