Samfylkingin er enn stærst og mælist með 26 prósent, svipað og síðustu kannanir hafa gefið til kynna.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með jafn mikið og í síðasta þjóðarpúlsi, 17 prósent, nokkuð sem Sjálfstæðismenn sætta sig ekki við. Þeir leita lausna á flokksráðsfundi á Hilton Nordica í dag.
Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og mælist nú með 16 prósent, en flokkurinn hefur verið á flugi undanfarið.
Stærsta breytingin milli mælinga er að fylgi við flokk fólksins minnkar um tvö prósentustig og segja tæplega sjö prósent þeirra sem tóku afstöðu að þau myndu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag.
Liðlega tíu prósent kysu Viðreisn, nær átta prósent Pírata, sjö prósent kysu Framsókn, næstum sex prósent Sósíalista eins og áður segir.
Vinstri græn mælast enn utan þings, nú með rösklega þrjú prósent í þjóðarpúlsinum.