„Við erum búin að sitja í ríkisstjórn þar sem við höfum gefið ýmislegt eftir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. september 2024 12:36 Áslaug Arna segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að leita aftur í ræturnar. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn þurfa að leita í ræturnar. Óánægju kjósenda megi meðal annars rekja til þess að flokkurinn hafi þurft að lúffa í ýmsum málaflokkum í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. Óánægju hefur gætt meðal margra sjálfstæðismanna vegna nýjustu skoðanakannana, en flokkurinn mældist í síðustu könnun Maskínu með 13,9 prósenta fylgi og hefur aldrei mælst minni. Ungliðar í flokknum hafa meðal annars gagnrýnt forystuna, ekki síst eftir flokksráðsfund sem fram fór um helgina, þar sem þeir segja stöðu flokksins ekki hafa verið rædda nógu opinskátt og jafnvel að umræðan hafi verið þögguð af forystunni. Undir þetta segist Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki geta tekið undir. „Fundurinn var frábær. Þar voru hátt í fjögur hundruð manns og allir komust að í umræðu um stöðu flokksins, það var sett sérstaklega á dagskrá. Hún var rædd meðal allra fundargesta. Auðvitað má svo hafa skoðun á því hvernig dagskráin er byggð upp eða annað slíkt en fundurinn var frábær. Það var gaman að tala við flokksmenn og mjög mikilvægt fyrir okkur í þessari stöðu að geta einmitt rætt um stöðu flokksins sem var sett sérstaklega á dagskrá,“ sagði Áslaug Arna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Allir séu sammála um að staðan sé óásættanleg. „Ég lagði mikla áherslu á það að við færum aftur í grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem er stefna sem á við miklu fleiri landsmenn en gefa sig upp á Sjálfstæðisflokkinn í dag. Að við færum aftur í kjarnann okkar, skilgreindum okkur sjálf og værum ekki beygð undan því. En við myndum auðvitað líka setja skýr mál á dagskrá.“ Hún segir að hægt sé að benda á margt sem mögulegan sökudólg. „Við erum búin að sitja í ríkisstjórn þar sem við höfum gefið ýmislegt eftir, sem kjósendur okkar eru meðal annars ósáttir við,“ sagði Áslaug. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21 Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Óánægju hefur gætt meðal margra sjálfstæðismanna vegna nýjustu skoðanakannana, en flokkurinn mældist í síðustu könnun Maskínu með 13,9 prósenta fylgi og hefur aldrei mælst minni. Ungliðar í flokknum hafa meðal annars gagnrýnt forystuna, ekki síst eftir flokksráðsfund sem fram fór um helgina, þar sem þeir segja stöðu flokksins ekki hafa verið rædda nógu opinskátt og jafnvel að umræðan hafi verið þögguð af forystunni. Undir þetta segist Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki geta tekið undir. „Fundurinn var frábær. Þar voru hátt í fjögur hundruð manns og allir komust að í umræðu um stöðu flokksins, það var sett sérstaklega á dagskrá. Hún var rædd meðal allra fundargesta. Auðvitað má svo hafa skoðun á því hvernig dagskráin er byggð upp eða annað slíkt en fundurinn var frábær. Það var gaman að tala við flokksmenn og mjög mikilvægt fyrir okkur í þessari stöðu að geta einmitt rætt um stöðu flokksins sem var sett sérstaklega á dagskrá,“ sagði Áslaug Arna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Allir séu sammála um að staðan sé óásættanleg. „Ég lagði mikla áherslu á það að við færum aftur í grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem er stefna sem á við miklu fleiri landsmenn en gefa sig upp á Sjálfstæðisflokkinn í dag. Að við færum aftur í kjarnann okkar, skilgreindum okkur sjálf og værum ekki beygð undan því. En við myndum auðvitað líka setja skýr mál á dagskrá.“ Hún segir að hægt sé að benda á margt sem mögulegan sökudólg. „Við erum búin að sitja í ríkisstjórn þar sem við höfum gefið ýmislegt eftir, sem kjósendur okkar eru meðal annars ósáttir við,“ sagði Áslaug.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21 Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21
Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35