Dregið í nýja Meistaradeild í beinni: Hvaða stórleiki býður tölvan upp á? Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2024 10:01 Luka Modric og félagar í Real Madrid eru vanir því að handleika bikarinn eftirsótta. Nú þurfa liðin að takast á við nýtt fyrirkomulag og fleiri leiki. Getty/Angel Martinez Nýja útgáfan af Meistaradeild Evrópu í fótbolta er að hefjast og í dag ræðst það hvaða lið mætast í 36 liða deildakeppninni sem búin hefur verið til. Búast má við stórleikjum í hverri leikviku og spennu fram á síðustu stundu. Drátturinn í dag verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2, og hefst klukkan 16. Keppninni hefur verið gjörbylt og nú spila 36 lið öll í einni deild. Safna þar þremur stigum fyrir hvern sigur og einu stigi fyrir jafntefli. Þau munu ekki mætast öll innbyrðis heldur fær hvert lið átta leiki – fjóra á heimavelli og fjóra á útivelli – og snýst drátturinn í dag um það hverjir andstæðingar hvers liðs verða. Þannig gæti Liverpool til dæmis fengið heimaleik við Bayern og liðin myndu þá ekki mætast aftur í Þýskalandi. Aðrir leikir Liverpool gætu svo orðið við allt önnur lið en Bayern mætir. Liðin í efsta styrkleikaflokki mætast Liðunum hefur verið raðað í fjóra styrkleikaflokka en segja má að flokkarnir skipti ekki lengur máli. Að minnsta kosti ekki fyrir liðin sem keppa. Þau dragast nefnilega gegn tveimur liðum úr hverjum flokki, líka sínum eigin. Liðin munu fá einn heimaleik gegn liði úr hverjum flokki, og einn útileik gegn liði úr hverjum flokki. Þetta tryggir mun fleiri innbyrðis leiki stórliða en áður hefur verið, og líklega að minnsta kosti einn stórleik í hverri leikviku. Styrkleikaflokkarnir fjórir. Hvert lið mætir tveimur liðum úr hverjum flokki, öðru á heimavelli og hinu á útivelli, og spilar því samtals átta leiki. Til þess að drátturinn taki ekki marga klukkutíma mun tölva raða niður leikjum fyrir liðin. Fyrst mun fyrrverandi leikmaður draga nafn liðs upp úr skál, en svo mun tölvan með handahófskenndum hætti velja átta mótherja fyrir það lið, og segja til um hvaða leikir verða á heimavelli og hvaða leikir verða á útivelli. Dæmi um niðurstöðuna í dag ESPN hefur sýnt dæmi um það hvernig niðurstaða dráttarins gæti litið út í dag, fyrir sex af stærstu liðunum. Dæmið má sjá hér að neðan. Dæmi um leikjadagskrána sem stórliðin gæetu fengið. Benda má á að dagsetning hvers leiks ræðst ekki fyrr en á laugardaginn.ESPN Helstu skorðurnar fyrir dráttinn eru að lið frá sama landi geta ekki mæst (Liverpool og Arsenal geta til dæmis ekki mæst), og lið geta ekki fengið leiki gegn fleiri en tveimur liðum frá sama landi (ef til dæmis Liverpool dregst gegn Bayern og Leverkusen getur liðið ekki dregist gegn Stuttgart líka). Það kemur svo ekki í ljós fyrr en í fyrsta lagi á laugardaginn nákvæmlega hvenær hver leikur verður spilaður. Átta lið falla alveg úr keppni Eins og fyrr segir spila 36 lið í deildakeppni Meistaradeildarinnar í vetur, og verða fyrstu leikdagar 17.-19. september en síðasti leikdagur 29. janúar. Efstu átta liðin að því loknu komast svo beint í nokkuð hefðbundna 16-liða úrslitakeppni, en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslit. Liðin sem enda í 25.-36. sæti falla úr keppni en öfugt við síðustu ár þá fara heldur engin lið úr Meistaradeildinni niður í Evrópudeildina eftir áramót. Þegar liðin falla úr leik þá eru þau alveg úr leik. Drátturinn í dag verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2, og hefst klukkan 16. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Drátturinn í dag verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2, og hefst klukkan 16. Keppninni hefur verið gjörbylt og nú spila 36 lið öll í einni deild. Safna þar þremur stigum fyrir hvern sigur og einu stigi fyrir jafntefli. Þau munu ekki mætast öll innbyrðis heldur fær hvert lið átta leiki – fjóra á heimavelli og fjóra á útivelli – og snýst drátturinn í dag um það hverjir andstæðingar hvers liðs verða. Þannig gæti Liverpool til dæmis fengið heimaleik við Bayern og liðin myndu þá ekki mætast aftur í Þýskalandi. Aðrir leikir Liverpool gætu svo orðið við allt önnur lið en Bayern mætir. Liðin í efsta styrkleikaflokki mætast Liðunum hefur verið raðað í fjóra styrkleikaflokka en segja má að flokkarnir skipti ekki lengur máli. Að minnsta kosti ekki fyrir liðin sem keppa. Þau dragast nefnilega gegn tveimur liðum úr hverjum flokki, líka sínum eigin. Liðin munu fá einn heimaleik gegn liði úr hverjum flokki, og einn útileik gegn liði úr hverjum flokki. Þetta tryggir mun fleiri innbyrðis leiki stórliða en áður hefur verið, og líklega að minnsta kosti einn stórleik í hverri leikviku. Styrkleikaflokkarnir fjórir. Hvert lið mætir tveimur liðum úr hverjum flokki, öðru á heimavelli og hinu á útivelli, og spilar því samtals átta leiki. Til þess að drátturinn taki ekki marga klukkutíma mun tölva raða niður leikjum fyrir liðin. Fyrst mun fyrrverandi leikmaður draga nafn liðs upp úr skál, en svo mun tölvan með handahófskenndum hætti velja átta mótherja fyrir það lið, og segja til um hvaða leikir verða á heimavelli og hvaða leikir verða á útivelli. Dæmi um niðurstöðuna í dag ESPN hefur sýnt dæmi um það hvernig niðurstaða dráttarins gæti litið út í dag, fyrir sex af stærstu liðunum. Dæmið má sjá hér að neðan. Dæmi um leikjadagskrána sem stórliðin gæetu fengið. Benda má á að dagsetning hvers leiks ræðst ekki fyrr en á laugardaginn.ESPN Helstu skorðurnar fyrir dráttinn eru að lið frá sama landi geta ekki mæst (Liverpool og Arsenal geta til dæmis ekki mæst), og lið geta ekki fengið leiki gegn fleiri en tveimur liðum frá sama landi (ef til dæmis Liverpool dregst gegn Bayern og Leverkusen getur liðið ekki dregist gegn Stuttgart líka). Það kemur svo ekki í ljós fyrr en í fyrsta lagi á laugardaginn nákvæmlega hvenær hver leikur verður spilaður. Átta lið falla alveg úr keppni Eins og fyrr segir spila 36 lið í deildakeppni Meistaradeildarinnar í vetur, og verða fyrstu leikdagar 17.-19. september en síðasti leikdagur 29. janúar. Efstu átta liðin að því loknu komast svo beint í nokkuð hefðbundna 16-liða úrslitakeppni, en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslit. Liðin sem enda í 25.-36. sæti falla úr keppni en öfugt við síðustu ár þá fara heldur engin lið úr Meistaradeildinni niður í Evrópudeildina eftir áramót. Þegar liðin falla úr leik þá eru þau alveg úr leik. Drátturinn í dag verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2, og hefst klukkan 16.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira