Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Árni Sæberg skrifar 2. september 2024 15:36 Símasendi Vodafone ofan á Dyrhólaey má sjá ef vel er rýnt í myndina. Ívar Guðnason Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. Alvarleg rafmagnsbilun varð í Mýrdal í gærkvöldi með þeim afleiðingum að rafmagn fór af Vík og stórum hluta Mýrdals. Strax var farið í það að koma varaafli á svæðið og undir morgun var varafl komið á í Vík en ekki sveitakerfið í Mýrdal. Óheppilegur fylgifiskur rafmagnsleysisins var að rafmagn fór af símasendum á Dyrhólaey og víðar í sveitinni. Að sögn Ívars Guðnasonar í Þórisholti dugði varaafl símasendanna í einhvern tíma en í nótt hafi símasamband víða í Mýrdal farið af. Það hafi ekki komið á fyrr en klukkan 13 í dag. Tvö þúsund ferðamenn án símasambands Þetta segir Ívar alveg óboðlegt, sér í lagi í ljósi þess að landeigendur við Reynisfjöru taka á móti ríflega tvö þúsund ferðamönnum á degi hverjum. Þá sé fjöldi fyrirtækja á svæðinu, þar á meðal hans eigin, sem ekkert hafi veri hægt að ná í fram eftir degi. „Við erum mjög stressaðir yfir þessu hérna,“ segir hann. Mikið hefur verið rætt og skrifað um öryggismál í Reynisfjöru og nágrenni undanfarin ár, þá helst vegna þess að ferðamenn fara iðullega óvarlega í flæðamálinu og ófáir þeirra hafa komist í hann krappann svo kalla hefur þurft til viðbragðsaðila. Þess vegna telur Ívar sérlega óheppilegt, og raunar óboðlegt, að ferðamennirnir tvö þúsund séu án símasambands og geti því ekki hringt á Neyðarlínuna. Krefst umbóta „Þetta má ekki gerast, að það verði símasambandslaust hér ef það verður rafmagnslaust hér í lengri tíma. Þetta er bara ekki í lagi,“ segir Ívar og krefst þess að fjarskiptafyrirtækin sem reka sendana á Dyrhólaey og víðar í sveitinni, meðal annars Vodafone, bæti úr. Misvísandi skilaboð Að sögn Sigurbjörns Eiríkssonar, forstöðumanns innviða hjá Sýn, urðu misvísandi skilaboð frá RARIK, varðandi hversu lengi rafmagnsleysið myndi vara, til þess að ákveðið var að fara ekki með viðbótarvaraaflstöðvar inn á svæðið sem varð rafmagnslaust. Rafmagnsleysið hafi varað talsvert lengur en gert hafði verið ráð fyrir og því hafi sendar sem búnir eru vararafhlöðu dottið út einn af öðrum frá miðnætti og fram á nótt. Þeir hafi verið komnir aftur í gang á milli 12 og 13. Sýn sé með fastar varaaflstöðvar á lykilstöðum sem þjónusti farnet, UHF og FM. Sýn sé með farnetsbúnað á sex sendastöðum á svæðinu þar sem rafmagnstruflana varð vart. Þá segir Sigurbjörn að áhersla hafi verið lögð á að halda farnetinu gangandi við þjóðveginn í gegnum Mýrdal, enda hafi verið talið mikilvægast að halda sambandi þar. Vodafone og Vísir eru í eigu Sýnar. Fjarskipti Mýrdalshreppur Sýn Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Alvarleg rafmagnsbilun varð í Mýrdal í gærkvöldi með þeim afleiðingum að rafmagn fór af Vík og stórum hluta Mýrdals. Strax var farið í það að koma varaafli á svæðið og undir morgun var varafl komið á í Vík en ekki sveitakerfið í Mýrdal. Óheppilegur fylgifiskur rafmagnsleysisins var að rafmagn fór af símasendum á Dyrhólaey og víðar í sveitinni. Að sögn Ívars Guðnasonar í Þórisholti dugði varaafl símasendanna í einhvern tíma en í nótt hafi símasamband víða í Mýrdal farið af. Það hafi ekki komið á fyrr en klukkan 13 í dag. Tvö þúsund ferðamenn án símasambands Þetta segir Ívar alveg óboðlegt, sér í lagi í ljósi þess að landeigendur við Reynisfjöru taka á móti ríflega tvö þúsund ferðamönnum á degi hverjum. Þá sé fjöldi fyrirtækja á svæðinu, þar á meðal hans eigin, sem ekkert hafi veri hægt að ná í fram eftir degi. „Við erum mjög stressaðir yfir þessu hérna,“ segir hann. Mikið hefur verið rætt og skrifað um öryggismál í Reynisfjöru og nágrenni undanfarin ár, þá helst vegna þess að ferðamenn fara iðullega óvarlega í flæðamálinu og ófáir þeirra hafa komist í hann krappann svo kalla hefur þurft til viðbragðsaðila. Þess vegna telur Ívar sérlega óheppilegt, og raunar óboðlegt, að ferðamennirnir tvö þúsund séu án símasambands og geti því ekki hringt á Neyðarlínuna. Krefst umbóta „Þetta má ekki gerast, að það verði símasambandslaust hér ef það verður rafmagnslaust hér í lengri tíma. Þetta er bara ekki í lagi,“ segir Ívar og krefst þess að fjarskiptafyrirtækin sem reka sendana á Dyrhólaey og víðar í sveitinni, meðal annars Vodafone, bæti úr. Misvísandi skilaboð Að sögn Sigurbjörns Eiríkssonar, forstöðumanns innviða hjá Sýn, urðu misvísandi skilaboð frá RARIK, varðandi hversu lengi rafmagnsleysið myndi vara, til þess að ákveðið var að fara ekki með viðbótarvaraaflstöðvar inn á svæðið sem varð rafmagnslaust. Rafmagnsleysið hafi varað talsvert lengur en gert hafði verið ráð fyrir og því hafi sendar sem búnir eru vararafhlöðu dottið út einn af öðrum frá miðnætti og fram á nótt. Þeir hafi verið komnir aftur í gang á milli 12 og 13. Sýn sé með fastar varaaflstöðvar á lykilstöðum sem þjónusti farnet, UHF og FM. Sýn sé með farnetsbúnað á sex sendastöðum á svæðinu þar sem rafmagnstruflana varð vart. Þá segir Sigurbjörn að áhersla hafi verið lögð á að halda farnetinu gangandi við þjóðveginn í gegnum Mýrdal, enda hafi verið talið mikilvægast að halda sambandi þar. Vodafone og Vísir eru í eigu Sýnar.
Fjarskipti Mýrdalshreppur Sýn Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira