Framkvæmdir í minni húsfélögum Tinna Andrésdóttir skrifar 29. ágúst 2024 11:01 Við hjá Húseigendafélaginu fáum oft mál til okkar sem snúa að óformlegum ákvarðanatökum í húsfélögum og þýðingu þeirra. Koma þá upp spurningar hvort að aðrir eigendur hússins hafi samþykkt ákveðinn kostnað þrátt fyrir að ekki hafi verið haldinn formlegur húsfundur eins og lög um fjöleignarhús áskilja. Þetta getur oft valdið miklum ágreiningi og þá sérstaklega í minni húsfélögum þar sem formlegir húsfundir þekkjast ekki. Lög um fjöleignarhús Meginregla laga um fjöleignarhús kveður á um að allir hlutaðeigendur eigi óskoraðan rétt á að eiga og taka þátt í öllum ákvörðunum er varða sameignina, bæði innanhúss og utan, og sameiginleg málefni sem snerta hana beint og óbeint. Þannig gera lögin ráð fyrir því að málefni húsfélagsins, sem fela í sér sameiginlegan kostnað, séu borin undir eigendur á húsfundi til samþykktar eða synjunar. Í lögum um fjöleignarhús er fjallað um sameiginlegan kostnað og þar segir að sameiginlegur kostnaður sé allur sá kostnaður, hverju nafni sem hann nefnist, sem snertir sameign fjöleignarhúss, bæði innanhúss og utan, og sameiginleg málefni sem snerta hana beint og óbeint. Í stærri húsfélögum er það í höndum stjórnar að boða til aðalfundar einu sinni á ári og svo til almenns húsfundar þess á milli þegar nauðsynlegt er. Þegar um ræðir minni húsfélög, þ.e. fjöleignarhús með sex eignarhlutum eða færri, þá er ekki þörf á að kjósa sérstaka stjórn og fara þá allir eigendur í félagi saman með það vald og þau verkefni sem stjórnin annars færi með. Í minni húsfélögum er raunin svo að eigendur boða oft ekki til formlegs húsfundar heldur eru málin rædd á öðrum grundvelli, sem í dag er oftast með rafrænum hætti. Þá getur komið upp ágreiningur hvort búið sé að samþykkja ákveðinn kostnað sem fallið hefur til og vilja þá aðrir eigendur bera því fyrir sig að ekki hafi verið haldinn formlegur húsfundur og þar af leiðandi hafna þeir greiðsluskyldu. Kærunefnd húsamála Í máli kærunefndar húsamála nr. 74/2021 var ágreiningur um hvort að lagnaframkvæmdir sem unnar voru á sameiginlegum lögnum hússins teldust til sameiginlegs kostnaðar allra, en þær voru ekki bornar undir húsfund til samþykktar. Kærunefndin taldi að þar sem um væri að ræða þríbýli sé ekki óhjákvæmileg þörf á því að fjalla um framkvæmdir við húsið á formlegum húsfundi, en allt að einu skulu eigendur hafa sannanlegt samráð um þær sem uppfylla formkröfur laganna að öðru leyti. Í málinu var óumdeilt að eigandinn sá sem stofnaði til kostnaðar hafi upplýsti aðrar eigendur hússins um framkvæmdina áður en þær byrjuðu, þrátt fyrir að ekki hafi verið rætt sérstaklega um kostnaðarskiptingu. Gögn málsins sýndu að ekki hafi verið haldnir formlegir húsfundir í húsfélaginu um málefni þess en ýmsar sameiginlega framkvæmdir samt sem áður átt sér stað. Í málinu staðfesti pípari að lagnir þær sem skipt var um hafi veri ónýtar og ekki hafi annað komið til greina en að endurnýja þær. Niðurstaða kærunefndarinnar var sú að um nauðsynlegar viðgerðir hafi verið að ræða á sameign hússins sem þjóni hagsmunum heildarinnar. Þá liggi fyrir að allir eigendur voru upplýstir um framkvæmdirnar áður en þær byrjuðu og engin andmæli borist vegna þeirra, hvorki við upphaf þeirra né á meðan þeim stóð. Þá lá fyrir að annar eigandi hússins færði til ofn í íbúð sinni og tengdi við nýju lagnirnar. Með hliðsjón af því taldi kærunefndin að ekki séu efni til að hafna greiðsluskyldu allra eigenda vegna nauðsynlegrar lagnaframkvæmda, þrátt fyrir að um þær hafi ekki verið fjallað á formlegum húsfundi. Þessi niðurstaða segir okkur að kærunefndin gerir minni formkröfur í smærri húsfélögum hvað varðar formlega húsfundi og ákvarðanir sem þar eru teknar. Þannig hafi verið nóg að upplýsa eigendur um framkvæmdina og framvindu hennar til að binda þá greiðsluskyldu og í því hafi falist samþykki þeirra þar sem engin mótmæli bárust. Hafa ber í huga að álit kærunefndar húsamála er ekki bindandi svo aðilar málsins geta alltaf lagt ágreining sinni fyrir dómstóla með venjulegum hætti. Undirrituð telur þó að niðurstaðan hefði farið á annan veg ef húsfélagið væri stórt, en í þeim tilvikum getur verið erfitt að sýna fram á að allir eigendur hússins hafi verið upplýstir um fyrirhugaðar framkvæmdir og framvindu mála þannig að það geti bundið þá greiðsluskyldu. Það sama á við ef að hefð væri fyrir því að boða til formlegs húsfundar í tilteknu húsfélagi þegar ráðast á í sameiginlegar framkvæmdir. Er þögn sama og samþykki? Kærunefndin hefur líka komist að þeirri niðurstöðu að eigendum sé heimilt að hrófla við sameign án þess að bera það undir húsfund til samþykktar, ef aðrir eigendur hússins vissu af framkvæmdinni en mótmæltu ekki á meðan framkvæmdinni stóð. Þannig var það í máli nr. 67/2020 en þá hafði eigandi A tengt inn á sameiginlegar lagnir hússins þannig að hann gæti sett upp baðaðstöðu í herbergi sínu í kjallara hússins. Eftir að framkvæmdum lauk höfðu aðrir eigendur hússins uppi athugasemdir vegna framkvæmdanna og fóru fram á að eigandi A myndi aftengja lögnina inn í sína séreign. Í álitinu segir að kærunefnd telur að eigandi A hafi mátt treysta því að framkvæmdin væri með samþykki allra þar sem engar athugasemdir bárust á verktíma, þrátt fyrir að aðrir eigendur hefðu hjálpast að við að steypa yfir nýjar lagnir í herbergi eiganda A. Í þessu máli var litið svo á að hjálp annarra eiganda í framkvæmdinni hafi leitt af sér samþykki þeirra. Það er því í mörg horn að líta og eigendur geta vissulega samþykkt ýmsar framkvæmdir og oft á tíðum bundnir greiðsluskyldu þrátt fyrir að enginn eiginlegur húsfundur hafi verið haldinn. Því er mikilvægt að bregðast fljótt við ef framkvæmdir eru hafnar án samráðs og vitund annarra eigenda. Það er gert með því að mótmæla framkvæmdunum eins fljótt og auðið er og fara fram á að tilboð verði borið undir formlegan húsfund án tafa. Rafrænir húsfundir Árið 2021 var lögum um fjöleignarhús breytt en nú er heimilt að halda rafræna húsfundi sem einfalda á samskipti eiganda í húsfélögum, hvort um sé að ræða stór eða lítil húsfélög. Var það ekki aðeins talið nauðsynlegt vegna eigenda heldur líka vegna viðskiptaöryggis og gagnvart viðsemjendum húsfélaga, svo sem verktökum og lánastofnunum. Meginmarkmið frumvarpsins var að veita eigendum fjöleignarhúsa meira svigrúm og val um hvort húsfundir húsfélaga verði alfarið hafnir rafrænt eða að hluta til og hvar samskipti milli félagsmanna og stjórnar húsfélags verði rafræn. Að sama skapi var leitast við að gera slíkt fyrirkomulag löglegt með því að kveða á um það í lögunum að slíkt form húsfunda sé jafngilt því að mæta á húsfund í eigin persónu. Húseigendafélagið mælir þó ávallt með að staðið sé vel að allri ákvarðanatöku og haldnir séu formlegir húsfundir, hvort sem þeir séu í persónu eða rafrænir. Áður en húsfundur er haldinn skal boða til fundarins með löglegum hætti þar sem tiltekið er á dagskrá fundarins það málefni sem bera á undir fundinn. Þannig eru allir eigendur hússins meðvitaðir um hvað á að ræða á fundinum og geta þá tekið ákvörðun um hvort þeir vilja mæta eða ekki. Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Andrésdóttir Málefni fjölbýlishúsa Byggingariðnaður Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Við hjá Húseigendafélaginu fáum oft mál til okkar sem snúa að óformlegum ákvarðanatökum í húsfélögum og þýðingu þeirra. Koma þá upp spurningar hvort að aðrir eigendur hússins hafi samþykkt ákveðinn kostnað þrátt fyrir að ekki hafi verið haldinn formlegur húsfundur eins og lög um fjöleignarhús áskilja. Þetta getur oft valdið miklum ágreiningi og þá sérstaklega í minni húsfélögum þar sem formlegir húsfundir þekkjast ekki. Lög um fjöleignarhús Meginregla laga um fjöleignarhús kveður á um að allir hlutaðeigendur eigi óskoraðan rétt á að eiga og taka þátt í öllum ákvörðunum er varða sameignina, bæði innanhúss og utan, og sameiginleg málefni sem snerta hana beint og óbeint. Þannig gera lögin ráð fyrir því að málefni húsfélagsins, sem fela í sér sameiginlegan kostnað, séu borin undir eigendur á húsfundi til samþykktar eða synjunar. Í lögum um fjöleignarhús er fjallað um sameiginlegan kostnað og þar segir að sameiginlegur kostnaður sé allur sá kostnaður, hverju nafni sem hann nefnist, sem snertir sameign fjöleignarhúss, bæði innanhúss og utan, og sameiginleg málefni sem snerta hana beint og óbeint. Í stærri húsfélögum er það í höndum stjórnar að boða til aðalfundar einu sinni á ári og svo til almenns húsfundar þess á milli þegar nauðsynlegt er. Þegar um ræðir minni húsfélög, þ.e. fjöleignarhús með sex eignarhlutum eða færri, þá er ekki þörf á að kjósa sérstaka stjórn og fara þá allir eigendur í félagi saman með það vald og þau verkefni sem stjórnin annars færi með. Í minni húsfélögum er raunin svo að eigendur boða oft ekki til formlegs húsfundar heldur eru málin rædd á öðrum grundvelli, sem í dag er oftast með rafrænum hætti. Þá getur komið upp ágreiningur hvort búið sé að samþykkja ákveðinn kostnað sem fallið hefur til og vilja þá aðrir eigendur bera því fyrir sig að ekki hafi verið haldinn formlegur húsfundur og þar af leiðandi hafna þeir greiðsluskyldu. Kærunefnd húsamála Í máli kærunefndar húsamála nr. 74/2021 var ágreiningur um hvort að lagnaframkvæmdir sem unnar voru á sameiginlegum lögnum hússins teldust til sameiginlegs kostnaðar allra, en þær voru ekki bornar undir húsfund til samþykktar. Kærunefndin taldi að þar sem um væri að ræða þríbýli sé ekki óhjákvæmileg þörf á því að fjalla um framkvæmdir við húsið á formlegum húsfundi, en allt að einu skulu eigendur hafa sannanlegt samráð um þær sem uppfylla formkröfur laganna að öðru leyti. Í málinu var óumdeilt að eigandinn sá sem stofnaði til kostnaðar hafi upplýsti aðrar eigendur hússins um framkvæmdina áður en þær byrjuðu, þrátt fyrir að ekki hafi verið rætt sérstaklega um kostnaðarskiptingu. Gögn málsins sýndu að ekki hafi verið haldnir formlegir húsfundir í húsfélaginu um málefni þess en ýmsar sameiginlega framkvæmdir samt sem áður átt sér stað. Í málinu staðfesti pípari að lagnir þær sem skipt var um hafi veri ónýtar og ekki hafi annað komið til greina en að endurnýja þær. Niðurstaða kærunefndarinnar var sú að um nauðsynlegar viðgerðir hafi verið að ræða á sameign hússins sem þjóni hagsmunum heildarinnar. Þá liggi fyrir að allir eigendur voru upplýstir um framkvæmdirnar áður en þær byrjuðu og engin andmæli borist vegna þeirra, hvorki við upphaf þeirra né á meðan þeim stóð. Þá lá fyrir að annar eigandi hússins færði til ofn í íbúð sinni og tengdi við nýju lagnirnar. Með hliðsjón af því taldi kærunefndin að ekki séu efni til að hafna greiðsluskyldu allra eigenda vegna nauðsynlegrar lagnaframkvæmda, þrátt fyrir að um þær hafi ekki verið fjallað á formlegum húsfundi. Þessi niðurstaða segir okkur að kærunefndin gerir minni formkröfur í smærri húsfélögum hvað varðar formlega húsfundi og ákvarðanir sem þar eru teknar. Þannig hafi verið nóg að upplýsa eigendur um framkvæmdina og framvindu hennar til að binda þá greiðsluskyldu og í því hafi falist samþykki þeirra þar sem engin mótmæli bárust. Hafa ber í huga að álit kærunefndar húsamála er ekki bindandi svo aðilar málsins geta alltaf lagt ágreining sinni fyrir dómstóla með venjulegum hætti. Undirrituð telur þó að niðurstaðan hefði farið á annan veg ef húsfélagið væri stórt, en í þeim tilvikum getur verið erfitt að sýna fram á að allir eigendur hússins hafi verið upplýstir um fyrirhugaðar framkvæmdir og framvindu mála þannig að það geti bundið þá greiðsluskyldu. Það sama á við ef að hefð væri fyrir því að boða til formlegs húsfundar í tilteknu húsfélagi þegar ráðast á í sameiginlegar framkvæmdir. Er þögn sama og samþykki? Kærunefndin hefur líka komist að þeirri niðurstöðu að eigendum sé heimilt að hrófla við sameign án þess að bera það undir húsfund til samþykktar, ef aðrir eigendur hússins vissu af framkvæmdinni en mótmæltu ekki á meðan framkvæmdinni stóð. Þannig var það í máli nr. 67/2020 en þá hafði eigandi A tengt inn á sameiginlegar lagnir hússins þannig að hann gæti sett upp baðaðstöðu í herbergi sínu í kjallara hússins. Eftir að framkvæmdum lauk höfðu aðrir eigendur hússins uppi athugasemdir vegna framkvæmdanna og fóru fram á að eigandi A myndi aftengja lögnina inn í sína séreign. Í álitinu segir að kærunefnd telur að eigandi A hafi mátt treysta því að framkvæmdin væri með samþykki allra þar sem engar athugasemdir bárust á verktíma, þrátt fyrir að aðrir eigendur hefðu hjálpast að við að steypa yfir nýjar lagnir í herbergi eiganda A. Í þessu máli var litið svo á að hjálp annarra eiganda í framkvæmdinni hafi leitt af sér samþykki þeirra. Það er því í mörg horn að líta og eigendur geta vissulega samþykkt ýmsar framkvæmdir og oft á tíðum bundnir greiðsluskyldu þrátt fyrir að enginn eiginlegur húsfundur hafi verið haldinn. Því er mikilvægt að bregðast fljótt við ef framkvæmdir eru hafnar án samráðs og vitund annarra eigenda. Það er gert með því að mótmæla framkvæmdunum eins fljótt og auðið er og fara fram á að tilboð verði borið undir formlegan húsfund án tafa. Rafrænir húsfundir Árið 2021 var lögum um fjöleignarhús breytt en nú er heimilt að halda rafræna húsfundi sem einfalda á samskipti eiganda í húsfélögum, hvort um sé að ræða stór eða lítil húsfélög. Var það ekki aðeins talið nauðsynlegt vegna eigenda heldur líka vegna viðskiptaöryggis og gagnvart viðsemjendum húsfélaga, svo sem verktökum og lánastofnunum. Meginmarkmið frumvarpsins var að veita eigendum fjöleignarhúsa meira svigrúm og val um hvort húsfundir húsfélaga verði alfarið hafnir rafrænt eða að hluta til og hvar samskipti milli félagsmanna og stjórnar húsfélags verði rafræn. Að sama skapi var leitast við að gera slíkt fyrirkomulag löglegt með því að kveða á um það í lögunum að slíkt form húsfunda sé jafngilt því að mæta á húsfund í eigin persónu. Húseigendafélagið mælir þó ávallt með að staðið sé vel að allri ákvarðanatöku og haldnir séu formlegir húsfundir, hvort sem þeir séu í persónu eða rafrænir. Áður en húsfundur er haldinn skal boða til fundarins með löglegum hætti þar sem tiltekið er á dagskrá fundarins það málefni sem bera á undir fundinn. Þannig eru allir eigendur hússins meðvitaðir um hvað á að ræða á fundinum og geta þá tekið ákvörðun um hvort þeir vilja mæta eða ekki. Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun