„1-0 tap er ekki sanngjörn niðurstaða“ Einar Kárason skrifar 31. ágúst 2024 19:30 Guðni Eiríksson, þjálfari FH, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var að vonum ósáttur eftir tap liðsins gegn Þór/KA í Bestu deild kvenna í kvöld. „Mér finnst þessi úrslit ekki gefa rétta mynd af leiknum. 1-0 tap er ekki sanngjörn niðurstaða.“ „Það er nú þannig í þessum bolta að fyrsta mark skiptir gríðarlega miklu máli. Við skorum löglegt mark í fyrri hálfleik. Það er tekið af okkur og það hjálpar okkur svo sannarlega ekki. Það er algjör óþarfi að aðstoða Þór/KA í þessu, að taka af okkur löglegt mark,“ sagði Guðni en Snædís Jörundsdóttir skoraði mark sem dæmt var af. Guðni hrósaði Söndru Maríu Jessen sem skoraði sigurmark Akureyringa. „Í seinni hálfleik fengum við mjög góða stöðu. Snædís (María Jörundsdóttir) klikkar á því færi en gerði vel fram að því. Svo fáum við á okkur mark eftir slæm mistök í öftustu línu. Þar er gæða leikmaður eins og Sandra María sem nýtir sér það og gerir gott mark.“ Vindurinn hafði áhrif á leikinn í dag en Guðni var nokkuð ánægður með leik sinna kvenna þrátt fyrir tapið. „Við náðum að halda vel í boltann og eiginlega alltaf að spila okkur út úr fyrstu pressu. Úr öftustu línu upp í miðju náðum við aftur og aftur. Eiginlega allan leikinn og það er eitthvað sem við höfum verið að vinna að síðustu í dag. Það eru svo margir jákvæðir punktar sem við tökum úr þessum leik. Það er mikill vindur og hann hafði áhrif en samt náðum við að spila okkur í gegn.“ FH er í 5. sæti efri hlutans og eftir tapið í dag er liðið átta stigum á eftir Þór/KA sem situr í bronssætinu. „Við erum sátt með sumarið. Við erum ánægð með sumarið í heild sinni. Eins og alltaf, upp og niður en miklu meira upp heldur en niður. Við erum á góðum stað í dag og notum þessa leiki í efri hlutanum núna til að fá svör við allskonar spurningum sem við höfum. Þetta var einn liður í því og við fengum svör við allskonar vangaveltum í dag. Við höldum áfram að spyrja spurninga og fáum svör í næstu leikjum. Við nýtum þetta í að undirbúa næsta ár.“ Besta deild kvenna Þór Akureyri KA FH Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sjá meira
„Mér finnst þessi úrslit ekki gefa rétta mynd af leiknum. 1-0 tap er ekki sanngjörn niðurstaða.“ „Það er nú þannig í þessum bolta að fyrsta mark skiptir gríðarlega miklu máli. Við skorum löglegt mark í fyrri hálfleik. Það er tekið af okkur og það hjálpar okkur svo sannarlega ekki. Það er algjör óþarfi að aðstoða Þór/KA í þessu, að taka af okkur löglegt mark,“ sagði Guðni en Snædís Jörundsdóttir skoraði mark sem dæmt var af. Guðni hrósaði Söndru Maríu Jessen sem skoraði sigurmark Akureyringa. „Í seinni hálfleik fengum við mjög góða stöðu. Snædís (María Jörundsdóttir) klikkar á því færi en gerði vel fram að því. Svo fáum við á okkur mark eftir slæm mistök í öftustu línu. Þar er gæða leikmaður eins og Sandra María sem nýtir sér það og gerir gott mark.“ Vindurinn hafði áhrif á leikinn í dag en Guðni var nokkuð ánægður með leik sinna kvenna þrátt fyrir tapið. „Við náðum að halda vel í boltann og eiginlega alltaf að spila okkur út úr fyrstu pressu. Úr öftustu línu upp í miðju náðum við aftur og aftur. Eiginlega allan leikinn og það er eitthvað sem við höfum verið að vinna að síðustu í dag. Það eru svo margir jákvæðir punktar sem við tökum úr þessum leik. Það er mikill vindur og hann hafði áhrif en samt náðum við að spila okkur í gegn.“ FH er í 5. sæti efri hlutans og eftir tapið í dag er liðið átta stigum á eftir Þór/KA sem situr í bronssætinu. „Við erum sátt með sumarið. Við erum ánægð með sumarið í heild sinni. Eins og alltaf, upp og niður en miklu meira upp heldur en niður. Við erum á góðum stað í dag og notum þessa leiki í efri hlutanum núna til að fá svör við allskonar spurningum sem við höfum. Þetta var einn liður í því og við fengum svör við allskonar vangaveltum í dag. Við höldum áfram að spyrja spurninga og fáum svör í næstu leikjum. Við nýtum þetta í að undirbúa næsta ár.“
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA FH Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sjá meira