Á þriðja hundrað kíló tekin á landamærunum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. september 2024 07:03 Umtalsvert magn ólöglegra fíkniefna er haldlagt á landamærum Íslands á ári hverju. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Ríflega 230 kíló, tæpir tíu lítrar og 40 þúsund töflur af ólöglegum fíkniefnum hafa verið haldlögð á landamærum Íslands það sem af er þessu ári. Alls hefur verið lagt hald á 21 tegund fíkniefna, þar á meðal rúmlega 22,5 kíló af kókaíni, yfir 140 kíló af marijúana og tæplega nítján þúsund töflur af MDMA. Í heildina er um að ræða nokkuð meira magn fíkniefna en haldlagt var á sama tímabili í fyrra, að undantöldum fíkniefnum í vökvaformi sem haldlögð voru í meira magni á síðasta ári. Þetta sýna gögn sem tollayfirvöld tóku saman fyrir fréttastofu yfir það magn fíkniefna sem haldlagt hefur verið það sem af er ári. Gröfin hér að neðan sýna magn fíkniefna sem tekið hefur verið á landamærum á tímabilinu 1. janúar til 23. ágúst á þessu ári, samanborið við sama tímabil í fyrra, en magn efnanna er mælt í ólíkum mælieiningum. Svipað mikið kókaín en meira af marijúana Fyrsta grafið hér að neðan sýnir magn efna sem haldlagt hefur verið sem mælt er í grömmum. Samtals hefur verið lagt hald á rúm 232 kíló af fjórtán tegundum fíkniefna í ár, samanborið við tæp 200 kíló af sextán gerðum efna í fyrra. Rétt er að taka fram að samtala haldlagðra fíkniefna og samanburður milli ára tekur ekki mið af mismunandi styrkleika efnanna. Líkt og grafið sýnir var margfalt meira magn af DMT haldlagt í fyrra, 22,57 kíló samanborið við 30 grömm í fyrra. Nokkuð svipað magn hefur verið haldlagt af amfetamíni, innan við 200 grömm bæði í ár og í fyrra og einnig nokkuð svipað magn af hassi eða 16 kíló í ár samanborið við 14 í fyrra. Lítil breyting hefur einnig verið milli ára hvað varðar haldlagt magn kókaíns. Athygli vekur að talsvert meira hefur verið haldlagt af marijúana í ár, 142 kíló, samanborið við tæp 104 kíló í fyrra. Í upptalningunni hér að ofan eru ekki tekin með inn í reikninginn þau rúmlega 157 kíló af hassi sem haldlögð voru úr skútu í Sandgerðishöfn í fyrra, en það mál er skráð sem samstarfsverkefni tollgæslu og lögreglu að því er segir í svörum tollgæsluyfirvalda Skattsins til fréttastofu. Meira af basa en minna af kannabisvökva Næsta mynd sýnir magn fíkniefna í vökvaformi sem haldlagt hefur verið á tímabilinu janúar til ágúst 2024 samanborið við sama tímabil í fyrra. Alls voru haldlagðir tæplega 12,6 lítrar af fíkniefnum í vökvaformi fyrstu átta mánuði ársins í fyrra en um 9,5 lítrar í ár. Líkt og myndin sýnir má merkja töluverðan mun milli ára. Í ár hefur verið lagt hald á mest magn af basa eða um 6,7 lítra, og kókaín í vökvaformi eða um 2,36 lítrar. Í fyrra var hins vegar lagt hald á meira magn kannabisvökva og ketamíns. Miklu fleiri pillur í ár en í fyrra Loks má að neðan sjá magn efna í töfluformi sem haldlagt hefur verið á landamærum fyrstu átta mánuði þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Þar má glögglega sjá að margfalt meira magn MDMA hefur verið haldlagt í ár en í fyrra, hátt í 19 þúsund töflur samanborið við 239 töflur á sama tímabili í fyrra. Þá hefur einnig verið lagt hald á töluvert meira magn af fíknilyfjum í ár en í fyrra. Ekki liggur fyrir hvaða tegundir lyfja falla þar undir, en