Bjóða bændum þyrluflug í smalamennsku fyrir slikk Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2024 12:02 HeliAir Iceland gerir út tvær þyrlur. HeliAir Þyrluflugfélagið HeliAir Iceland hefur boðist til að létta bændum við Eyjafjörð smalamennskuna þetta haustið. Bændum býðst þyrluflug upp á fjöll og lengst inn í dali Tröllaskaga fyrir tvöþúsund krónur túrinn á mann. „Við vildum bara gefa svolítið til samfélagsins, styðja nærsamfélagið, með því að bjóða bændum upp á nánast gefins flug, eða eins ódýrt og hugsast getur,“ segir Áslaug Inga Barðadóttir, framkvæmdastjóri HeliAir, en fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Ólafsfirði og gerir einnig út frá Reykjavík. Áslaug Inga Barðadóttir er framkvæmdastjóri HeliAir Iceland. Hún var áður hótelstjóri á Deplum í Fljótum.Sigurjón Ólason „Hver ferð kostar tíu þúsund krónur, það komast fimm með í hverja ferð, þannig að þetta eru bara tvöþúsund krónur ferðin á mann,“ segir Áslaug. Þyrluflugið tekur mið af fjárleitum þetta haustið fyrir norðan og verður næstu tvær helgar, ef veður leyfir. Landslag á Tröllaskaga er víða krefjandi til smölunar.HeliAir „Um næstu helgi verðum við í Eyjafirði, Þorvaldsdal og Hörgárdal. Þarnæstu helgi, 13. og 14. september, verðum við í Ólafsfirði, við Dalvík og í Svarfaðardal.“ En hafa bændur áhuga á að nýta þyrluflugið? „Viðtökurnar hafa verið vonum framar. Við erum komin núna með á skrá fjórtán eða fimmtán ferðir. Þetta sparar bændum miklar göngur. Við skutlum þeim aðra leiðina, svo ganga þeir til baka og smala. Sumir fara upp á fjallstoppa, aðrir inn í dalsbotna, það er bara misjafnt,“ segir Áslaug. HeliAir er annað af tveimur þyrlufyrirtækjum á Íslandi sem starfa undir íslensku flugrekstrarleyfi. Aðaleigandi félagsins er Árni Helgason, verktaki á Ólafsfirði. Félagið hefur sérhæft sig í lúxusflugi með ferðamenn og gerir út tvær þyrlur, sex sæta þyrlu af gerðinni Bell 407 og fimm sæta þyrlu af gerðinni Airbus H125. Höfuðstöðvar HeliAir eru í Ólafsfirði.HeliAir HeliAir er þó ekki fyrst til að bjóða fjárbændum upp á aðstoð við smölum með þyrlum. Hótelið að Deplum í Fljótum hefur af og til undanfarin ár hlaupið undir bagga með bændum í Fljótum og þá í eftirleitum á erfiðustu svæðunum. Bændur í Fljótum voru raunar með þeim fyrstu til að nýta dróna við fjárleitir, eins og sjá má í þessari frétt Stöðvar 2 frá árinu 2016: Íbúar við norðanverðan Eyjafjörð og á Tröllaskaga eru orðnir vanir því að sjá þyrlur fljúga þar um fjöll og dali en þar hefur byggst upp gróskumikil þyrluskíðaferðamennska, eins og fjallað var um í þessum þætti Um land allt árið 2015: Fréttir af flugi Landbúnaður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Hörgársveit Eyjafjarðarsveit Skagafjörður Tengdar fréttir Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
„Við vildum bara gefa svolítið til samfélagsins, styðja nærsamfélagið, með því að bjóða bændum upp á nánast gefins flug, eða eins ódýrt og hugsast getur,“ segir Áslaug Inga Barðadóttir, framkvæmdastjóri HeliAir, en fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Ólafsfirði og gerir einnig út frá Reykjavík. Áslaug Inga Barðadóttir er framkvæmdastjóri HeliAir Iceland. Hún var áður hótelstjóri á Deplum í Fljótum.Sigurjón Ólason „Hver ferð kostar tíu þúsund krónur, það komast fimm með í hverja ferð, þannig að þetta eru bara tvöþúsund krónur ferðin á mann,“ segir Áslaug. Þyrluflugið tekur mið af fjárleitum þetta haustið fyrir norðan og verður næstu tvær helgar, ef veður leyfir. Landslag á Tröllaskaga er víða krefjandi til smölunar.HeliAir „Um næstu helgi verðum við í Eyjafirði, Þorvaldsdal og Hörgárdal. Þarnæstu helgi, 13. og 14. september, verðum við í Ólafsfirði, við Dalvík og í Svarfaðardal.“ En hafa bændur áhuga á að nýta þyrluflugið? „Viðtökurnar hafa verið vonum framar. Við erum komin núna með á skrá fjórtán eða fimmtán ferðir. Þetta sparar bændum miklar göngur. Við skutlum þeim aðra leiðina, svo ganga þeir til baka og smala. Sumir fara upp á fjallstoppa, aðrir inn í dalsbotna, það er bara misjafnt,“ segir Áslaug. HeliAir er annað af tveimur þyrlufyrirtækjum á Íslandi sem starfa undir íslensku flugrekstrarleyfi. Aðaleigandi félagsins er Árni Helgason, verktaki á Ólafsfirði. Félagið hefur sérhæft sig í lúxusflugi með ferðamenn og gerir út tvær þyrlur, sex sæta þyrlu af gerðinni Bell 407 og fimm sæta þyrlu af gerðinni Airbus H125. Höfuðstöðvar HeliAir eru í Ólafsfirði.HeliAir HeliAir er þó ekki fyrst til að bjóða fjárbændum upp á aðstoð við smölum með þyrlum. Hótelið að Deplum í Fljótum hefur af og til undanfarin ár hlaupið undir bagga með bændum í Fljótum og þá í eftirleitum á erfiðustu svæðunum. Bændur í Fljótum voru raunar með þeim fyrstu til að nýta dróna við fjárleitir, eins og sjá má í þessari frétt Stöðvar 2 frá árinu 2016: Íbúar við norðanverðan Eyjafjörð og á Tröllaskaga eru orðnir vanir því að sjá þyrlur fljúga þar um fjöll og dali en þar hefur byggst upp gróskumikil þyrluskíðaferðamennska, eins og fjallað var um í þessum þætti Um land allt árið 2015:
Fréttir af flugi Landbúnaður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Hörgársveit Eyjafjarðarsveit Skagafjörður Tengdar fréttir Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00
Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18