„Við erum búin að sitja í ríkisstjórn þar sem við höfum gefið ýmislegt eftir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. september 2024 12:36 Áslaug Arna segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að leita aftur í ræturnar. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn þurfa að leita í ræturnar. Óánægju kjósenda megi meðal annars rekja til þess að flokkurinn hafi þurft að lúffa í ýmsum málaflokkum í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. Óánægju hefur gætt meðal margra sjálfstæðismanna vegna nýjustu skoðanakannana, en flokkurinn mældist í síðustu könnun Maskínu með 13,9 prósenta fylgi og hefur aldrei mælst minni. Ungliðar í flokknum hafa meðal annars gagnrýnt forystuna, ekki síst eftir flokksráðsfund sem fram fór um helgina, þar sem þeir segja stöðu flokksins ekki hafa verið rædda nógu opinskátt og jafnvel að umræðan hafi verið þögguð af forystunni. Undir þetta segist Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki geta tekið undir. „Fundurinn var frábær. Þar voru hátt í fjögur hundruð manns og allir komust að í umræðu um stöðu flokksins, það var sett sérstaklega á dagskrá. Hún var rædd meðal allra fundargesta. Auðvitað má svo hafa skoðun á því hvernig dagskráin er byggð upp eða annað slíkt en fundurinn var frábær. Það var gaman að tala við flokksmenn og mjög mikilvægt fyrir okkur í þessari stöðu að geta einmitt rætt um stöðu flokksins sem var sett sérstaklega á dagskrá,“ sagði Áslaug Arna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Allir séu sammála um að staðan sé óásættanleg. „Ég lagði mikla áherslu á það að við færum aftur í grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem er stefna sem á við miklu fleiri landsmenn en gefa sig upp á Sjálfstæðisflokkinn í dag. Að við færum aftur í kjarnann okkar, skilgreindum okkur sjálf og værum ekki beygð undan því. En við myndum auðvitað líka setja skýr mál á dagskrá.“ Hún segir að hægt sé að benda á margt sem mögulegan sökudólg. „Við erum búin að sitja í ríkisstjórn þar sem við höfum gefið ýmislegt eftir, sem kjósendur okkar eru meðal annars ósáttir við,“ sagði Áslaug. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21 Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Óánægju hefur gætt meðal margra sjálfstæðismanna vegna nýjustu skoðanakannana, en flokkurinn mældist í síðustu könnun Maskínu með 13,9 prósenta fylgi og hefur aldrei mælst minni. Ungliðar í flokknum hafa meðal annars gagnrýnt forystuna, ekki síst eftir flokksráðsfund sem fram fór um helgina, þar sem þeir segja stöðu flokksins ekki hafa verið rædda nógu opinskátt og jafnvel að umræðan hafi verið þögguð af forystunni. Undir þetta segist Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki geta tekið undir. „Fundurinn var frábær. Þar voru hátt í fjögur hundruð manns og allir komust að í umræðu um stöðu flokksins, það var sett sérstaklega á dagskrá. Hún var rædd meðal allra fundargesta. Auðvitað má svo hafa skoðun á því hvernig dagskráin er byggð upp eða annað slíkt en fundurinn var frábær. Það var gaman að tala við flokksmenn og mjög mikilvægt fyrir okkur í þessari stöðu að geta einmitt rætt um stöðu flokksins sem var sett sérstaklega á dagskrá,“ sagði Áslaug Arna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Allir séu sammála um að staðan sé óásættanleg. „Ég lagði mikla áherslu á það að við færum aftur í grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem er stefna sem á við miklu fleiri landsmenn en gefa sig upp á Sjálfstæðisflokkinn í dag. Að við færum aftur í kjarnann okkar, skilgreindum okkur sjálf og værum ekki beygð undan því. En við myndum auðvitað líka setja skýr mál á dagskrá.“ Hún segir að hægt sé að benda á margt sem mögulegan sökudólg. „Við erum búin að sitja í ríkisstjórn þar sem við höfum gefið ýmislegt eftir, sem kjósendur okkar eru meðal annars ósáttir við,“ sagði Áslaug.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21 Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21
Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35