haldlögð hafa verið hátt í 18 þúsund stykki af fíknilyfjum í ár en aðeins rúmlega 10 þúsund stykki á sama tímabili í fyrra. Alls hafa verið haldlögð 39.667 stykki af ólöglegum efnum það sem af er árinu 2024 samanborið við 13.926 á sama tímabili í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Fíkniefnabrot Tollgæslan Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Þetta sýna gögn sem tollayfirvöld tóku saman fyrir fréttastofu yfir það magn fíkniefna sem haldlagt hefur verið það sem af er ári. Gröfin hér að neðan sýna magn fíkniefna sem tekið hefur verið á landamærum á tímabilinu 1. janúar til 23. ágúst á þessu ári, samanborið við sama tímabil í fyrra, en magn efnanna er mælt í ólíkum mælieiningum. Svipað mikið kókaín en meira af marijúana Fyrsta grafið hér að neðan sýnir magn efna sem haldlagt hefur verið sem mælt er í grömmum. Samtals hefur verið lagt hald á rúm 232 kíló af fjórtán tegundum fíkniefna í ár, samanborið við tæp 200 kíló af sextán gerðum efna í fyrra. Rétt er að taka fram að samtala haldlagðra fíkniefna og samanburður milli ára tekur ekki mið af mismunandi styrkleika efnanna. Líkt og grafið sýnir var margfalt meira magn af DMT haldlagt í fyrra, 22,57 kíló samanborið við 30 grömm í fyrra. Nokkuð svipað magn hefur verið haldlagt af amfetamíni, innan við 200 grömm bæði í ár og í fyrra og einnig nokkuð svipað magn af hassi eða 16 kíló í ár samanborið við 14 í fyrra. Lítil breyting hefur einnig verið milli ára hvað varðar haldlagt magn kókaíns. Athygli vekur að talsvert meira hefur verið haldlagt af marijúana í ár, 142 kíló, samanborið við tæp 104 kíló í fyrra. Í upptalningunni hér að ofan eru ekki tekin með inn í reikninginn þau rúmlega 157 kíló af hassi sem haldlögð voru úr skútu í Sandgerðishöfn í fyrra, en það mál er skráð sem samstarfsverkefni tollgæslu og lögreglu að því er segir í svörum tollgæsluyfirvalda Skattsins til fréttastofu. Meira af basa en minna af kannabisvökva Næsta mynd sýnir magn fíkniefna í vökvaformi sem haldlagt hefur verið á tímabilinu janúar til ágúst 2024 samanborið við sama tímabil í fyrra. Alls voru haldlagðir tæplega 12,6 lítrar af fíkniefnum í vökvaformi fyrstu átta mánuði ársins í fyrra en um 9,5 lítrar í ár. Líkt og myndin sýnir má merkja töluverðan mun milli ára. Í ár hefur verið lagt hald á mest magn af basa eða um 6,7 lítra, og kókaín í vökvaformi eða um 2,36 lítrar. Í fyrra var hins vegar lagt hald á meira magn kannabisvökva og ketamíns. Miklu fleiri pillur í ár en í fyrra Loks má að neðan sjá magn efna í töfluformi sem haldlagt hefur verið á landamærum fyrstu átta mánuði þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Þar má glögglega sjá að margfalt meira magn MDMA hefur verið haldlagt í ár en í fyrra, hátt í 19 þúsund töflur samanborið við 239 töflur á sama tímabili í fyrra. Þá hefur einnig verið lagt hald á töluvert meira magn af fíknilyfjum í ár en í fyrra. Ekki liggur fyrir hvaða tegundir lyfja falla þar undir, en haldlögð hafa verið hátt í 18 þúsund stykki af fíknilyfjum í ár en aðeins rúmlega 10 þúsund stykki á sama tímabili í fyrra. Alls hafa verið haldlögð 39.667 stykki af ólöglegum efnum það sem af er árinu 2024 samanborið við 13.926 á sama tímabili í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Tollgæslan Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira