Þetta kemur fram í nýlegum ársreikningi FnF ehf. fyrir árið 2023. Nafnið FnF vísar til nafna Guðmundar Fertrams og eiginkonu hans Fanneyjar K. Hermannsdóttur.
FnF hélt utan um eignarhluti Guðmundar Fertrams í Kerecis hf. og BBL 34 ehf., sem fór með hluti í Kerecis. Í ársreikningum segir að félagið hafi árið 2023 selt allan eignarhlut sinn í Kerecis hf. fyrir 9.113 milljónir króna og eignarhlut sinn í BBL 34 ehf. fyrir 5.607 milljónir króna.
Ítarlega hefur verið greint frá sölunni á ísfirska undrinu Kerecis til danska lækningavörurisans Coloplast fyrir 176 milljarða króna.
Félag Guðmundar Fertrams hagnaðist vel á sölunni, enda er hann stofnandi og forstjóri félagsins. Alls hagnaðist félagið um 14.689.186.638 krónur í fyrra en stjórn félagsins lagði þó til að enginn arður yrði greiddur út til hluthafans.