Kópavogsmódelið er ógn við jafnrétti Dagný Aradóttir Pind skrifar 4. september 2024 12:01 Leikskólamál í Kópavogi hafa verið til umfjöllunar vegna mjög umdeildra grundvallabreytinga á leikskólakerfinu sem tóku gildi á síðasta ári. Í meginatriðum fólust breytingarnar, sem Kópavogsbær kallar „Börnin í fyrsta sætið“, í að 6 tíma leikskóladvöl er gjaldfrjáls en gjöld voru hækkuð umtalsvert á lengri dvöl. Leikskólar eru einnig opnir færri daga yfir árið. Þannig kostar 8 tíma dvöl rúmlega 34% meira en hún gerði áður. BSRB gagnrýndi þessar breytingar harkalega þegar þær voru kynntar. Bæjarstjóri Kópavogs hefur aftur á móti lýst því yfir að breytingarnar hafi komið gríðarlega vel út fyrir starfsfólk og leikskólastarf í bænum sé mun betra eftir að þær tóku gildi. Hún skautar hins vegar algjörlega fram hjá mörgu sem skiptir höfuðmáli þegar leikskólamál eru annars vegar. Leikskólar eru grunnþjónusta Leikskólar eru lykilþáttur í grunnþjónustu íslensks samfélags og þeir hafa mörg hlutverk. Þeir eru menntastofnun þar sem yngri börn fá að þroskast og læra í öruggu og faglegu umhverfi. Áhrif á jafnrétti eru víðtæk, þegar kemur að kynjajafnrétti og jöfnuð barna og foreldra vegna uppruna og efnahagsstöðu. Leikskólakerfið hefur frá upphafi verið byggt upp með það að markmiði að gefa báðum foreldrum tækifæri á að vinna utan heimilis. Atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er með þeirri hæstu í heimi og uppphaf þeirrar þróunar er að rekja til aukins aðgengi að leikskólum sem kosta ekki mikið. Þannig eru leikskólar líka mikilvægur stuðningur og þjónusta við foreldra og atvinnulífið. Fræðafólk hefur rannsakað umræðu um leikskólamál og má benda á grein Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar og Sunnu Símonardóttir frá desember 2023. Þar er fjallað um hvernig umræða um ung börn og leikskóla hefur breyst á síðustu árum. Nú séu mun meira áberandi sjónarmið en áður um að það sé börnunum fyrir bestu að vera lengi heima með foreldrum sínum og eyða minni tíma á leikskóla. Þau benda á að þrátt fyrir þetta séu engar rannsóknir sem sýna fram á að 8 eða 8,5 tíma leikskóladagur sé hættulegur fyrir börn. Þessi orðræða ýtir undir skaðlegar hugmyndir um hlutverk foreldra og þá sérstaklega mæðra og leiðir til foreldrasamviskubits þar sem foreldrar, aftur sérstaklega mæður, upplifa sig sem slæma foreldra ef þau eru með börnin á leikskóla heila daga. Kópavogi er sama um jafnréttismál Kópavogsbær byggir staðhæfingar sínar um hversu vel lukkaðar breytingarnar eru á eigin könnun frá desember 2023 um upplifun foreldra og starfsfólks af nýja kerfinu. Könnunin var gerð þremur mánuðum eftir innleiðingarnar en foreldrar í Kópavogi hafa gert athugasemdir við leiðandi framsetningu spurninga í könnunni sem þau telja settar fram með þeim hætti að auðvelt sé að túlka niðurstöður á jákvæðan hátt, auk þess sem þau benda á að að óháður aðili hefði þurft að gera könnunina til að hún væri marktæk. Í svörum foreldra kemur m.a. fram að gæðastundum fjölskyldna hefur almennt ekki fjölgað og aðeins um helmingur foreldra hefur getað nýtt sér sveigjanleika í skráningu dvalartíma. Flest sem geta það ekki segjast ekki geta það vegna vinnu, enda er aðeins hluti vinnandi fólks með sveigjanleika í sínum störfum. Þá virðist enginn gaumur gefinn að því hversu streituvaldandi það er að sinna ungum börnum meðfram fjarvinnu eða að eiga eftir að klára vinnutengd verkefni eftir að börnin hafa verið svæfð á kvöldin. Bæjarstjórinn hefur nefnt það sem jákvæða afleiðingu breytinganna að systkini og ömmur og afar sæki börnin oftar. Að þurfa að leita slíkrar aðstoðar eru ítrekað nefnd sem streituvaldandi liður í flóknu púsluspili samræmingu fjölskyldulífs og vinnu en þar að auki er stór hluti foreldra sem getur ekki reitt sig á neinn eða mjög fáa til að passa börnin sín en rannsóknir sýna að lágtekjukonur og fólk af erlendum uppruna eru þar stærstu hóparnir. Meirihluti foreldra segir einnig að verkefnið hafi ekki haft jákvæð fjárhagsleg áhrif á fjölskylduna, þó sjá megi ákveðinn mun milli hópa. Launamunur kynjanna er viðvarandi vandamál og um þriðjungur kvenna þarf nú þegar að vera í hlutastarfi að meginástæðu til vegna fjölskylduábyrgðar. Verkefnið er því að vinna gegn þessu til að tryggja megi fjárhagslegt sjálfstæði kvenna en stytting dvalartíma og hækkun gjalda á leikskóladegi í sarmæmi við vinnudag foreldra hefur þveröfug áhrif. Þá er áhugavert að skoða að hverju bærinn spyr ekki að. Það er til dæmis ekki spurt að því hvort foreldrar hafi þurft að minnka við sig vinnu, fjárhagsleg áhrif breytinganna, hvort þau eigi erfiðara eða auðveldara með að samræma vinnu og fjölskyldulíf, áhrif á álag, hvort foreldrar upplifi breytingarnar sem þjónustuskerðingu eða aukningu og engar spurningar eru greindar eftir kyni. Aðeins ein spurning er greind út frá sambúðarformi, en ætla má að erfiðara sé fyrir einstæða foreldra að stytta dvalartíma barna sinna og greiða meira fyrir leikskólavistun. Konur eru í miklum meirihluta einstæðra foreldra og börn þeirra eru í mestri hættu á að búa við fátækt. Í raun virðist bærinn ekkert hafa pælt í jafnréttismálum í gegnum allt ferlið, sem gengur þvert gegn lagaskyldu um að sveitastjórnir setji sér markmið og grípi til aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun og stuðla að jafnrétti og jafnri meðferð við ráðstöfun fjármagns, í þjónustu sveitarfélagsins og starfsmannamálum, sbr. 13. gr. laga um stjórnsýslu jafnréttismála. Viðurkennum mikilvægi leikskólanna Leikskólakerfið stendur frammi fyrir ákveðnum vandamálum, þar sem erfitt hefur reynst að manna leikskólana, mikið álag er í starfi auk þess bætist við umtalsverður húsnæðisvandi í einhverjum sveitarfélögum. Það er því miður skýr birtingarmynd þess fjársveltis sem margar þær grundvallarstofnanir sem við reiðum okkar á daglega búa við. Í stað þess að ráðast að rótum vandans, með því að fjármagna kerfið almennilega og tryggja góðar starfsaðstæður og aðbúnað barna, hefur Kópavogsbær ákveðið að velta vandanum yfir á foreldra og algjörlega horfa fram hjá áhrifum á jafnrétti. Það er í raun niðurskurður á þjónustu sett í umbúðir umbóta og dugir ekki sem langtímalausn. Leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla eru að miklum meirihluta konur og það þarf að greiða þeim laun í samræmi við menntun, reynslu og ábyrgð og tryggja þeim starfsaðstæður sem skila þeim heilum heim. Við ættum öll að vera sammála um að störf þeirra eru meðal þeirra mikilvægustu í íslensku samfélagi, en þær hafa árum saman verið vanmetnar í launum, líkt og aðrar kvennastéttir og sveitarfélög þannig veitt sér afslátt á kostnað tekna og heilsu kvenna sem halda samfélaginu gangandi með störfum sínum. Kópavogsmódelið svokallaða er ógn við jafnrétti kynjanna sem virðir að vettugi skyldur sveitarfélaga til að koma í veg fyrir mismunun og stuðla að jafnrétti. Það ýtir undir skaðlegar og úreltar hugmyndir um að öllum börnum sé fyrir bestu að vera sem mest með foreldrum sínum, þar sem meginábyrgðin fellur alltaf á herðar kvenna með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á framfærslumöguleika og heilsu þeirra og barna þeirra. Það er ekki eingöngu skaðlegt fyrir þá einstaklinga sem fyrir verða heldur samfélagið allt. Það er kominn tími til að tryggt sé með lögum að öll börn hafi sama rétt til aðgengi að leikskóla að loknu fæðingarorlofi, þar sem opnunartíminn er í takt við lengd fullrar vinnuviku foreldra. Þar sem meginmarkmiðið verði að leikskólar verði í senn framúrskarandi menntastofnun þar sem börn og starfsfólk njóta þess mögulega besta í aðbúnaði ásamt því að vera grundvallarstuðningur við barnafjölskyldur óháð því í hvaða sveitarfélagi barn býr. Höfundur er lögfræðingur hjá BSRB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagný Aradóttir Pind Leikskólar Skóla- og menntamál Kópavogur Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Leikskólamál í Kópavogi hafa verið til umfjöllunar vegna mjög umdeildra grundvallabreytinga á leikskólakerfinu sem tóku gildi á síðasta ári. Í meginatriðum fólust breytingarnar, sem Kópavogsbær kallar „Börnin í fyrsta sætið“, í að 6 tíma leikskóladvöl er gjaldfrjáls en gjöld voru hækkuð umtalsvert á lengri dvöl. Leikskólar eru einnig opnir færri daga yfir árið. Þannig kostar 8 tíma dvöl rúmlega 34% meira en hún gerði áður. BSRB gagnrýndi þessar breytingar harkalega þegar þær voru kynntar. Bæjarstjóri Kópavogs hefur aftur á móti lýst því yfir að breytingarnar hafi komið gríðarlega vel út fyrir starfsfólk og leikskólastarf í bænum sé mun betra eftir að þær tóku gildi. Hún skautar hins vegar algjörlega fram hjá mörgu sem skiptir höfuðmáli þegar leikskólamál eru annars vegar. Leikskólar eru grunnþjónusta Leikskólar eru lykilþáttur í grunnþjónustu íslensks samfélags og þeir hafa mörg hlutverk. Þeir eru menntastofnun þar sem yngri börn fá að þroskast og læra í öruggu og faglegu umhverfi. Áhrif á jafnrétti eru víðtæk, þegar kemur að kynjajafnrétti og jöfnuð barna og foreldra vegna uppruna og efnahagsstöðu. Leikskólakerfið hefur frá upphafi verið byggt upp með það að markmiði að gefa báðum foreldrum tækifæri á að vinna utan heimilis. Atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er með þeirri hæstu í heimi og uppphaf þeirrar þróunar er að rekja til aukins aðgengi að leikskólum sem kosta ekki mikið. Þannig eru leikskólar líka mikilvægur stuðningur og þjónusta við foreldra og atvinnulífið. Fræðafólk hefur rannsakað umræðu um leikskólamál og má benda á grein Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar og Sunnu Símonardóttir frá desember 2023. Þar er fjallað um hvernig umræða um ung börn og leikskóla hefur breyst á síðustu árum. Nú séu mun meira áberandi sjónarmið en áður um að það sé börnunum fyrir bestu að vera lengi heima með foreldrum sínum og eyða minni tíma á leikskóla. Þau benda á að þrátt fyrir þetta séu engar rannsóknir sem sýna fram á að 8 eða 8,5 tíma leikskóladagur sé hættulegur fyrir börn. Þessi orðræða ýtir undir skaðlegar hugmyndir um hlutverk foreldra og þá sérstaklega mæðra og leiðir til foreldrasamviskubits þar sem foreldrar, aftur sérstaklega mæður, upplifa sig sem slæma foreldra ef þau eru með börnin á leikskóla heila daga. Kópavogi er sama um jafnréttismál Kópavogsbær byggir staðhæfingar sínar um hversu vel lukkaðar breytingarnar eru á eigin könnun frá desember 2023 um upplifun foreldra og starfsfólks af nýja kerfinu. Könnunin var gerð þremur mánuðum eftir innleiðingarnar en foreldrar í Kópavogi hafa gert athugasemdir við leiðandi framsetningu spurninga í könnunni sem þau telja settar fram með þeim hætti að auðvelt sé að túlka niðurstöður á jákvæðan hátt, auk þess sem þau benda á að að óháður aðili hefði þurft að gera könnunina til að hún væri marktæk. Í svörum foreldra kemur m.a. fram að gæðastundum fjölskyldna hefur almennt ekki fjölgað og aðeins um helmingur foreldra hefur getað nýtt sér sveigjanleika í skráningu dvalartíma. Flest sem geta það ekki segjast ekki geta það vegna vinnu, enda er aðeins hluti vinnandi fólks með sveigjanleika í sínum störfum. Þá virðist enginn gaumur gefinn að því hversu streituvaldandi það er að sinna ungum börnum meðfram fjarvinnu eða að eiga eftir að klára vinnutengd verkefni eftir að börnin hafa verið svæfð á kvöldin. Bæjarstjórinn hefur nefnt það sem jákvæða afleiðingu breytinganna að systkini og ömmur og afar sæki börnin oftar. Að þurfa að leita slíkrar aðstoðar eru ítrekað nefnd sem streituvaldandi liður í flóknu púsluspili samræmingu fjölskyldulífs og vinnu en þar að auki er stór hluti foreldra sem getur ekki reitt sig á neinn eða mjög fáa til að passa börnin sín en rannsóknir sýna að lágtekjukonur og fólk af erlendum uppruna eru þar stærstu hóparnir. Meirihluti foreldra segir einnig að verkefnið hafi ekki haft jákvæð fjárhagsleg áhrif á fjölskylduna, þó sjá megi ákveðinn mun milli hópa. Launamunur kynjanna er viðvarandi vandamál og um þriðjungur kvenna þarf nú þegar að vera í hlutastarfi að meginástæðu til vegna fjölskylduábyrgðar. Verkefnið er því að vinna gegn þessu til að tryggja megi fjárhagslegt sjálfstæði kvenna en stytting dvalartíma og hækkun gjalda á leikskóladegi í sarmæmi við vinnudag foreldra hefur þveröfug áhrif. Þá er áhugavert að skoða að hverju bærinn spyr ekki að. Það er til dæmis ekki spurt að því hvort foreldrar hafi þurft að minnka við sig vinnu, fjárhagsleg áhrif breytinganna, hvort þau eigi erfiðara eða auðveldara með að samræma vinnu og fjölskyldulíf, áhrif á álag, hvort foreldrar upplifi breytingarnar sem þjónustuskerðingu eða aukningu og engar spurningar eru greindar eftir kyni. Aðeins ein spurning er greind út frá sambúðarformi, en ætla má að erfiðara sé fyrir einstæða foreldra að stytta dvalartíma barna sinna og greiða meira fyrir leikskólavistun. Konur eru í miklum meirihluta einstæðra foreldra og börn þeirra eru í mestri hættu á að búa við fátækt. Í raun virðist bærinn ekkert hafa pælt í jafnréttismálum í gegnum allt ferlið, sem gengur þvert gegn lagaskyldu um að sveitastjórnir setji sér markmið og grípi til aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun og stuðla að jafnrétti og jafnri meðferð við ráðstöfun fjármagns, í þjónustu sveitarfélagsins og starfsmannamálum, sbr. 13. gr. laga um stjórnsýslu jafnréttismála. Viðurkennum mikilvægi leikskólanna Leikskólakerfið stendur frammi fyrir ákveðnum vandamálum, þar sem erfitt hefur reynst að manna leikskólana, mikið álag er í starfi auk þess bætist við umtalsverður húsnæðisvandi í einhverjum sveitarfélögum. Það er því miður skýr birtingarmynd þess fjársveltis sem margar þær grundvallarstofnanir sem við reiðum okkar á daglega búa við. Í stað þess að ráðast að rótum vandans, með því að fjármagna kerfið almennilega og tryggja góðar starfsaðstæður og aðbúnað barna, hefur Kópavogsbær ákveðið að velta vandanum yfir á foreldra og algjörlega horfa fram hjá áhrifum á jafnrétti. Það er í raun niðurskurður á þjónustu sett í umbúðir umbóta og dugir ekki sem langtímalausn. Leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla eru að miklum meirihluta konur og það þarf að greiða þeim laun í samræmi við menntun, reynslu og ábyrgð og tryggja þeim starfsaðstæður sem skila þeim heilum heim. Við ættum öll að vera sammála um að störf þeirra eru meðal þeirra mikilvægustu í íslensku samfélagi, en þær hafa árum saman verið vanmetnar í launum, líkt og aðrar kvennastéttir og sveitarfélög þannig veitt sér afslátt á kostnað tekna og heilsu kvenna sem halda samfélaginu gangandi með störfum sínum. Kópavogsmódelið svokallaða er ógn við jafnrétti kynjanna sem virðir að vettugi skyldur sveitarfélaga til að koma í veg fyrir mismunun og stuðla að jafnrétti. Það ýtir undir skaðlegar og úreltar hugmyndir um að öllum börnum sé fyrir bestu að vera sem mest með foreldrum sínum, þar sem meginábyrgðin fellur alltaf á herðar kvenna með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á framfærslumöguleika og heilsu þeirra og barna þeirra. Það er ekki eingöngu skaðlegt fyrir þá einstaklinga sem fyrir verða heldur samfélagið allt. Það er kominn tími til að tryggt sé með lögum að öll börn hafi sama rétt til aðgengi að leikskóla að loknu fæðingarorlofi, þar sem opnunartíminn er í takt við lengd fullrar vinnuviku foreldra. Þar sem meginmarkmiðið verði að leikskólar verði í senn framúrskarandi menntastofnun þar sem börn og starfsfólk njóta þess mögulega besta í aðbúnaði ásamt því að vera grundvallarstuðningur við barnafjölskyldur óháð því í hvaða sveitarfélagi barn býr. Höfundur er lögfræðingur hjá BSRB
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar