Norska pressan í sárum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2024 10:55 Prinsessan og töfralæknirinn saman á góðri stundu. EPA-EFE/Lise Aserud Norska pressan er í sárum en stærsta brúðkaup ársins fer fram í Noregi á morgun þegar konunglegt brúðkaup prinsessunnar Mörthu Louise og hins bandaríska Shaman Durek Verrett fer fram í Álasundi. Ástæður þessa eru að ljósmyndaréttur af brúðkaupinu hefur verið seldur til götublaðanna Hello Magazine og Hola í Bretlandi og á Spáni. Þetta þýðir að engar myndir munu birtast í norskum miðlum úr brúðkaupinu á morgun. Það er áfall því mikið verður um dýrðir í Noregi á morgun og verður um meiriháttar viðburð að ræða. Martha og Shaman byrjuðu saman árið 2019 og sagðist prinsessan hafa hitt sálufélaga sinn í Bandaríkjamanninum og lét gagnrýnendur heyra það. Brýtur gegn hefðum „Þetta er einstaklega óheppilegt. Við erum mjög vonsvikin vegna þessa og í raun afar hissa,“ hefur norska ríkisútvarpið eftir Christinu Dorthellinger, ritstjóra norska miðilsins NTB sem allajafna hefur fjallað um mál norsku konungsfjölskyldunnar. Hún segir þetta brjóta allar hefðir og venjur. Þá taka samtök fréttamanna í Noregi undir með henni og lýsa yfir miklum áhyggjum vegna málsins. Sjálf segir prinsessan hinsvegar og eiginmaður hennar verðandi að um sé að ræða einkaviðburð. Því verði gestalistinn og önnur atriði er varða brúðkaupið ekki gefin upp heldur. Samtök fréttamanna eru hvumsa yfir þeim svörum hjónanna. Segja erfitt að sjá hvernig um getur verið að ræða einkaviðburð þegar erlendum götublöðum hefur verið seldur ljósmyndarétturinn. Shaman Durek hefur sótt Ísland heim en það gerði hann meðal annars árið 2016. Durek lýsir sér sem þróunarfrumkvöðli sem leggi áherslu á hið andlega. Vilja ekki láta mynda sig Martha Louise er fjórða í röðinni sem arftaki norsku krúnunnar. Hún starfar hinsvegar ekki lengur opinberlega fyrir konungsfjölskylduna. Þá segja norskir miðlar frá því að fjölskyldan hafi beðið um það að meðlimir hennar verði ekki myndaðir í brúðkaupinu á morgun þar sem norskum miðlum verði ekki gefinn aðgangur. Þá kemur fram í umfjöllun norskra miðla að Martha hafi samþykkt að nýta sér ekki titil sinn í gróðaskyni. Hún hafi raunar skrifað undir samning þess efnis. Það sé álitamál hvort samningur hinna verðandi hjóna við Hello Magazine og Hola brjóti í bága við þann samning eða ekki. Noregur Kóngafólk Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Þetta þýðir að engar myndir munu birtast í norskum miðlum úr brúðkaupinu á morgun. Það er áfall því mikið verður um dýrðir í Noregi á morgun og verður um meiriháttar viðburð að ræða. Martha og Shaman byrjuðu saman árið 2019 og sagðist prinsessan hafa hitt sálufélaga sinn í Bandaríkjamanninum og lét gagnrýnendur heyra það. Brýtur gegn hefðum „Þetta er einstaklega óheppilegt. Við erum mjög vonsvikin vegna þessa og í raun afar hissa,“ hefur norska ríkisútvarpið eftir Christinu Dorthellinger, ritstjóra norska miðilsins NTB sem allajafna hefur fjallað um mál norsku konungsfjölskyldunnar. Hún segir þetta brjóta allar hefðir og venjur. Þá taka samtök fréttamanna í Noregi undir með henni og lýsa yfir miklum áhyggjum vegna málsins. Sjálf segir prinsessan hinsvegar og eiginmaður hennar verðandi að um sé að ræða einkaviðburð. Því verði gestalistinn og önnur atriði er varða brúðkaupið ekki gefin upp heldur. Samtök fréttamanna eru hvumsa yfir þeim svörum hjónanna. Segja erfitt að sjá hvernig um getur verið að ræða einkaviðburð þegar erlendum götublöðum hefur verið seldur ljósmyndarétturinn. Shaman Durek hefur sótt Ísland heim en það gerði hann meðal annars árið 2016. Durek lýsir sér sem þróunarfrumkvöðli sem leggi áherslu á hið andlega. Vilja ekki láta mynda sig Martha Louise er fjórða í röðinni sem arftaki norsku krúnunnar. Hún starfar hinsvegar ekki lengur opinberlega fyrir konungsfjölskylduna. Þá segja norskir miðlar frá því að fjölskyldan hafi beðið um það að meðlimir hennar verði ekki myndaðir í brúðkaupinu á morgun þar sem norskum miðlum verði ekki gefinn aðgangur. Þá kemur fram í umfjöllun norskra miðla að Martha hafi samþykkt að nýta sér ekki titil sinn í gróðaskyni. Hún hafi raunar skrifað undir samning þess efnis. Það sé álitamál hvort samningur hinna verðandi hjóna við Hello Magazine og Hola brjóti í bága við þann samning eða ekki.
Noregur Kóngafólk Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein