Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Árni Sæberg skrifar 2. september 2024 15:36 Símasendi Vodafone ofan á Dyrhólaey má sjá ef vel er rýnt í myndina. Ívar Guðnason Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. Alvarleg rafmagnsbilun varð í Mýrdal í gærkvöldi með þeim afleiðingum að rafmagn fór af Vík og stórum hluta Mýrdals. Strax var farið í það að koma varaafli á svæðið og undir morgun var varafl komið á í Vík en ekki sveitakerfið í Mýrdal. Óheppilegur fylgifiskur rafmagnsleysisins var að rafmagn fór af símasendum á Dyrhólaey og víðar í sveitinni. Að sögn Ívars Guðnasonar í Þórisholti dugði varaafl símasendanna í einhvern tíma en í nótt hafi símasamband víða í Mýrdal farið af. Það hafi ekki komið á fyrr en klukkan 13 í dag. Tvö þúsund ferðamenn án símasambands Þetta segir Ívar alveg óboðlegt, sér í lagi í ljósi þess að landeigendur við Reynisfjöru taka á móti ríflega tvö þúsund ferðamönnum á degi hverjum. Þá sé fjöldi fyrirtækja á svæðinu, þar á meðal hans eigin, sem ekkert hafi veri hægt að ná í fram eftir degi. „Við erum mjög stressaðir yfir þessu hérna,“ segir hann. Mikið hefur verið rætt og skrifað um öryggismál í Reynisfjöru og nágrenni undanfarin ár, þá helst vegna þess að ferðamenn fara iðullega óvarlega í flæðamálinu og ófáir þeirra hafa komist í hann krappann svo kalla hefur þurft til viðbragðsaðila. Þess vegna telur Ívar sérlega óheppilegt, og raunar óboðlegt, að ferðamennirnir tvö þúsund séu án símasambands og geti því ekki hringt á Neyðarlínuna. Krefst umbóta „Þetta má ekki gerast, að það verði símasambandslaust hér ef það verður rafmagnslaust hér í lengri tíma. Þetta er bara ekki í lagi,“ segir Ívar og krefst þess að fjarskiptafyrirtækin sem reka sendana á Dyrhólaey og víðar í sveitinni, meðal annars Vodafone, bæti úr. Misvísandi skilaboð Að sögn Sigurbjörns Eiríkssonar, forstöðumanns innviða hjá Sýn, urðu misvísandi skilaboð frá RARIK, varðandi hversu lengi rafmagnsleysið myndi vara, til þess að ákveðið var að fara ekki með viðbótarvaraaflstöðvar inn á svæðið sem varð rafmagnslaust. Rafmagnsleysið hafi varað talsvert lengur en gert hafði verið ráð fyrir og því hafi sendar sem búnir eru vararafhlöðu dottið út einn af öðrum frá miðnætti og fram á nótt. Þeir hafi verið komnir aftur í gang á milli 12 og 13. Sýn sé með fastar varaaflstöðvar á lykilstöðum sem þjónusti farnet, UHF og FM. Sýn sé með farnetsbúnað á sex sendastöðum á svæðinu þar sem rafmagnstruflana varð vart. Þá segir Sigurbjörn að áhersla hafi verið lögð á að halda farnetinu gangandi við þjóðveginn í gegnum Mýrdal, enda hafi verið talið mikilvægast að halda sambandi þar. Vodafone og Vísir eru í eigu Sýnar. Fjarskipti Mýrdalshreppur Sýn Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira
Alvarleg rafmagnsbilun varð í Mýrdal í gærkvöldi með þeim afleiðingum að rafmagn fór af Vík og stórum hluta Mýrdals. Strax var farið í það að koma varaafli á svæðið og undir morgun var varafl komið á í Vík en ekki sveitakerfið í Mýrdal. Óheppilegur fylgifiskur rafmagnsleysisins var að rafmagn fór af símasendum á Dyrhólaey og víðar í sveitinni. Að sögn Ívars Guðnasonar í Þórisholti dugði varaafl símasendanna í einhvern tíma en í nótt hafi símasamband víða í Mýrdal farið af. Það hafi ekki komið á fyrr en klukkan 13 í dag. Tvö þúsund ferðamenn án símasambands Þetta segir Ívar alveg óboðlegt, sér í lagi í ljósi þess að landeigendur við Reynisfjöru taka á móti ríflega tvö þúsund ferðamönnum á degi hverjum. Þá sé fjöldi fyrirtækja á svæðinu, þar á meðal hans eigin, sem ekkert hafi veri hægt að ná í fram eftir degi. „Við erum mjög stressaðir yfir þessu hérna,“ segir hann. Mikið hefur verið rætt og skrifað um öryggismál í Reynisfjöru og nágrenni undanfarin ár, þá helst vegna þess að ferðamenn fara iðullega óvarlega í flæðamálinu og ófáir þeirra hafa komist í hann krappann svo kalla hefur þurft til viðbragðsaðila. Þess vegna telur Ívar sérlega óheppilegt, og raunar óboðlegt, að ferðamennirnir tvö þúsund séu án símasambands og geti því ekki hringt á Neyðarlínuna. Krefst umbóta „Þetta má ekki gerast, að það verði símasambandslaust hér ef það verður rafmagnslaust hér í lengri tíma. Þetta er bara ekki í lagi,“ segir Ívar og krefst þess að fjarskiptafyrirtækin sem reka sendana á Dyrhólaey og víðar í sveitinni, meðal annars Vodafone, bæti úr. Misvísandi skilaboð Að sögn Sigurbjörns Eiríkssonar, forstöðumanns innviða hjá Sýn, urðu misvísandi skilaboð frá RARIK, varðandi hversu lengi rafmagnsleysið myndi vara, til þess að ákveðið var að fara ekki með viðbótarvaraaflstöðvar inn á svæðið sem varð rafmagnslaust. Rafmagnsleysið hafi varað talsvert lengur en gert hafði verið ráð fyrir og því hafi sendar sem búnir eru vararafhlöðu dottið út einn af öðrum frá miðnætti og fram á nótt. Þeir hafi verið komnir aftur í gang á milli 12 og 13. Sýn sé með fastar varaaflstöðvar á lykilstöðum sem þjónusti farnet, UHF og FM. Sýn sé með farnetsbúnað á sex sendastöðum á svæðinu þar sem rafmagnstruflana varð vart. Þá segir Sigurbjörn að áhersla hafi verið lögð á að halda farnetinu gangandi við þjóðveginn í gegnum Mýrdal, enda hafi verið talið mikilvægast að halda sambandi þar. Vodafone og Vísir eru í eigu Sýnar.
Fjarskipti Mýrdalshreppur Sýn Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira