„Teljum okkur vera að færa skólasamfélagið fram um marga áratugi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 14:47 Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, tekur kraftmikilli umræðu um menntamál fagnandi. Hún hjálpi nýrri stofnun mjög. Vísir/Arnar Matsferill og aðrar þær breytingar sem til stendur að innleiða í menntakerfinu munu færa skólasamfélagið fram um marga áratugi. Þetta segir forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hún segir matsferil munu nýtast kennurum og nemendum mun betur en gömlu samræmdu prófin gerðu. Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu menntakerfisins allt frá því niðurstöður úr PISA könnuninni lágu fyrir en í ljós kom að frammistaða íslenskra nemenda í könnuninni var bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum. Í sumar hefur skýringa á þróuninni verið leitað. Því hefur verið velt upp hvort tímaleysi foreldra sé um að kenna, hvort bekkir séu of fjölmennir, skjátími sé of mikill og þá hefur verið fundið að námsögnum. Þá hefur verið kallað eftir fleiri mælitækjum til að greina stöðuna og hefur Viðskiptaráð Íslands jafnframt lagt orð í belg. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi, greindi frá því í skoðanapistli í Mogganum um helgina að hún hygðist leggja til að Reykjavíkurborg tæki aftur upp gömlu samræmdu prófin. Þórdís Sigurðardóttir, forstjóri miðstöðvar menntunar- og skólaþjónustu segir hins vegar að matsferill sem til stendur að innleiða í áföngum sé matstæki, í honum felist safn samræmdra prófa til að fylgjast með stöðu og framvindu barna. „Þau [próf innan matsferils] eru örlítið styttri og hnitmiðaðri en þau eru samræmd; þetta eru allt samræmd próf þannig að foreldrar, nemendur og kennara og við í skólasamfélaginu getum fylgst með þróun og stöðu allan tímann þannig að allt tal um að við séum ekki með samræmd próf er byggt á misskilningi.“ Hafi kallað eftir samræmdu námsmati Matsferill muni koma að mun betri notum að mati Þórdísar. „Þau eru að nýtast kennurum miklu betur í sinni kennslu og þegar tilraunaverkefni eru í gangi, þegar verið er að skoða nýjar leiðir og aðferðir þá verðum við svo fljót að sjá hvort þær séu að virka, gömlu samræmdu prófin gátu það ekki, þau voru ekki einu sinni samanburðarhæf milli ára því þau voru svo ólík. Við teljum okkur vera að færa skólasamfélagið fram um marga áratugi. Þetta er auðvitað allt unnið í þéttu og miklu samráði við kennara af því þetta eru þeirra vinnutæki og þetta er það sem þau eru búin að kalla eftir.“ Þórdís fagnar ákaft aukinni umræðu um menntamál í landinu. Það hjálpi nýrri stofnun að skerpa fókusinn og starfsfólkið hlaupi jafnvel aðeins hraðar. Til dæmis verður innleiðing matsferils í stærðfræði flýtt. „Það sem við ætluðum upphaflega að gera var að fara með lesferilinn á næsta ári og ætluðum svo að taka stærðfræðina árið eftir, það var svona upphaflega hugmyndin. Núna þá ákváðum við að það væri bara skynsamlegt að taka þetta bæði saman þannig að við getum gefið örlítið í og klárað það. Auðvitað er þetta hellings áskorun en við viljum sýna að við tökum þetta alvarlega sem okkur er falið og bregðumst við,“ segir Þórdís. Skóla- og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kynnti „einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu í áratugi“ Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema að átján ára aldri og fjárframlag til námsgagnagerðar mun tvöfaldast nái frumvarp barnamálaráðherra fram að ganga. Útgefandi fagnar því að stjórnvöld séu farin að átta sig á umfangi vandans, úrelt námsgögn séu alvarlegt samfélagsmein. 19. ágúst 2024 22:06 Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. 11. ágúst 2024 17:08 Viðskiptaráð biður ráðuneytið um niðurstöður námsmats Viðskiptaráð hefur sent mennta- og barnamálaráðuneytinu upplýsingabeiðni um niðurstöður námsmats í grunnskólum. Í beiðninni er óskað eftir PISA-einkunnum, niðurstöðum samræmdra könnunarprófa og skólaeinkunnum sundurgreindum eftir grunnskólum. 13. ágúst 2024 13:11 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu menntakerfisins allt frá því niðurstöður úr PISA könnuninni lágu fyrir en í ljós kom að frammistaða íslenskra nemenda í könnuninni var bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum. Í sumar hefur skýringa á þróuninni verið leitað. Því hefur verið velt upp hvort tímaleysi foreldra sé um að kenna, hvort bekkir séu of fjölmennir, skjátími sé of mikill og þá hefur verið fundið að námsögnum. Þá hefur verið kallað eftir fleiri mælitækjum til að greina stöðuna og hefur Viðskiptaráð Íslands jafnframt lagt orð í belg. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi, greindi frá því í skoðanapistli í Mogganum um helgina að hún hygðist leggja til að Reykjavíkurborg tæki aftur upp gömlu samræmdu prófin. Þórdís Sigurðardóttir, forstjóri miðstöðvar menntunar- og skólaþjónustu segir hins vegar að matsferill sem til stendur að innleiða í áföngum sé matstæki, í honum felist safn samræmdra prófa til að fylgjast með stöðu og framvindu barna. „Þau [próf innan matsferils] eru örlítið styttri og hnitmiðaðri en þau eru samræmd; þetta eru allt samræmd próf þannig að foreldrar, nemendur og kennara og við í skólasamfélaginu getum fylgst með þróun og stöðu allan tímann þannig að allt tal um að við séum ekki með samræmd próf er byggt á misskilningi.“ Hafi kallað eftir samræmdu námsmati Matsferill muni koma að mun betri notum að mati Þórdísar. „Þau eru að nýtast kennurum miklu betur í sinni kennslu og þegar tilraunaverkefni eru í gangi, þegar verið er að skoða nýjar leiðir og aðferðir þá verðum við svo fljót að sjá hvort þær séu að virka, gömlu samræmdu prófin gátu það ekki, þau voru ekki einu sinni samanburðarhæf milli ára því þau voru svo ólík. Við teljum okkur vera að færa skólasamfélagið fram um marga áratugi. Þetta er auðvitað allt unnið í þéttu og miklu samráði við kennara af því þetta eru þeirra vinnutæki og þetta er það sem þau eru búin að kalla eftir.“ Þórdís fagnar ákaft aukinni umræðu um menntamál í landinu. Það hjálpi nýrri stofnun að skerpa fókusinn og starfsfólkið hlaupi jafnvel aðeins hraðar. Til dæmis verður innleiðing matsferils í stærðfræði flýtt. „Það sem við ætluðum upphaflega að gera var að fara með lesferilinn á næsta ári og ætluðum svo að taka stærðfræðina árið eftir, það var svona upphaflega hugmyndin. Núna þá ákváðum við að það væri bara skynsamlegt að taka þetta bæði saman þannig að við getum gefið örlítið í og klárað það. Auðvitað er þetta hellings áskorun en við viljum sýna að við tökum þetta alvarlega sem okkur er falið og bregðumst við,“ segir Þórdís.
Skóla- og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kynnti „einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu í áratugi“ Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema að átján ára aldri og fjárframlag til námsgagnagerðar mun tvöfaldast nái frumvarp barnamálaráðherra fram að ganga. Útgefandi fagnar því að stjórnvöld séu farin að átta sig á umfangi vandans, úrelt námsgögn séu alvarlegt samfélagsmein. 19. ágúst 2024 22:06 Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. 11. ágúst 2024 17:08 Viðskiptaráð biður ráðuneytið um niðurstöður námsmats Viðskiptaráð hefur sent mennta- og barnamálaráðuneytinu upplýsingabeiðni um niðurstöður námsmats í grunnskólum. Í beiðninni er óskað eftir PISA-einkunnum, niðurstöðum samræmdra könnunarprófa og skólaeinkunnum sundurgreindum eftir grunnskólum. 13. ágúst 2024 13:11 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Kynnti „einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu í áratugi“ Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema að átján ára aldri og fjárframlag til námsgagnagerðar mun tvöfaldast nái frumvarp barnamálaráðherra fram að ganga. Útgefandi fagnar því að stjórnvöld séu farin að átta sig á umfangi vandans, úrelt námsgögn séu alvarlegt samfélagsmein. 19. ágúst 2024 22:06
Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. 11. ágúst 2024 17:08
Viðskiptaráð biður ráðuneytið um niðurstöður námsmats Viðskiptaráð hefur sent mennta- og barnamálaráðuneytinu upplýsingabeiðni um niðurstöður námsmats í grunnskólum. Í beiðninni er óskað eftir PISA-einkunnum, niðurstöðum samræmdra könnunarprófa og skólaeinkunnum sundurgreindum eftir grunnskólum. 13. ágúst 2024 13:11