Ekkert prik fyrir Hjört, nema gefið væri fyrir hálfsannleika og rangfærslur Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. september 2024 13:02 27. ágúst sl. skrifaði ágætur maður, sem búið hefur í Lúxemborg, í hjarta ESB og Evru, um langt árabil, og þekkir þar auðvitað vel til, er heimamaður, Róbert Björnsson, ágætan pistil hér á vefnum um ESB og Evru og sína reynslu af hvorutveggja. Hann dregur þar upp góða mynd af feikigóðri efnahagslegri stöðu Lúxemborg (í þessari ESB/Evru-mynd), kostum ESB/Evru, og fjallar líka um afar jákvæða afstöðu þegna landsins til ESB/Evru. Ekki stóð á þeim manni, sem notar lengsta titil landsins, og ég tel vera leigupenna helztu þjóðernisafla landsins, hægri öfgamanna og popúlista, sennilega Heimssýnar, að bregðast við og reyna að gera lítið úr jákvæðri umfjöllun Róberts um ESB og Evru. Greip hann enn til hálfsannleika og rangfærsla, eins og honum er einum lagið, og skrifaði hann 31. ágúst nýjan pistil með fyrirsögninni „Fær prik fyrir hreinskilnina“. Átti þetta víst að vera háð. Af þessu tilefni segi ég: „Ekkert prik fyrir Hjört, nema gefið væri fyrir hálfsannleika og rangfærslur“. Skal þetta útskýrt betur. Titlameistarinn segir fyrst þetta: „Versta staða, sem ríki getur verið í innan Evrópusambandsins, þegar kemur að möguleikum á því að hafa áhrif á ákvarðanir á vettvangi þess, er, að vera fámennt ríki á jaðri sambandsins. Vægi ríkja innan Evrópusambandsins fer þannig fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra“. Svo fullyrðir hann þetta: „Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið, yrði landið ekki aðeins það fámennasta innan sambandsins heldur sömuleiðis á yzta jaðri þess. Ísland fengi fyrir vikið einungis sex þingmenn af 720 á þing Evrópusambandsins eða á við hálfan þingmann á Alþingi“. Hér er Hjörtur enn einu sinni að fullyrða, að stóru þjóðirnar ráði öllu í ESB; þó við værum inni, sem fullgilt aðildarríki, myndum við engin áhrif hafa og engu ráða. Hér kemur það, sem satt er og rétt, staðreyndirnar, í þessum málum: Minnstu þjóðirnar hafa hlutfallslega langmest að segja í ESB. Eins og fram hefur komið, fengjum við 6 þingmenn á Evrópuþingið. Það þýðir, að við þurfum aðeins að hafa 65.000 Íslendinga á bak við hvern þingmann. Þjóðverjar, með sína 83 milljónir íbúa, hafa 96 þingmenn; hjá þeim standa 865 þúsund landsmanna á bak við hvern þingmann. Danir, sem eru 5,8 milljónir, hafa 14 þingmenn; 414 þúsund Danir standa á bak við hvern þingmann þeirra á Evrópuþinginu. Svona er það í öllu; þess er gætt, að líka þeir „minnstu“ hafi fullan aðgang að áhrifum og völdum. Hver aðildarþjóð, stór eða smá, fær þannig einn kommissar, ráðherra. Þjóðverjar og Frakkar fá líka bara einn. Möguleg full og formleg aðild okkar að ESB er því feikilega stórt mál fyrir okkur með tilliti til mögulegra áhrifa á þróun og stefnu ríkjasambandsins. Eins og ég nefndi, fengjum við með fullri aðild setu við borðið, með okkar eigin framvæmdastjóra, kommissar, eins og hin aðildarríkin, nú 27 - hvert, fjölmennt eða fámennt, hefur bara einn framkvæmdastjóra - og nefnda 6 þingmenn á Evrópuþingið, fulltrúa í ráð og nefndir, og, það, sem mest væri, fullt neitunarvald til jafns við aðra, hvað varðar veigamikla stefnumótun og allar stærri ákvarðanir ríkjasambandsins. Neiturnarvaldið nær til þessara málaflokka, sem auðvitað eru þeir langstærstu og lang þýðingarmestu: Skattlagning hvers konar Fjárhagsáætlanir, fjármálaskuldbingar og fjárveitingar Félagsleg vernd og öryggi almennings Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja Öryggis- og varnarmál sambandsríkjann 27 Samskipti og samningar ESB við önnur ríki og ríkjasambönd Sameiginleg löggæzla sambandsríkjanna, eftirlit með ytri landamærum og flóttafólki Ekkert mál í þessum þýðingarmiklu málaflokkum getur farið í gegn, eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildarríkin, og, þá, líka við, ef við værum með, myndum samþykkja. Sjávarútvegs- og orkumál Hjörtur J. hefur verið að reyna, að gera lítið úr neitunarvaldinu á þeim forsendum, að það nái ekki til sjávarútvegs og orkumála. Hvernig getur neitunarvald náð til atvinnuvegar, sjávarútvegs. Getur neitunarvald náð til byggingariðnaðar, bílaframleiðslu, flutninga á sjó, stálinaðar? Þarna vantar alla lógík. Um hina ýmsu atvinnuvegi þarf auðvitað að semja sérstaklega. Margt, sem gerzt hefur, bendir til, að við gætum tryggt okkur full yfirráð yfir okkar fiskveiðilögsögu, ef við færum inn í ESB, eins og t.a.m. Malta náði, þó að aðstæður væru aðrar þar. Heimssýnar-menn tönnlast mikið á okkar orku, sem á að vera svo mikil og merkileg, að allir vilji komast yfir hana. Miðað við síðustu tölur framleiðir ESB 2,895.917.693 gigawatt-stundir af raforku. Og, hvað framleiddi Ísland? 18.061.163 gigawatt-stundir. Íslenzk raforkuframleiðsla var semsé 0,6% af raforkuframleiðslu ESB. Skítur á priki, sem enga þýðingu hefur fyrir ESB. Auk þess verður framtíðarorkan sólarorka, vindorka og sjávarfallaorka, þar sem Ísland hefur ekkert sérstakt fram að færa. Helztu valdastöðurnar í ESB Varðandi helztu valdastöður í ESB, þá ræður einstaklingurinn, hæfni hans og geta, en ekki þjóðin eða stærð hennar, sem að baki stendur. Í tíu ár, eða frá 2004 til 2014, var José Manuel Barroso, frá Portúgal, 10 milljón manna þjóð, forseti framkvæmdastjórnarinnar, og, eins og fyrr greinir, var Jean-Claude Juncker, frá smáríkinu Lúxemborg, forseti framkvæmdastjórnarinnar frá 2014 til 2019. Í heil 15 ár fóru fulltrúar fámennra ríkja sambandsins fyrir valdamestu stofnun þess. Forseti Evrópuþingsins er svo Roberta Metsola frá smáríkinu Malta, sem er líka með 6 þingmenn á Evrópuþinginu, eins og við myndum hafa. Allt tal um, að litlu ríkin séu áhrifa- og valdalaus innan ESB fær því ekki staðizt. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
27. ágúst sl. skrifaði ágætur maður, sem búið hefur í Lúxemborg, í hjarta ESB og Evru, um langt árabil, og þekkir þar auðvitað vel til, er heimamaður, Róbert Björnsson, ágætan pistil hér á vefnum um ESB og Evru og sína reynslu af hvorutveggja. Hann dregur þar upp góða mynd af feikigóðri efnahagslegri stöðu Lúxemborg (í þessari ESB/Evru-mynd), kostum ESB/Evru, og fjallar líka um afar jákvæða afstöðu þegna landsins til ESB/Evru. Ekki stóð á þeim manni, sem notar lengsta titil landsins, og ég tel vera leigupenna helztu þjóðernisafla landsins, hægri öfgamanna og popúlista, sennilega Heimssýnar, að bregðast við og reyna að gera lítið úr jákvæðri umfjöllun Róberts um ESB og Evru. Greip hann enn til hálfsannleika og rangfærsla, eins og honum er einum lagið, og skrifaði hann 31. ágúst nýjan pistil með fyrirsögninni „Fær prik fyrir hreinskilnina“. Átti þetta víst að vera háð. Af þessu tilefni segi ég: „Ekkert prik fyrir Hjört, nema gefið væri fyrir hálfsannleika og rangfærslur“. Skal þetta útskýrt betur. Titlameistarinn segir fyrst þetta: „Versta staða, sem ríki getur verið í innan Evrópusambandsins, þegar kemur að möguleikum á því að hafa áhrif á ákvarðanir á vettvangi þess, er, að vera fámennt ríki á jaðri sambandsins. Vægi ríkja innan Evrópusambandsins fer þannig fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra“. Svo fullyrðir hann þetta: „Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið, yrði landið ekki aðeins það fámennasta innan sambandsins heldur sömuleiðis á yzta jaðri þess. Ísland fengi fyrir vikið einungis sex þingmenn af 720 á þing Evrópusambandsins eða á við hálfan þingmann á Alþingi“. Hér er Hjörtur enn einu sinni að fullyrða, að stóru þjóðirnar ráði öllu í ESB; þó við værum inni, sem fullgilt aðildarríki, myndum við engin áhrif hafa og engu ráða. Hér kemur það, sem satt er og rétt, staðreyndirnar, í þessum málum: Minnstu þjóðirnar hafa hlutfallslega langmest að segja í ESB. Eins og fram hefur komið, fengjum við 6 þingmenn á Evrópuþingið. Það þýðir, að við þurfum aðeins að hafa 65.000 Íslendinga á bak við hvern þingmann. Þjóðverjar, með sína 83 milljónir íbúa, hafa 96 þingmenn; hjá þeim standa 865 þúsund landsmanna á bak við hvern þingmann. Danir, sem eru 5,8 milljónir, hafa 14 þingmenn; 414 þúsund Danir standa á bak við hvern þingmann þeirra á Evrópuþinginu. Svona er það í öllu; þess er gætt, að líka þeir „minnstu“ hafi fullan aðgang að áhrifum og völdum. Hver aðildarþjóð, stór eða smá, fær þannig einn kommissar, ráðherra. Þjóðverjar og Frakkar fá líka bara einn. Möguleg full og formleg aðild okkar að ESB er því feikilega stórt mál fyrir okkur með tilliti til mögulegra áhrifa á þróun og stefnu ríkjasambandsins. Eins og ég nefndi, fengjum við með fullri aðild setu við borðið, með okkar eigin framvæmdastjóra, kommissar, eins og hin aðildarríkin, nú 27 - hvert, fjölmennt eða fámennt, hefur bara einn framkvæmdastjóra - og nefnda 6 þingmenn á Evrópuþingið, fulltrúa í ráð og nefndir, og, það, sem mest væri, fullt neitunarvald til jafns við aðra, hvað varðar veigamikla stefnumótun og allar stærri ákvarðanir ríkjasambandsins. Neiturnarvaldið nær til þessara málaflokka, sem auðvitað eru þeir langstærstu og lang þýðingarmestu: Skattlagning hvers konar Fjárhagsáætlanir, fjármálaskuldbingar og fjárveitingar Félagsleg vernd og öryggi almennings Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja Öryggis- og varnarmál sambandsríkjann 27 Samskipti og samningar ESB við önnur ríki og ríkjasambönd Sameiginleg löggæzla sambandsríkjanna, eftirlit með ytri landamærum og flóttafólki Ekkert mál í þessum þýðingarmiklu málaflokkum getur farið í gegn, eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildarríkin, og, þá, líka við, ef við værum með, myndum samþykkja. Sjávarútvegs- og orkumál Hjörtur J. hefur verið að reyna, að gera lítið úr neitunarvaldinu á þeim forsendum, að það nái ekki til sjávarútvegs og orkumála. Hvernig getur neitunarvald náð til atvinnuvegar, sjávarútvegs. Getur neitunarvald náð til byggingariðnaðar, bílaframleiðslu, flutninga á sjó, stálinaðar? Þarna vantar alla lógík. Um hina ýmsu atvinnuvegi þarf auðvitað að semja sérstaklega. Margt, sem gerzt hefur, bendir til, að við gætum tryggt okkur full yfirráð yfir okkar fiskveiðilögsögu, ef við færum inn í ESB, eins og t.a.m. Malta náði, þó að aðstæður væru aðrar þar. Heimssýnar-menn tönnlast mikið á okkar orku, sem á að vera svo mikil og merkileg, að allir vilji komast yfir hana. Miðað við síðustu tölur framleiðir ESB 2,895.917.693 gigawatt-stundir af raforku. Og, hvað framleiddi Ísland? 18.061.163 gigawatt-stundir. Íslenzk raforkuframleiðsla var semsé 0,6% af raforkuframleiðslu ESB. Skítur á priki, sem enga þýðingu hefur fyrir ESB. Auk þess verður framtíðarorkan sólarorka, vindorka og sjávarfallaorka, þar sem Ísland hefur ekkert sérstakt fram að færa. Helztu valdastöðurnar í ESB Varðandi helztu valdastöður í ESB, þá ræður einstaklingurinn, hæfni hans og geta, en ekki þjóðin eða stærð hennar, sem að baki stendur. Í tíu ár, eða frá 2004 til 2014, var José Manuel Barroso, frá Portúgal, 10 milljón manna þjóð, forseti framkvæmdastjórnarinnar, og, eins og fyrr greinir, var Jean-Claude Juncker, frá smáríkinu Lúxemborg, forseti framkvæmdastjórnarinnar frá 2014 til 2019. Í heil 15 ár fóru fulltrúar fámennra ríkja sambandsins fyrir valdamestu stofnun þess. Forseti Evrópuþingsins er svo Roberta Metsola frá smáríkinu Malta, sem er líka með 6 þingmenn á Evrópuþinginu, eins og við myndum hafa. Allt tal um, að litlu ríkin séu áhrifa- og valdalaus innan ESB fær því ekki staðizt. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun