Íbúar og ferðaþjónusta í sátt? Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 3. september 2024 14:03 Höfuðborgarsvæðið er einn helsti áfangastaður landsins. Langflestir þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja Ísland dvelja á höfuðborgarsvæðinu í lengri eða skemmri tíma. Sjálfbærni höfuðborgarsvæðisins sem áfangastaðar skiptir því miklu til að tryggja sátt milli íbúa, atvinnulífs og ferðamannanna sjálfra. Íbúar þurfa að vera sáttir við hvernig umhverfi þeirra þróast. Til að fylgjast með stöðu þessara mála lét Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins gera könnun meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins um viðhorf þeirra til ferðamanna. Könnunin fór fram vorið 2024 og sýna niðurstöður hennar að þrátt fyrir að ánægja íbúa gagnvart ferðamönnum minnki frá síðustu árum er yfirgnæfandi meirihluti þeirra á því að ferðamenn séu vingjarnlegir og kurteisir. Athyglisverðar niðurstöður Kannanir á sama grunni hafa verið gerðar síðan 2015 og hafa þær sýnt sveiflur í afstöðu íbúa höfuðborgarsvæðisins til ferðamanna. Á árunum 2017 og 2018, þegar ferðamönnum fjölgaði hratt, minnkaði jafnframt ánægja íbúa í þeirra garð. Á þeim árum mældist ánægja þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu með ferðamenn svipuð og nú. Ánægja íbúa jókst síðan þegar fjöldi ferðamanna dróst saman á árunum 2019 til 2021 og náði hámarki árið 2022. Þá sögðust 85% íbúa höfuðborgarsvæðisins vera ánægð með fjölda ferðamanna í sinni heimabyggð. Í ár segjast 66% íbúa jákvæð gagnvart ferðamönnum á höfuðborgarsvæðinu. Sem fyrr er meirihluti aðspurðra þeirrar skoðunar að ferðamenn hafi góð áhrif á efnahagslega afkomu íbúanna á svæðinu. Heil 73% aðspurða segja ferðaþjónustuna hafa jákvæð áhrif á efnahaginn, sem er þó lægri tala en síðustu ár, en mjög svipuð tala og árið 2019. Að sama skapi eru íbúar höfuðborgarsvæðisins þeirrar skoðunar að ferðaþjónustan hafi jákvæð áhrif á ýmsa þætti þjónustu svo sem verslun, afþreyingu og framboð veitingaþjónustu. Alls telja til að mynda rúmlega 80% aðspurða að ferðaþjónustan hafi jákvæð áhrif á fjölda og þjónustu veitingastaða. Samstarfsvettvangur mikilvægur Það er mikilvægt að til sé vettvangur þar sem að ferðaþjónustuaðilar, sveitarfélögin og stoðkerfið stilla saman strengi. Samstarfsvettvangur sem býður upp á umræðu um gildi og þróun áfangastaðarins. Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins er þessi vettvangur fyrir höfuðborgarsvæðið. Að henni standa sveitarfélögin Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes sem og ferðaþjónustan og aðrir hagaðilar á svæðinu. Stofan var stofnuð fyrir um ári síðan og er hlutverk hennar að þróa og markaðssetja áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið í heild ásamt því að efla atvinnustarfsemi og auka gjaldeyristekjur. Stofan tók við völdum verkefnum Höfuðborgarstofu Reykjavíkurborgar sem áður sá til að mynda um framkvæmd hinnar árlegu könnunar um afstöðu íbúa til ferðamanna. Samtal við íbúaEitt meginhlutverk Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins er að efla samstarf um málefni ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu. Við munum því nýta þessi gögn í okkar vinnu á komandi misserum. Við munum skoða með sveitarfélögunum hvort og hvernig ræða megi við íbúa um hvað sé hægt að gera betur og hvernig við getum tryggt að gestakomur hingað verði sem ánægjulegastar fyrir alla.Sátt íbúa, ferðaþjónustunnar og sveitarfélaganna um málefni ferðaþjónustunnar skiptir gríðarlegu máli ef tryggja á sjálfbærni áfangastaðarins. Sjálfbærni er leiðarstef í stefnu íslenskra stjórnvalda um ferðaþjónustu og hornsteinn þróunar ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar. Við hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins í félagi við okkar hagaðila munum leggja okkur fram við þetta mikilvæga verkefni og vinna sem best að framgangi þess.Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Hlín Pálsdóttir Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið er einn helsti áfangastaður landsins. Langflestir þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja Ísland dvelja á höfuðborgarsvæðinu í lengri eða skemmri tíma. Sjálfbærni höfuðborgarsvæðisins sem áfangastaðar skiptir því miklu til að tryggja sátt milli íbúa, atvinnulífs og ferðamannanna sjálfra. Íbúar þurfa að vera sáttir við hvernig umhverfi þeirra þróast. Til að fylgjast með stöðu þessara mála lét Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins gera könnun meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins um viðhorf þeirra til ferðamanna. Könnunin fór fram vorið 2024 og sýna niðurstöður hennar að þrátt fyrir að ánægja íbúa gagnvart ferðamönnum minnki frá síðustu árum er yfirgnæfandi meirihluti þeirra á því að ferðamenn séu vingjarnlegir og kurteisir. Athyglisverðar niðurstöður Kannanir á sama grunni hafa verið gerðar síðan 2015 og hafa þær sýnt sveiflur í afstöðu íbúa höfuðborgarsvæðisins til ferðamanna. Á árunum 2017 og 2018, þegar ferðamönnum fjölgaði hratt, minnkaði jafnframt ánægja íbúa í þeirra garð. Á þeim árum mældist ánægja þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu með ferðamenn svipuð og nú. Ánægja íbúa jókst síðan þegar fjöldi ferðamanna dróst saman á árunum 2019 til 2021 og náði hámarki árið 2022. Þá sögðust 85% íbúa höfuðborgarsvæðisins vera ánægð með fjölda ferðamanna í sinni heimabyggð. Í ár segjast 66% íbúa jákvæð gagnvart ferðamönnum á höfuðborgarsvæðinu. Sem fyrr er meirihluti aðspurðra þeirrar skoðunar að ferðamenn hafi góð áhrif á efnahagslega afkomu íbúanna á svæðinu. Heil 73% aðspurða segja ferðaþjónustuna hafa jákvæð áhrif á efnahaginn, sem er þó lægri tala en síðustu ár, en mjög svipuð tala og árið 2019. Að sama skapi eru íbúar höfuðborgarsvæðisins þeirrar skoðunar að ferðaþjónustan hafi jákvæð áhrif á ýmsa þætti þjónustu svo sem verslun, afþreyingu og framboð veitingaþjónustu. Alls telja til að mynda rúmlega 80% aðspurða að ferðaþjónustan hafi jákvæð áhrif á fjölda og þjónustu veitingastaða. Samstarfsvettvangur mikilvægur Það er mikilvægt að til sé vettvangur þar sem að ferðaþjónustuaðilar, sveitarfélögin og stoðkerfið stilla saman strengi. Samstarfsvettvangur sem býður upp á umræðu um gildi og þróun áfangastaðarins. Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins er þessi vettvangur fyrir höfuðborgarsvæðið. Að henni standa sveitarfélögin Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes sem og ferðaþjónustan og aðrir hagaðilar á svæðinu. Stofan var stofnuð fyrir um ári síðan og er hlutverk hennar að þróa og markaðssetja áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið í heild ásamt því að efla atvinnustarfsemi og auka gjaldeyristekjur. Stofan tók við völdum verkefnum Höfuðborgarstofu Reykjavíkurborgar sem áður sá til að mynda um framkvæmd hinnar árlegu könnunar um afstöðu íbúa til ferðamanna. Samtal við íbúaEitt meginhlutverk Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins er að efla samstarf um málefni ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu. Við munum því nýta þessi gögn í okkar vinnu á komandi misserum. Við munum skoða með sveitarfélögunum hvort og hvernig ræða megi við íbúa um hvað sé hægt að gera betur og hvernig við getum tryggt að gestakomur hingað verði sem ánægjulegastar fyrir alla.Sátt íbúa, ferðaþjónustunnar og sveitarfélaganna um málefni ferðaþjónustunnar skiptir gríðarlegu máli ef tryggja á sjálfbærni áfangastaðarins. Sjálfbærni er leiðarstef í stefnu íslenskra stjórnvalda um ferðaþjónustu og hornsteinn þróunar ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar. Við hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins í félagi við okkar hagaðila munum leggja okkur fram við þetta mikilvæga verkefni og vinna sem best að framgangi þess.Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun