Fjöldamótmæli gegn Netanjahú vegna gíslanna Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 1. september 2024 20:33 Tugir þúsunda hafa komið saman til mótmæla víðsvegar um Ísrael í dag. Þessi mynd er frá mótmælum í Tel Aviv. Vísir/EPA Mótmælaalda hefur gengið yfir Ísrael eftir að sex gíslar í haldi Hamas fundust látnir. Reiðin beinist einkum að forsætisráðherra Ísraels og boðað hefur verið til allsherjarverkfalls á morgun. Tilkynning um að sex gíslar Hamas hefðu fundist látnir hefur vakið gríðarlega reiði í Ísrael. Þúsundir mótmæltu fyrir utan forsætisráðuneyti Benjamíns Netanjahús í dag. Verkalýðsfélög hafa boðað til allsherjarverkfalls á morgun til stuðnings við fjölskyldur gíslanna og til að þrýsta á stjórnvöld um að semja um frelsi þeirra gísla sem eru enn í haldi Hamas. Á meðal þeirra sem hafa staðfest þátttöku er borgarstjóri Tel Aviv. Netanjahú skellir skuldinni alfarið á Hamas sem neiti að semja. „Á sama tíma myrtu þeir sex gísla frá okkur. Hver sá sem myrðir gísla vill ekki semja,“ sagði forsætisráðherrann í sjónvarpsávarpi. Hamas segir sökina hins vegar liggja hjá Netanjahú sjálfum. Með því að fallast ekki á vopnahlé á Gasa beri stjórnvöld í Ísrael ábyrgð á örlögum gíslanna. Bandamenn forsætisráðherrans hafa hvatt hann til þess að semja um vopnahlé í dag. Samtök fjölskyldna gíslanna sem Hamas tóku til fanga í árás sinni á Ísrael 7. október segja að gíslarnir sex sem fundust látnir hafi verið myrtir á allra síðustu dögum eftir að hafa lifað af ellefu mánuði af pyntingum, misnotkun og hungri í haldi Hamas. Óljóst er hversu margir gíslar eru enn á Gasa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hamas-liðar tóku 251 mann í gíslingu og drápu 1.200 aðra 7. október. Gíslarnir gætu verið um hundrað en einhver fjöldi þeirra er talinn látinn. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Tilkynning um að sex gíslar Hamas hefðu fundist látnir hefur vakið gríðarlega reiði í Ísrael. Þúsundir mótmæltu fyrir utan forsætisráðuneyti Benjamíns Netanjahús í dag. Verkalýðsfélög hafa boðað til allsherjarverkfalls á morgun til stuðnings við fjölskyldur gíslanna og til að þrýsta á stjórnvöld um að semja um frelsi þeirra gísla sem eru enn í haldi Hamas. Á meðal þeirra sem hafa staðfest þátttöku er borgarstjóri Tel Aviv. Netanjahú skellir skuldinni alfarið á Hamas sem neiti að semja. „Á sama tíma myrtu þeir sex gísla frá okkur. Hver sá sem myrðir gísla vill ekki semja,“ sagði forsætisráðherrann í sjónvarpsávarpi. Hamas segir sökina hins vegar liggja hjá Netanjahú sjálfum. Með því að fallast ekki á vopnahlé á Gasa beri stjórnvöld í Ísrael ábyrgð á örlögum gíslanna. Bandamenn forsætisráðherrans hafa hvatt hann til þess að semja um vopnahlé í dag. Samtök fjölskyldna gíslanna sem Hamas tóku til fanga í árás sinni á Ísrael 7. október segja að gíslarnir sex sem fundust látnir hafi verið myrtir á allra síðustu dögum eftir að hafa lifað af ellefu mánuði af pyntingum, misnotkun og hungri í haldi Hamas. Óljóst er hversu margir gíslar eru enn á Gasa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hamas-liðar tóku 251 mann í gíslingu og drápu 1.200 aðra 7. október. Gíslarnir gætu verið um hundrað en einhver fjöldi þeirra er talinn látinn.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira